Beið í þrjá stundarfjórðunga á læknabiðstofu í dag meðan mér nákominn var í læknisrannsókn. Á biðstofunni lá frammi svokallað tekjublað Frjálsrar verslunar frá 2007. Ég stytti mér stundir við að skoða það.
Þaðr voru einstaklingar með allt upp í rúmlega 60 milljónir króna í mánaðarlaun. 20-30 milljónir margir, enn fleiri milli 10 og 20 milljónir á mánuði og aragrúi með laun á bilinu 4 til 10milljónir.
Eitt var athyglisvert. Allir þessir tekjuháu margmilljónerar árið 2007 unnu fyrir fyrirtæki sem nú eru farin til fjandans,horfinn komin á hvolf og sum átt mikinn þátt í að setja þetta þjóðfélagið okkar á hliðina. Aukinheldur komið fjölda fólks á vonarvöl.. Þetta var og er mér umhugsunarefni. En eina niðurstaðan sem ég kemst að að á þessu tímabili hafi búið galin þjóð í þessu landi. Og bönkum stjórnað af mönnum sem heldur hefðu átt að vinna í bakaríum (með fullri virðingu fyrir bökurum) og að landinu hafi verið afspyrnu illa stjórnað. Ég er ekki að segja að þessir menn hafi allir brotið lög. En þeir ganga allir lausir , – enn að minnsta kosti.
Eftir þennan lestur var bara einn maður , aðeins einn , sem ég hafði ríka samúð með. Það var Árni Johnsen alþingismaður. Hann hafði haft 80 þúsund krónur í mánaðarlaun. Segir og skrifa áttatíu þúsund. Eyjamenn hljóta stundum að hafa gefið honum í soðið, hengt fiskspyrðu á hurðarhúninn á útdyrahurðinni á höllinni hans í Eyjum.
5 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Hildur Helga Sigurðardóttir skrifar:
03/11/2009 at 02:54 (UTC 0)
Þetta var -og er- einfaldlega BILUN
Eygló skrifar:
03/11/2009 at 02:13 (UTC 0)
Eftir lesningu um launakjör þessi, ættum við enn frekar að hafa dýpstu samúð með formanni Framsóknarflokksins. ÉG hef úr meiru að moða. Blessaðir smáfuglarnir.
Steini Briem skrifar:
02/11/2009 at 23:20 (UTC 0)
Birgitta Jónsdóttir, átti þetta að sjálfsögðu að vera.
Steini Briem skrifar:
02/11/2009 at 22:36 (UTC 0)
Árni Johnsen sat inni um tíma fyrir kantsteinastuld og hefur þá trúlega einungis haft tekjur af grjótinu sem hann hafði með sér úr steininum á Kvíabryggju en hann seldi það hjá frænda sínum í Keflavík, þar sem sjálfstæðismenn hylltu meistarann.
Árni Johnsen var með 582 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra, árið 2008, og hinn barngóði vinur hans, séra Gunnar Björnsson, þá prestur á Selfossi, var með 569 þúsund, Ólafur Ragnar Grímsson 1,839 milljónir króna, Tryggvi Þór Herbertsson 2,946 milljónir, Geir H. Haarde 1,387 milljónir, Árni Mathiesen 1,191 milljón, Katrín Jakobsdóttir 521 þúsund krónur, Þráinn Bertelsson 641 þúsund, Þór Saari 188 þúsund, Margrét Tryggvadóttir 193 þúsund, Vigdís Hauksdóttir 187 þúsund, Birgitta Hauksdóttir 126 þúsund, Ásmundur Einar Daðason 106 þúsund og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 33 þúsund krónur.
Sjá Tekjublað Frjálsrar verslunar 2009.
Árni lokaleikinn vann
á lífsins peyjamóti:
Úr formennskunni fer nú hann
með fulla vasa af grjóti.
Þórarinn Eldjárn
Kama Sutra skrifar:
02/11/2009 at 20:34 (UTC 0)
Með núverandi dómara í dómskerfinu – handvaldir af náhirðinni – mun ekki verða hróflað við þessum aðilum sem komu þjóðinni á vonarvöl. Nema kannski Jóni Ásgeiri. Hinir munu halda áfram fyrri iðju að vinna skemmdarverk gegn þjóðinni, óáreittir.
Hið „Nýja Ísland“ er fjarlægur, útópískur draumur.