«

»

Ógleði Moggans

 

Leiðarahöfundi Moggans  er óglatt. Því til stuðnings  vitnar hann í gamlan texta eftir  Megas  í   fimmtudagsblaði Moggans, ,,Afsakið á meðan ég…”. En það er  ekki bara að ritstjóranum  sé  óglatt. Lesendum verður   stundum flökurt af því að lesa leiðara Morgunblaðsins.

Nokkru  fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna birtist auglýsing í blöðum þar sem allmargir fyrrverandi ráðherrar,  lýstu stuðningi við Icesavelögin.

Um þetta  sagði  hinn nafnlausi höfundur leiðara Morgunblaðsins miðvikudaginn 6. apríl: ,,Hausinn er síðan bitinn af áróðursskömminni með runu fyrrverandi ráðherra sem sitja makindalega með ríkistryggðu eftirlaunin sín, með allt sitt á þurru, segjandi almenningi að taka á sig þessar skuldir”.

Líkalegt er að ritstjóri  blaðsins  hafi  skrifað þennan leiðara.  Annar tveggja  ritstjóra blaðsins er fyrrverandi  borgarstjóri í  Reykjavík, fyrrverandi alþingismaður og   forsætisráðherra og   í þokkabót fyrrverandi seðlabankastjóri með heimskunnum afleiðingum. Veruleg líkindi  eru á því að  hann  eigi digrasta   sjóð  ríkistryggðra eftirlauna sem nokkur Íslendingur á. Það sem meira er, hann lét  semja og  samþykkja  lögin, sem  segja  til  um þessi eftirlaun. Einhver mundi kannski  bæta því við að ritstjórinn njóti auk þess þeirra réttinda að mega leysa til sín eftirlaunin sem Seðlabankastjóri, borgarstjóri, alþm. og ráðherra jafnframt launagreiðslum sínum frá Mbl.  Nýti ritstjórinn þann rétt, sem hann hefur að mestu leyti útvegað sér sjálfur, hafi hann aldrei haft hærri tekjur á lífsferlinum en nú – enda séu leiðarar Mbl. þá skrifaðir af dýrasta penna í gervallri Íslandssögunni og  gæðin  auðvitað  í samræmi við það.    En auðvitað er það útilokað, að þessi ritstjóri  hafi  skrifað þennan leiðara ,algjörlega útilokað,  því ,,svona gera menn ekki”, svo vitnað sé í fleyg orð.

 Svo er  hægt að ljúka þessum orðum með því að  vitna í  Megas  eins og  gert var í leiðara Moggans af öðru tilefni: ,, Afsakið á meðan ég…..”

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

 1. Snorri Sturluson skrifar:

  Áður en hann fattar það?

  Hann fattar það aldrei og mikið er mér sama.

  Verra er að aðrir skuli ekki fatta það.

 2. JR skrifar:

  Get ekki verið meira sammála þér.
  En , hvað getur einn maður valdið miklum skaða áður en hann sjálfur fattar það ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>