«

»

Fast skot á fréttastjórann

Í ágætu viðtali Kolbrúnar  við Sigrúnu Stefánsdóttur,nýjan dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins ohf, í Blaðinu í dag  sendir hún fast  skot á  fréttastjóra RÚV. Sigrún segir:

„Mér finnst engin ástæða til að kasta einhverju út bara til að sýna að kominn sé  nýr yfirmaður,slíkt finnst mér  vera  dæmi um lélegan stjórnanda“.

Prýðilegu fréttastefi Ríkisútvarpsins var  nýlega var nýlega kastað fyrir  róða og í staðinn sett einhverskonar loftbólustef  sem verður að engu í lokin,líklega lélegasta tónsmíð ársins  2007, eins og  nefnt var á þessari síðu 01.03.2007

Þegar Ingvi Hrafn tók  við  stjórnartaumum á  fréttastofu  Sjónvarpsins af  séra  Emil Björnssyni fréttastjóra   fyrir margt löngu  þá skipti Ingvi um fréttastef. þá   orti    Emil  sem var hagmæltur  vel:

Til lítils hef ég látið set

laust í frægum stafni,

ef að þetta fréttafret

fylgir Ingva Hrafni !

Sigrúnu sendi ég óskir um velfarnað í  starfi.

 

 

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Sigurður G. Tómasson skrifar:

    Sæll Eiður!

    Hún er skemmtileg vísan! Ég get ekki sagt að mér hafi tekist að venjast nýja stefinu en hef talið mér trú um að það stafi af íhaldssemi. En ósköp finnst mér þetta nýja, lágkúrulegt og svo lekur það niður í endann. Einu sinni var sagt um Reykjavík að hún byrjaði í Bráðræði og endaði í Ráðleysu en þetta voru þurrabúðir eða kot hérna í bænum. En þetta stef byrjar eiginlega bæði og endar í ráðleysu. Einu stefi man ég eftir á stöð 2, sem var samið upp úr stefi í frægum söngleik og bíómynd og var upphaflega með textanum „I wanna be in America….“! Aldrei vandist ég því. Bylgjan notar held ég enn hluta af upphafsstefi BBC, en þeir vissu greinilega ekki Bylgjumenn að þar er það byggt á skammstöfun BBC á morsi!
    En best að hætta þessu rausi!

    Bestu kveðjur, SGT 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>