«

»

Molar um málfar og miðla 1766

NÚ VERÐA SAGÐAR FRÉTTIR

V.H. sendi Molum eftirfarandi (04.08.2015) með  þessari fyrirsögn

,,Sæll Eiður.
Kópurinn var snar í snúningum
„Ég vaknaði rosalega snemma í morgun og fór í morgungöngu. Svo sá ég eitthvað sprikla (e. flopping) framundan mér. Og ég var svo þreytt, og hugsaði með mér ‘Hvaða dýr ætli þetta sé sem spriklar svona? Ég verð að fara að kynna mér betur dýralífið á Íslandi.’ Og ég bara áttaði mig ekki á þessu, ég var hálfsofandi,“ segir Mara.
Smá frétt úr Húsdýragarðinum, þar sem er stólað á að landinn skilji ekki sitt móðurmál og er því lýsing á ensku ( innan sviga ) fyrir hvern ? Ungt fólk eða gamalt ? Ferðamenn ?

Í tvö skipti í Downton Abbey  flutu bara óþýdd orð ,líkt og ein persóna segist hitta aðra í ,,lunch,, og í sama þætti var maður kynntur sem ,,Lautiant,,( sem ávallt er þýtt sem liðþjálfi ) svona eru nú þýðingarmál í Efstaleiti í dag.

Og verslunarmiðstöðin Kringlan auglýsir grimmt í sjónvarpi hvað þeir sér stórir og góðir og lýkur þeirri auglýsingu með enska orðinu ,,S.A.L.E,, þvert yfir skjáinn .. og segir þetta svolítið um hvað menn hugsa þar á bæ.
Öll bílaumboð er auglýsa í sjónvarp eru með slagorð á ensku og þýsku í sínum auglýsingum , er það ekki bannað ? verða ekki allar auglýsingar að vera á íslensku , jafnt skrifaðar sem og talaðar ?”

Molaskrifari þakkar V.H. Þetta ágæta bréf. Einu sinni var ákvæði í auglýsingareglum Ríkisútvarpsins um allar auglýsingar ættu að vera á lýtalausri íslensku. Molaskrifara hefur þrátt fyrir leit ekki tekist að finna það í núgildandi  reglum. Kannski  er það liður í afrekaskrá  núverandi stjórnenda í efra að hafa fellt þetta niður.  Fróðlegt væri að fá  svör við því.

 

AF KRÍUM OG HETTUMÁFUM

Þ.G. skrifaði Molum (03.08.2015): ,,Sæll enn Eiður. Seint fullorðnast fréttabörnin hjá Mogga.  Í dag segir frá slysi á Siglufjarðarvegi:  „- stöðvaði bílstjóri fyrri bílsins fyrir nokkrum rollum og klessti þá næsti bíll aftan á hann.“
Á baksíðu sunnudagsblaðs Morgunblaðsins segir frá fjörugu fuglalífi á Akureyri, fréttinni fylgir mynd með textanum „Kríur í kröppum dansi“.  Myndin er af tveimur hettumáfum.”    – Kærar þakkir Þ.G. – Satt segirðu. Þetta með hettumáfana  sem kallaðir voru kríur var aldeilis með ólíkindum. Skrítið að  svona lagað skuli geta gerst á þessum  forðum vandaða miðli, – þar sem vissulega  starfa margir  vel hæfir blaðamenn.  Eitthvað er gæðaeftirlitinu samt ábótavant.  Verulega ábótavant.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.

Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Þorvaldur S skrifar:

    Lautinant hef ég aldrei séð þýtt sem liðþjálfi. Liðþjálfi er yfirleitt annaðhvort corporal eður sergeant en lautinant er býsna háttsettur; í bandaríska hernum í 19. sæti neðanfrá.
    Þannig er liðþjálfinn í myndinni „Foringi og fyrirmaður“, sem Louis Gossett leikur af snilld, gunnery sergeant.

  2. Eiður skrifar:

    Segjum við ekki,,skáldaleyfi“?

  3. Jón skrifar:

    „og í sama þætti var maður kynntur sem ,,Lautiant,,( sem ávallt er þýtt sem liðþjálfi ) svona eru nú þýðingarmál í Efstaleiti í dag.“

    Steinn gleymdi sem sé að þýða:

    Jón Kristófer kadett í Hernum
    í kvöld verður samkoma háð.
    Og lautinant Valgerður vitnar
    um veginn að Drottins náð.
    Og svo verður sungið og spilað
    á sítar og mandólín tvö.
    Æ komdu og höndlaðu Herrann
    það hefst klukkan rúmlega sjö.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>