«

»

Molar um málfar og miðla 343

Í íþróttafréttum  Ríkisútvarpsins (30.06.2010) var sagt: … ákvað  að  við svo búið mætti  ekki sitja.  Molaskrifari er vanur því að sagt sé,  að við  svo  búið  megi ekki standa, þ.e. að  það ástand sem ríki sé óviðunandi. 

   Það er aldrei nein pólitík í fréttamati Morgunblaðsins. Sussu nei ! Undir fyrirsögninni: Samþykktin hörmuð var sagt frá  fundarsamþykkt  Sjálfstæðra  Evrópumanna um landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins. Fréttin  var örstuttur eindálkur neðst á  vinstri síðu, bls.4.

  Hér standa bílarnir í stórum flotum, sagði fréttamaður Ríkissjónvarpsins (30.06.2010). Hann hefði fremur átt að segja, hér  standa tugir ( eða hundruð)  bíla.  Í  sama fréttatíma sagði fréttaþulur:  Hafa stjórnvöld lagt blessun sína yfir því…. Það fer ekki mikið  fyrir málfarslegum metnaði   hjá  stofnuninni, sem hefur lagaskyldur gagnvart íslenskri tungu.

Skrifað var á  visir.is (30.06.2010): Herjólfur er lagður aftur frá höfn í seinni ferð sína til Þorlákshafnar.  Á íslensku er talað um að leggja úr höfn, ekki frá  höfn. Dæmalaust var svo að heyra hvernig  Stöð tvö  sagði frá  vélarbilun í Herjólfi í Vestmannaeyjahöfn:  Herjólfur var dreginn aflvana í Vestmannaeyjahöfn í dag. Talið er að skipið hafi tekið tvisvar á botninn….  Þeir sem segja um skip  sem  tekur  niðri  tvisvar sinnum að það hafi tekið  tvisvar á  botninn  ættu að gera eitthvað annað en að segja okkur fréttir.

 Á biðstofu sá Molaskrifari nýlega  forsíðu  tímarits þar sem  var eftirfarandi fyrirsögn: Karlmenn eru þroskaheftir. Þetta voru orð konu.  Ekki hefur þess  orðið vart að Jafnréttisráð hafi tjáð sig um þessa orðanotkun. Ekki velkist Molaskrifari  í vafa um  að  Jafnréttisráð hefði verið fljótt að rumska , ef karlmaður hefði  sagt þetta. Eitt er Jón og annað er séra Jón. Þetta beinir   raunar huganum að því að lyfjaverslun  í Reykjavík auglýsir  ítrekað að verslunin sé kvennaapótek. Karlmenn hljóta að skilja það svo, að ekki sé óskað eftir   viðskiptum þeirra í téðri lyfjabúð í Laugarneshverfinu.

Það var góð tilbreyting í dagskrá Ríkissjónvarps (30.06.2010) að fá að heyra og  sjá Vínarfílharmóníuna á sumartónleikum við Schonbrunnhöllina í Vínarborg. Norska sjónvarpið var reyndar búið að sýna sínum  viðskiptavinum þessa tónleika fyrr í mánuðinum. Hér sátu tónleikarnir líklega á hakanum vegna  fótboltans, sem stjórnar lífi fólks í Efstaleiti.

  Ljósir  punktar gleðja í kreppunni, þótt smáir séu. Fjögur hundruð manns var boðið  til þjóðhátíðargleði  í sendiráði íslenska lýðveldisins í Svíaríki. Gott er  til þess að  vita, að bölvuð kreppan hefur ekki náð til Svíþjóðar. 

Í íþróttafréttum  Ríkisútvarpsins (30.06.2010) var sagt: … ákvað  að  við svo búið mætti  ekki sitja.  Molaskrifari er vanur því að sagt sé,  að við  svo  búið  megi ekki standa, þ.e. að  það ástand sem ríki sé óviðunandi. 

   Það er aldrei nein pólitík í fréttamati Morgunblaðsins. Sussu nei ! Undir fyrirsögninni: Samþykktin hörmuð var sagt frá  fundarsamþykkt  Sjálfstæðra  Evrópumanna um landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins. Fréttin  var örstuttur eindálkur neðst á  vinstri síðu, bls.4.

  Hér standa bílarnir í stórum flotum, sagði fréttamaður Ríkissjónvarpsins (30.06.2010). Hann hefði fremur átt að segja, hér  standa tugir ( eða hundruð)  bíla.  Í  sama fréttatíma sagði fréttaþulur:  Hafa stjórnvöld lagt blessun sína yfir því…. Það fer ekki mikið  fyrir málfarslegum metnaði   hjá  stofnuninni, sem hefur lagaskyldur gagnvart íslenskri tungu.

Skrifað var á  visir.is (30.06.2010): Herjólfur er lagður aftur frá höfn í seinni ferð sína til Þorlákshafnar.  Á íslensku er talað um að leggja úr höfn, ekki frá  höfn. Dæmalaust var svo að heyra hvernig  Stöð tvö  sagði frá  vélarbilun í Herjólfi í Vestmannaeyjahöfn:  Herjólfur var dreginn aflvana í Vestmannaeyjahöfn í dag. Talið er að skipið hafi tekið tvisvar á botninn….  Þeir sem segja um skip  sem  tekur  niðri  tvisvar sinnum að það hafi tekið  tvisvar á  botninn  ættu að gera eitthvað annað en að segja okkur fréttir.

 Á biðstofu sá Molaskrifari nýlega  forsíðu  tímarits þar sem  var eftirfarandi fyrirsögn: Karlmenn eru þroskaheftir. Þetta voru orð konu.  Ekki hefur þess  orðið vart að Jafnréttisráð hafi tjáð sig um þessa orðanotkun. Ekki velkist Molaskrifari  í vafa um  að  Jafnréttisráð hefði verið fljótt að rumska , ef karlmaður hefði  sagt þetta. Eitt er Jón og annað er séra Jón. Þetta beinir   raunar huganum að því að lyfjaverslun  í Reykjavík auglýsir  ítrekað að verslunin sé kvennaapótek. Karlmenn hljóta að skilja það svo, að ekki sé óskað eftir   viðskiptum þeirra í téðri lyfjabúð í Laugarneshverfinu.

Það var góð tilbreyting í dagskrá Ríkissjónvarps (30.06.2010) að fá að heyra og  sjá Vínarfílharmóníuna á sumartónleikum við Schonbrunnhöllina í Vínarborg. Norska sjónvarpið var reyndar búið að sýna sínum  viðskiptavinum þessa tónleika fyrr í mánuðinum. Hér sátu tónleikarnir líklega á hakanum vegna  fótboltans, sem stjórnar lífi fólks í Efstaleiti.

  Ljósir  punktar gleðja í kreppunni, þótt smáir séu. Fjögur hundruð manns var boðið  til þjóðhátíðargleði  í sendiráði íslenska lýðveldisins í Svíaríki. Gott er  til þess að  vita, að bölvuð kreppan hefur ekki náð til Svíþjóðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>