«

»

Með skeifu

 Skemmtileg mynd af þremur þingmönnum aðalhrunflokksins. Ekki verður betur séð,en þau séu öll með skeifu. Skiljanlega.

mbl.is Spyr um Icesave-fundargerðir

11 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Viðtalið er alveg þess virði að horfa á það, Baldur, því báðir  voru  góðir.  Sammála um hinn langa skugga og nauðsyn þess að draga rétta lærdóma af því sem gerðist.

  2. Baldur Hermannsson skrifar:

    Nei, ég er löngu hættur að horfa á Silfrið. Það hafa ekki verið almennilegir fréttaskýringaþættir í Rúvinu síðan þú varst þar í stafni. Í þess stað fór ég niður í bæ, spjallaði við vin okkar Rúnar á Kaffi París og keypti Umsátrið.

    Bankahrunið er ógnaratburður sem mun varpa löngum skugga inn í framtíðina og það er lágmark að menn kynni sér alla söguna og reyni að læra eitthvað af henni. Ég þykist vita að þú sért einnig á því máli.

  3. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Nú gengur þú allt of langt, félagi Baldur. Kvótakerfið getur þú aldrei  skrifað á reikning kratanna einna. Það er raunar ofureinföldun á  flóknu máli og umsnúningur staðreynda.. Hverjir komu  ákvæðinu um þjóðareign á auðlindinni ínn í lögin? Hverjir börðust fyrir auðllindagjaldi gegn  harðrirandstöðu LÍÚ-flokksins þíns.

    Ég er ekki búinn að lesa  Styrmi, hvorki viðtalið né  bókina, en   því verður komið í verk.  Ég vona bar að þú hafir horft á þá Jón Baldvin og  Styrmi í Silfrinu.

  4. Baldur Hermannsson skrifar:

    Ertu búinn að lesa samtalið við Styrmi í helgarblaðinu? Þetta er merkilegt viðtal og Styrmir er þannig maður að hann fylgir ávallt fullyrðingum eftir með rökstuðningi. Hann rekur orsakir hrunsins aftur til kvótakerfisins sem þið kratar komuð á, og framsals veiðiheimilda sem þið komuð á líka, því þá varð hér til ný stétt milljarðamæringa. Síðan gerðist það óvænta að þið slóguð skjaldborg um hagsmuni milljarðamæringa og genguð gegn hagsmunum alþýðunnar. Ég segi „óvænt“ því að í orði kveðnu eru vinstri menn almennt hliðhollir alþýðunni. Og ég sé að Styrmir er sammála mér í því að þegar milljarðamæringarnir hafa sölsað undir sig fjölmiðlana og barið niður frumvarpið um fjölmiðlalögin, þá hefur ríkisstjórnin ekki lengur í fullu tré við þetta nýja, þróttmikla skrímsli sem upp var risið. Ég er ekki búinn að ná í bókina, Umsátrið, en það gerist í dag eða á morgun.

  5. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

       Sælir Baldur og Einar Þór,

    Auðvitað má með nokkrum sanni segja að allir flokkar berii einhverja Ábyrgð VG þó líklega minnsta. Allir rómuðu EES  samninginn og  Sjálfstæðisflokkurinn tók 180°beygju við myndun  Viðeyjarstjórnar. Studdi EES en hafði  áður þvælt um tvíhliða samning  við ESB, sem aldrei stóð okkur  til boða. En í EES  samningnum   leyndist eitrað peð sem enginn varaði sig á. Reglurnar um innistæðutryggingar  voru miðaðar við að einn banki  færi  á hausinn  ekki heilt  bankakerfi. Á þessu vöruðu menn sig ekki. Engum datt þetta í hug þá.

     Svo  var eftirlitsleysið glórulaust jafnt  sem græðgi einstakra  bankabanditta og útrásarbófa.Andvaraleysi okkar hinna var vítavert. Við trúðum þeim og héldum að þetta væru snillingar. Svo kom bara í ljós að þessir menn vissu minna en ekki neitt um bankarekstur. Í bönkum og  rótgrónum  fyrirtækjum  voru  reynsluboltarnir  látnir víkja fyrir nýliðum sem kunnu  excel en vissu ekkert hvað  tölurnar þýddu og  voru í viðbót veruleikafirrtir. Svon  féllu  bankarnir iog  fyrirtækjum  eins dómínóplötur.

     Okkur  hefur  reynst vel að  starfa  með grannþjóðum okkar, NATÓ, EFTA. Við  eigum  að halda áfram á þeirri braut. Einangrun hefur aldrei gefist okkur vel.

     Fyrir nokkru  hlýddi   ég á  þann vitra öldung Jónas H. Haralz  flytja erindi. Hanner nú á tíræðisaldri. Hann talaði blaðlaust   í 25 mínútur og mismælti sig  aldrei né hikaði hann eða varð orða vant. Hann ræddi um gengisþróun krónunnar frá upphafi  tuttugustu aldar.

    Þrennt  lagði hann áherslu á.

    1.  Strangt aðhald í ríkisfjármálum.

    2.  Samræmda   efnahagsstjórn, sem ekki hefur verið  til staðar síðan Davíð Oddsson lagði Efnahgsstofnun niður í bræðiskasti.

    3. Við þurfum skjól  af myntsamstarfi  eða myntbandalagi við annað land eða  lönd.

     Jónas  sagði líka, að  hann hefði verið þeirrar skoðunar að miklu skynsamlegra  hefði verið að   sækja um aðild  að ESB  strax  1991 fremur  en  gerast aðilar að EES .

     Ég held að Jónas hafi rétt fyrir sér um öll þessi atriði.

  6. Einar Þór Strand skrifar:

    Sæll Eiður aftur

    Því miður þá óttast ég að vonir þínar (og mínar) rætist ekki.

    En það er eitt sem íslenskir kratar verða að horfast í augu við og það er að hlutur þeirra í hruninu er mun meiri en menn vilja vera láta, EES og ESB, Ingibjörg Sólrún, Björgvin, skjaldborgin um Baug, störf Gylfa í kærunefnd vegna fjármálaeftirlits og fleira og fleira.

    Með þessu er ég ekki að draga úr sök Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar heldur að benda á að það þurfa fleiri að horfa í eigin barm.

    Og síðan er það ESB Icesave þráhyggjan sem er að tröllríða öllu hérna núna þar sem ríkisstjórnin hagar sér eins og einræðisstjórn, sem er þannig að jafnvel Davíð er farinn að verða góður kostur í samanburði við þetta.

    Vona að þú takir þessu ekki illa en þetta er bara mín skoðun og lýðræði byggist á að allir segi sína skoðun og síðan sé komist að niðurstöðu ekki bara með eins atkvæðis meirihluta heldur með breiðri samstöðu, en það virðist að íslenskir stjórnmálamenn hafi gleymt því og það fyrir áratugum.

    Með kærri kveðju

    Einar

  7. Baldur Hermannsson skrifar:

    Það er rökrétt hugsað hjá þér, en með jafn miklum rétti má segja að upphaf hrunsins hafi verið aðild Alþýðuflokksins að ríkisstjórn árið 1991; kratar lögðu mikla áherslu á aðildina að EES og fengu sínu framgengt, en einkavæðing bankanna með tilheyrandi útrás og ofrisi er bein afleiðing af inngöngu okkar í EES.

    En þar fyrir utan finnst mér heldur billeg málafylgja að kenna jafn stóran, áhrifaríkan og merkilegan stjórnmálaflokk við bankahrunið, þótt hann eigi þar vissulega stóran hlut að máli. Allir höfum við gert okkar mistök, ég og þú einnig, og ekki fyndist okkur sanngjarnt að vera kenndir við mistök okkar fremur en allt hið góða sem við höfum líka áorkað.

  8. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Vonandi ekki, Einar Þór. Vonandi reynist þú ekki  sannspár.

    Baldur , ég veit þér finnst það sárt. En auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn aðalhrunflokkurinn. Framhjá þeirri staðreynd er eigi  unnt að komast.  Með  aðstoð  Framsóknar stóð flokkurinn fyrir því að afhenda ríkisbankana völdum  vinum. Sem reyndar vissu ekkert um bankarekstur. Þeir létu stjórnast af taumlausri græðgi og settu samfélagið á hliðina. Upphaf  hrunsins á sér  rætur í  einkavinavæðingu  bankanna.

  9. Einar Þór Strand skrifar:

    Sæll Eiður mig grunar að aðalhrunið sé ekki komið en sé hérna handan við áramót.

  10. Baldur Hermannsson skrifar:

    Aðalhrunflokksins? Fremur þykir mér þetta óviðurkvæmilegt hugtak en þó er gott að þú sjáir eitthvað sem gleður þig.

  11. Haukur Gunnarsson skrifar:

    Skiljanlega, með vanhæfa ríkisstjórn við völd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>