«

»

Skýlaust lögbrot Ríkisútvarpsins

Sá sem þetta skrifar hefur  oft gert athugasemdir við  það hvernig  Ríkissjónvarpið hvetur  til bjórdrykkju, – auglýsir ölþamb þrátt fyrir að  gildandi  landslög banni áfengisauglýsingar. Ríkisútvarpið hefur  skýlt sér á bak við það að birta orðið léttöl  örsmáu letri neðst í hægra skjáhorni í svo sem  eina sekúndu í  lok bjórauglýsinga. Allir vita að ekki er verið að auglýsa léttöl heldur áfengan bjór.   Í kvöld  (07.07.2010) brá  Ríkisútvarpið hinsvegar út af þessari  venju sinni og og auglýst  Egils Gull purkunarlaust án þess að  sýna  orðið léttöl  í sekúndu eins og  gert hefur  verið til þessa, þegar þessi  ríkisstofnun hefur verið að smeygja sér framhjá lagabókstafnum.  

Þessi ómengaða og ódulbúna áfengisauglýsing  var sýnd  í  lok auglýsingatíma í leikhléi leiks  Spánverja og Þjóðverja um klukkan  1930. Þá  ná  bjórauglýsingar líklega best  til unga fólksins.  Auglýsingin  án orðsins léttöl var svo endursýnd í seinkaðri  dagskrá  klukkustund  síðar.

Seinna um kvöldið  birti  Ríkissjónvarpið  svo  auglýsingu frá  nýjum veitingastað, – um tvo fyrir  einn á léttvíni og  bjór.   Sem þýðir líklega að sá sem kaupir  einn bjór fær  tvo  fyrir  verð  eins. Önnur  bein áfengisauglýsing.

Það er ótækt að þessi stofnun  í þjóðareigu  skuli lkomast upp með linnulaus lögbrot.  Ríkisútvarpinu er skipuð  stjórn  sem vafalaust þiggur laun fyrir störf sín, en   stofnunin er  greinilega stjórnlaus.  Nú  er lýst eftir  góðum lögmanni til að fylgja  þessu máli  eftir   með  formlegri  kæru á  hendur Ríkisútvarpinu ohf  fyrir  lögbrot.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>