Eftirfarandi snilldarsetning er úr dv. is (15.04.2010): Talið er útilokað að hann sé ekki borgunarmaður fyrir skuldinni.Hér hefur blaðamaður líklega ætlað að skrifa : Talið er útilokað, að hann sé borgunarmaður fyir skuldinni. Tvöfalda neitunin snýr merkingunni við. Kannski er þetta rangt hjá Molaskrifara
Í fréttum RÚV var (15.04.2010) sagt frá kosningabaráttu í Bretland og talað um tvær aðrar kappræður. Tala hefði átt um tvennar kappræður, þar sem um fleirtölu orð er að ræða.
Í Skólahreysti í RÚV sjónvarpi var tekið svo til orða,að tilteknum skóla hefði tekist að skjóta ….skóla fyrir aftan sig. Molaskrifari þykist hafa heyrt talað um að einhverjum takist að skjóta öðrum aftur fyrir sig, í merkingunni að fara fram fram úr eða hafa betur.
Úr dv.is (15.04.2010):..einhverjir nemendur MS ákváðu að fylla anddyri Verzlunarskólans af hestaskít. Hvað varð um hið ágæta orð hrossaskítur ?
Úr visir.is (15.04.2010): Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli kemur fram að verið sé að loka Mýrdalsjökli vegna öskufalls. Hann er svo sannarlega ekki valdalaus, lögreglustjórinn á Hvolsvelli !
Úr mbl.is. (15.04.2010): Vegagerðarmenn hafa flutt tæki að Markarfljóti og eru að undirbúa sig undir að gera við hringveginn.. Hér hefði nægt að segja að vegagerðar menn væru að búa sig undir að gera við hringveginn , — ekki undirbúa sig undir.
Þetta var fremur þunnur þrettándi. Fer kannski málfar batnandi í fjölmiðlum. Ekki sér Molaskrifari betur en Moggi (16,04.2010) en landið sé að rísa hjá Mogga. Blaðið gerir hamförunum fyrir austan vönduð og ítarleg skil frá mörgun sjónarhornum. Kannski er Eyjólfur að hressast. Svona var þetta í gamla daga, fjölmenn og gott starfslið,sem sótti fram í einni fylkingu undir sameiginlegri herstjóri, Matthíasar, Styrmis og Bjössa Jóh
Athugasemdir Frá ESG
Eiður Svanberg Guðnason, 16.4.2010 kl. 10:05
Skildu eftir svar