«

»

Skemmdarverkið í Skálholti

Skemmdarverkið í Skálholti er enn skelfilegra enn mann óraði fyrir. Hér er átt við svokallaða Þorláksbúð sem Árni Johnsen alþingismaður hefur látið reisa  í Skálholti í nafni hins óljósa félagsskapar sem hann kallar Þorláksbúðarfélagið.

 

Þessi kofi  ( 35 fermetrar að innanmáli) sem  reistur er nánast í hinum forna kirkjugarði raskar  þar grafarró og spillir ásýnd staðarins meira en orð fá lýst. Verkið á að sögn ábyrgðarmannsins að kosta  að  minnsta kosti 38 milljónir króna. Það fé kemur að mestu úr vösum okkar skattgreiðenda.

 

Hvernig má það vera  að  Fornminjavernd Íslands, forstöðumaður þeirrar stofnunar og fornminjavörður Suðurlands heimili, byggingarframkvæmdir í kirkjugarði og þessi  staðarspjöll í Skálholti?  Það er  flestu venjulegu  fólki óskiljanlegt. Þar fyrir utan er það hrein  sögufölsun að tengja þennan kofa nafni Þorláks helga. Þar eru engin tengsl.  Það svo önnur spurning og engu að síður áleitin: Hvernig  datt  íslensku kirkjunni í hug að fela Árna Johnsen alþingismanni fjárhagslega forsjá þessa  óþurftarverks? Eru menn  svona  óskaplega fljótir að gleyma?

 

Ég fór í Skálholt í dag og tók þá þessar myndir.  Þetta er margfalt verra en ég átti von á. Og dæmi nú hver  fyrir sig.

13 athugasemdir

1 ping

  1. Ólafur Þórir Auðunsson skrifar:

    „Tæknileg mistök“

  2. Eiður skrifar:

    Þakka þér þetta innlegg Vilhjálmur Örn. Hér má ekki láta deigan síga, ekki láta undan ofbeldi og frekju. Öll er þessi framkvæmd byggð á ósannindum og óheilindum og til háborinnar skammar. Sumir menn virðast komast upp með hvað sem er í þessu samfélagi. Við eigum ekki að láta þá komast upp með að eyðileggja sögustaði þjóðarinnar.

  3. Þórir skrifar:

    Úff..

  4. Þórður Guðmundsson skrifar:

    Hvers vegna er þetta hús byggt þarna? Hvað á að vera þarna inni síðan? Maður veltir óneitanlega fyrir sér tilganginum. Ef það var nákvæmlega svona kofi á einmitt þessum stað í árdaga sem hafði einhvern sögulegan tilgang, þá er skiljanlegt að reisa kofann á þessum stað en ekki sýnist mér að slíku sé fyrir að dreifa.

    Svo þegar ég kem í Skálholt ásamt föruneyti. Verður þá húsið opið? Hvað sé ég innandyra sem vekur áhuga? Er þetta skúr, baðstofa, gufubað kannski, geymsla, sýning á einhverjum munum, fundarstaður, bænahús, lesstofa? Fyrirgefið að mig vantar einhverjar upplýsingar um tilganginn en fyrir mitt leiti þá finnst mér að notagildi eigi að vera vitað. Ekki á þetta að vera garðprýði? Má gista þarna?

    Ágætt hjá þér Eiður að taka myndir af þessu húsi og ræða þetta.

    Með kveðju, Þórður

  5. Dröfn skrifar:

    Ég gæti ekki verið meira ósammála. Mér þykir þetta falleg áminning á sögu staðarins og mikilvægi gegnum tíðina. Sjálf á ég bróður sem er grafin að Skálholti og get ekki kvartað yfir röskun á grafarró staðarins, gefur mér og öðrum tækifæri að koma oftar, hirða um leiðin, reita arfa og njóta staðarins.

    virðingarfyllst,
    Dröfn N.

  6. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar:

    Eins og þú veist Eiður, benti ég á þátt Fornleifaverndar Ríkisins í þessu máli, m.a. hér: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1211745/

    Vandamálið var skapað hjá Fornleifavernd Ríkisins, eins einkennilega og það gæti hljómað. Stofnun sem á að vernda minjar fer í að skaða þær.

    Í desember sl. sendi ég erindi með fyrispurn um málið til Menntamálaráðuneytis og fékk svar frá Katrínu Jakobsdóttur um að svör myndu berast. Þau eru því miður ekki komin, svo einhver tregða virðst vera á því að fá svör frá þeim sem bera ábyrgð á slysinu í Skálholti. Tregðuna er líklega að finna hjá yfirmanni Fornleifaverndar, sem ég get mér til að hafi verið beðin um að koma með skýringar. Ég bíð enn.

    Sjá einnig hér: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1210676/
    og
    http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1206632/

    Það þýðir ekkert annað en að halda þessu máli heitu

    Bestu kveðjur

    Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
    fornleifafræðingur

  7. Katrín Bjarney Jónsdóttir skrifar:

    Bara fá gröfu smá stund og Árni borgar eins og fyrir annað sem honum langar til burt með þetta núna !!!!!!!!!

  8. FDK skrifar:

    Mér er sama um Skálholt og hef ekki haft áhuga á þessu máli hingað til. En þegar ég sé þessar myndir verð ég að vera sammála þér. Þetta torfkofaskrifli er forljótt og hreint skemmdarverk á umhverfinu þarna.

  9. Ingibjörg skrifar:

    Þetta er hræðilegt. En sjálfstæðismenn á Suðurlandi verða að bera ábyrgð á Árna Johnsen. Manni dettur í hug að það ætti að innheimta hjá þeim kostnað við að rífa þennan kofa niður og ganga frá svæðinu í upprunalega mynd. Nóg er innkoman hjá þeim (a.m.k. í Eyjum).

  10. Eiður skrifar:

    Því verða kirkjunnar menn að svara.

  11. Hrekkjalómur skrifar:

    Hvernig stendur á því að Árni Johnsen er aftur kominn í sjóði almennings? Er engin leið að stöðva þennan mann?

    Hrekkjalómur

  12. Áskell skrifar:

    Þessi Þorláksbúð er ótrúlega smekklaus bygging. Staðsetningin er svo vitlaus að maður veltir því fyrir sér hvort bygginganefndin hafi yfirleitt skoðað teikningar. Ef rétt er að kirkjan hafi falið Árna Johnsen „fjárhagslega forsjá“ þá segir það meira um vitsmuni kirkjunnar manna en margt annað. /ask

  13. Eiður skrifar:

    Afsakið, —- en mann óraði fyrir, — átti þetta að vera.

  1. Skálholt: Árnastíllinn leynir sér ekki. | ERLING ÓLAFSSON skrifar:

    […] Skálholt, ansi er þetta nú ljótt.  Svartur blettur á annars ágætri konu að sleppa þessu í gegn, Katrínu Jakobsdóttur.  Og smekkleysi Árnastílsins leynir sér ekki. Eiður Guðnason tók myndina og fjallar um á vef sínum, hér.    […]

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>