«

»

Molar um málfar og miðla 313

Kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins (25.05.2010) var svo  sannarlega sniðin að þörfum þeirra  sem  mest af öllu þrá Evróvisjón og fótbolta.

Klukkan 19:00 Evróvisjón

Klukkan 21:10 Evróvisjón

22:00 Tíufréttir og veður

22:15 Breskur myndaflokkur

23:05 Fótboklti

23:50 Fótbolti

00:20 Evróvisjón, endursýning frá því fyrr um kvöldið.

Það vantar ekki menningarlegan metnað í Efstaleitið. Öðru nær!

 Sjónvarpsmenn eiga einkar erfitt  með að bera fram  heiti norska  sveitarfélagsins Bærum í Akershusfylki, þar sem Evróvisjón keppnin fer fram. Fyrrum starfsfélagi þeirra Þóra Tómasdóttir,sem nú starfar í Noregi gæti leitt þá í allan sannleika um hvernig  bera á fram Bærum.

Í fréttum Ríkissjónvarps (23.05.2010) sagði frambjóðandi um kröfur  landeiganda á hendur Kópavogi, að þær væru út úr  öllu korti.  Þetta er hálfgerð merkingarleysa. Algengt er að sagt sé, að eitthvað sé út úr kortinu, að  eitthvað sé  fráleitt, komi  alls ekki greina. Líkingin er úr sjómannamáli þar sem talað er um að sigla út úr kortinu, sigla um  hafsvæði , sem stjórnandi skips hefur ekki sjókort yfir.

Úr visir.is (24.05.2010): …..sagði að sundið hefði að öllum líkindum gengið venjulegum sundkappa dauðum.  Orðtakið er að ganga af einhverjum  dauðum, ekki . Drepa einhvern.   Þú getur gengið að því vísu, að árásarmaðurinn gekk af  honum dauðum.

 Svo virðist sem enginn þingmaður eigi jafngreiðan aðgang að fréttastofu ríkisins, sem  Ögmundur Jónasson fyrrverandi fréttamaður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>