«

»

Molar um málfar og miðla 289

Það er  virðingarvert og þakkarvert að Morgunblaðið skuli vikulega birta pistla um íslenskt mál undir heitinu Tungutak. Nýjasta  pistilinn (11.042010) skrifaði Ingibjörg B. Frímannsdóttir. Hann heitir: Meira um mælt mál. Allir fjölmiðlamenn, sem lesa fréttir í útvarpi eða sjónvarpi, ættu að lesa þennan pistil  og tileinka sér það sem þar er sagt.  Það gildir einnig um þá sem kynna dagssskrá  sjónvarpsins á skjánum.

 Þetta minnti mig  reyndar  á  þegar  Baldur Jónsson,prófessor, var að leiðbeina okkur fréttamönnum  sjónvarps, forðum daga.  Ég fékk það verkefni að lesa texta þar sem kom fyrir orðið, – Bandaríkjunum.  Ég las það eins og það var skrifað með skýrum  —unumframburði í lokin.  Nei,  sagði  Baldur, – þú  átt að bera þetta fram: Bandaríkjonum.  Og ég sem  hélt að ég væri að vanda mig ! Lét mér þetta að kenningu verða.

  Óþolandi finnst  Molaskrifara, þegar fréttalesarar taka eitt orð í setningu og  hátóna það, þannig að setningin verður öll óeðlileg. Þetta mátti heyra í  fréttum Stöðvar tvö (11.004.2010) Þar sem orðið Baldvinsskáli fékk þessa meðferð í frétt um ferðamenn á  Fimmvörðuhálsi.  Svo er algengt að heyra þetta í  kynningum á efni Kastljóss, þar sem einn kynnir  hátónar  orð, sem  honum (henni)  finnst rétt að leggja  sérstaka áherslu á og bjagar þannig alla setninguna. Þetta er hægt að lagfæra, ef áhugi er á.

 Enn fellur dv.is á prófinu í grundvallaratriðum málfræðinnar (12.04.2010): Hinn 61 árs gamli Roy Amor grunaði ekki að saklaus brandari … Þetta á auðvitað að vera: Hinn 61 árs gamla Roy Amor grunaði ekki….

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Björn Baldursson skrifar:

    Best væri í dæminu um Roy Amor að sleppa lo. gamla og segja bara: Hinn 51 RA grunaði ekki…

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>