«

»

Makalaus ummæli

Las  í  Mogga um liðna helgi grein  eftir  Indriða Aðalsteinsson á  Skjaldfönn þar sem hann segir um  Jón Kristjánsson, alþingismann og fyrrverandi ráðherra:

„Líklega hefði hann aldrei átt að hætta sem innanbúðarmaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa.“  Þetta  rifjaði upp fyrir mér ummæli  Sverris Hermannssonar í  ræðustóli á  Alþingi upp úr  1980,sem  hafa  setið mér í minni allar götur  síðan.. Sverrir var að   skattyrðast við  þennan sama Jón Kristjánsson og kallaði hann „pakkhúsmann af Héraði“.
 Í orðunum fólst að  pakkhúsmaður af Héraði ætti ekkert að vera að derra sig á  Alþingi.

Þessi ummæli fyrrum formanns   Landssambands verzlunarmanna, voru hreint ekki hugsuð  Jóni Kristjánssyni til vegsauka.

Það er makalaust þegar  rökþrota menn  grípa   til þess að gera lítið úr þeim sem  gegnt  hafa störfum sem þessum. Veit  ekki betur  en hvoru tveggja  séu heiðarleg  störf og ekki  efast ég  um að Jón Kristjánsson hafi gegnt sínum   störfum  fyrir  Kaupfélag Héraðsbúa með heiðri og sóma, sá ágætismaður sem hann er.

Þessi ummæli  segja nákvæmlega ekkert um Jón  Kristjánsson,en heilmikið um Indriða Aðalsteinsson og Sverri Hermannsson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>