«

»

Gömul þingsaga

Gömul saga  rifjaðist upp  á dögunum, þegar fjölmiðlar greindu frá því hver   þingmanna hefði talað lengst á   þinginu í vetur.
 Kristinn  H. Gunnarsson kom nýr inn á þingið haustið 1991 og var  strax  afar skrafhreifinn , sótti  mjög í ræðustól og  dvaldist þar langtímum  saman.Hann varði  talsverðum tíma í að segja  okkur hinum til um þingstörfin.  Öll  voru þau ráð  sjálfsagt af góðum hug gefin,en  ekki er ég vissum að  við  sem höfðum nokkur  kjörtímabil að baki höfum endilega  farið  mjög  að ráðleggingum Kristins,sem þá var staddur í Alþýðubandalaginu.
 Einhverju sinni  á þessum fyrsta  þingvetri Kristins H. á  Davíð Oddsson  forsætisráðherra   að hafa  spurt  í kaffistofu þingsins, hvort menn hefðu heyrt um gömlu konuna  sem fallið hefði í öngvit  á  Ausutrvellli þá um morguninn.  Enginn hafði heyrt um það  atvik. “ Hún   mætti nefnilega Kristni  H  Gunnarssyni“,sagði Davíð, „og varð  svona mikið um, því  hún hélt þetta væri stillimyndin úr sjónvarpinu“ !.

Aðrir þingmenn  töluðu minna  en komu ýmsu í verk. Þannig á  Ásgeir Bjarnason  í Ásgarði,forseti Sameinaðs þings,   sómamaður úr Dölum og lengi  þingmaður Vestlendinga, að hafa  sagt:
 „Ég var nú kannski ekki alltaf í ræðustóli, en  ég leysti stundum ýmis  mál meðan hinir voru að tala. “

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Þorsteinn Sverrisson skrifar:

    Góð saga. „Bylur hæst í tómri tunnu“

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>