«

»

Molar um málfar og miðla 324

Úr  mbl.is (09.06.2010): …vegna kostnaðar sem félagið hafði lagt í vegna markaðssetningar sem nýttist ekki vegna úthlutun á sérleyfisakstri á Vestfjörðum árið 1997.  Hér ætti auðvitað að standa : .. vegna úthlutunar. Ekki vegna úthlutun, sem er  ambaga. Meira úr  mbl.is (09.062010): Um er að ræða upplýsingar í dag, ekki gögn frá fyrri tíma.Ekki verður  sagt,að þetta sé snilldarlega orðað ! Og enn meira úr mbl.is (09.06.2010) : Félag í eigu útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Landsbankanum 17.923.930 svissneska franka… Félag var ekki gert að greiða, heldur var félagi gert að  greiða. Og þessu til viðbótar (10.06.2010): Einn fréttamaður lést er hann stóð við hraunelfur og lýsti hitanum. Orðið elfur beygist: elfur, elfi,elfi,elfar. Hvað er eiginlega á seyði á mbl.is ?

 Gott viðtal  Boga Ágústssonar við Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar   í  sex fréttum RÚV (09.06.2010).

 Í sjöfréttum Ríkissjónvarps var sagt frá gjaldeyrisskiptasamningi milli Íslands og Kína, sem undirritaður var í Reykjavík (09.06.2010). Í fréttinni  var samningsupphæðin tiltekin í kínverskri mynt, júan.  Hið opinbera heiti  gjaldmiðils Kína,sem réttara  hefði verið að  nota í fréttinni ,er Renminbi (RMB ¥). Í talmáli er  gjarnan talað um  kvæ, en  við Íslendingarnir í   Beijing töluðum ævinlega um  rimba.

Þetta kemur fram í nýjum gögnum,sem kynntar voru í dag, las fréttaþulur Ríkissjónvarpsins í tíufréttum (09.06.2010). Hlusta, hlusta. Fréttaþulir verða á  hlusta á  sig lesa. Grundvallarregla.

Þáttur Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur og Guðmundar Bergkvists í Ríkissjónvarpinu (09.06.2010) Börn til sölu  var óhugnanlegur og  áreiðanlega mörgum umhugsunarefni. Þátturinn var vel gerður í hvívetna , en hefði þolað nokkra styttingu. María Sigrún er vaxandi fréttamaður og góður fréttalesari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>