«

»

Hið hála svell

Mörgum verður hált á því svelli sem þýðingar úr einu máli  á annað eru. Blaðamaður  Mogga þýddi á sínum tíma  myndasögu um James Bond   með eftirminnilegum hætti. Í enska  textanum stóð:“ The fake policeman went  to the Bulgarian´s  hideout“. Í þýðingu Mogga varð þetta   einhvern veginn svona:“ Lögreglumaðurinn Fake  fór  til Búlgarans Hideout“.

Svipað henti blaðamanna Fréttablaðsins í morgun. Sá  var að  ræða um  hve  auðvelt  væri að  snúa heitum kvikmynda á íslensku. Hann nefndi  sem   dæmi ,að ekki væri mikið mál að þýða Mr. Woodchuck, sem  Hr. Woodchuck og   Rogue Assassin sem  Rogue  leigumorðingi.   Nú er það reyndar svo að assassin er ekki endilega leigumorðingi heldur sá  sem  ræðst á annan , oft úr launsátri,  í þeim tilgangi að meiða  eða  drepa. Oft er þetta notað um þá sem myrða vegna   trúarofstækis. Rogue  er ekki mannsnafn, heldur  þýðir það , skúrkur, prakkari,  svindlari  svo nokkuð sé  nefnt. Á upphafsárum  sjónvarpsins var sýnd þáttaröð ´,bresk minnir mig, sem  hét „The Rogues“. ´Hún var í sjónvarpinu nefnd „Bragðarefirnir“ og var það réttnefni.

Það er sem sé  betra að fara varlega.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>