«

»

Fjölmiðlarugl !

Sá sem skrifaði  þetta í vefmiðilinn visir.is  (18.12.2009)  skilur ekki muninn á því að  kjósa og greiða atkvæði.: .. var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær .. Umræddur þingmaður  var ekki að kjósa , heldur greiða  atkvæði.
Ekki batnar fréttin þegar  fram í sækir:  Ekki kom fram hvaða mál hann var að kjósa um. Það  hefur örugglega gerst nokkur þúsund sinnum  sinnum á Alþingi  að  þingmenn hafa  tekið þátt í atkvæðagreiðslu eftir að hafa dreypt á dýrum veigum. Sannarlega er það ekki til fyrirmyndar, en fjölmiðlar þurfa ekki að láta  eins og þetta sé eitthvað sem aldrei hafi gerst áður. Blaðamenn vita  betur. Molaskrifari skilur Ögmund  að   vilja ekki í viðtal eftir að hafa  dreypt á víni með mat. Það er hinsvegar fráleitt hvernig Kastljósið sagði frá þessu máli.  Olli Ögmundur hneykslan á þingi? Varð hann sér til skammar ? Nei og aftur nei.  Hann  hélt fast  við reglu ,sem  fleiri  þingmenn ættu kannski að  tileinka sér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>