«

»

Molar um málfar og miðla 347

Úr dv. is  (05.07.2010) : „Fyrir mína parta er ég hér að mótmæla afskiptum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að ríkiskassanum,“ segir Birgitta (Jónsdóttir). Sumum þingmönnum er annað betur  gefið en að  vanda málfar sitt. Hér ruglar þingmaðurinn saman forsetningunum að og af,sem orðið er ótrúlega algengt.

 Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins    skrifar grein í  Fréttablaðið (07.07.2010) og segir þar meðal annars: „Raunar  má halda því  fram að sú málumvöndun sem mest er stunduð undir merkjum málvöndunar og málræktar, sé ekki aðeins til marks um staðnaðan hugsunarhátt heldur vinni gegn markmiðum um bætta málnotkun því að athyglin beinist fyrst og fremst að því neikvæða“.

  Það mætti  því spyrja sem  svo , eiga þá kennarar að hætta að leiðrétta stíla, því  athyglinni er þá beint að  hinu neikvæða?  Undir ýmislegt má  taka  af því sem  málfarsráðunautur  segir, en hitt er  miður, að  hin svokallaða  reiðareksstefna í málfarsefnum  skuli nú komin með  fasta  búsetu í Efstaleitinu. Það er ekki af hinu góða og vekur spurningu um hvort  málfarsráðunautur hafi þá nokkuð að  gera  við  Ríkisútvarpið?

  Molaskrifari mun halda sig  við    sinn  staðnaða hugsunarhátt, sem  svo er kallaður Efstaleitinu. Þar þykir sjálfsagt í góðu lagi að  tala um  starfsmenn dýragarðarins eins og  sagt var við okkur áheyrendur og áhorfendur í fréttum  sjónvarps  ríkisins (06.07.2010). Það er líklega bara af hinu góða, en svo læra börnin málið,sem fyrir  þeim er haft.  Það ættu reiðareksmenn að hafa í huga. 

  Svo virðist á stundum sem það sé  hluti af ritstjórnarstefnu Útvarps Sögu að hampa þeim,sem efna til óláta. Að morgni dags (06.07.2010) var viðtal  við kunna  söngkonu vegna óláta  við anddyri Seðlabankans  daginn áður. Söngkonan hafði neitað að  fara tilmælum lögreglum og færa sig. Lögreglumaðurinn tók um handlegg hennar, líklega  fullfast , því konan fékk marblett og fór á  Bráðamóttöku  Landspítalans til að láta gera að sárum sínum.     Vörubrettum og  öðrum eldsmat  hafði verið komið fyrir  við anddyri Seðlabankans og vökva hellt yfir. Kona beindi  kveikjara að  kestinum. Þá  lét lögreglan til skarar skríða.  – Þetta var enginn bálköstur,  sagði söngkonan og  konan  með kveikjarann var bara að grínast!!!   Hvernig á að vera hægt að taka  svo ummæli alvarlega ? Eða ummælin um AGS: Mafía og  glæpamenn.  Hverjir  báðu um aðstoð  AGS? Íslensk yfirvöld af því að  við  vorum ófær um að koma okkur hjálparlaust úr  því ógurlega klandri  sem  misvitrir  stjórnmálamenn og  bankaræningjar höfðu komið okkur í.

  Í fréttum af  sömu atburðum  var líka  sagt frá  konu,sem  kastaði  grjóti að lögreglunni.  –  Ég hitti ekki , sagði hún, eða  dró ekki nógu langt. Hún ætlaði  sér að  kasta grjóti í lögreglumennina.     Það er  svo  annar handleggur, sem kannski kemur  fólki ekkert   við, en  mörgum hefur áreiðanlega  komið á  óvart að heyra  í þessari umfjöllum að kona, sem segist vera öryrki skuldi  tvö bílalán  að upphæð samtals  10 milljónir króna.

 Fjölmiðlafrelsi fylgir  ábyrgð það ættu allir forráðamenn fjölmiðla að hafa í huga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>