«

»

Hvað skuldar fréttastofa RÚV Jónínu Ben.?

Fyrir nokkru var þrísagt  í sama fréttatíma RÚV  sjónvarps,  að forsetafrúin  væri að aðstoða við að  markaðssetja stólpípumeðferðina  sem   athafnakonan Jónína Benediktsdóttir  rekur  nú  við Mývatn. Að því var  þá vikið á þessari  síðu.  Af fréttinni var ómögulegt að  ráða annað  en að frú Dorrit Moussajeff væri einhverskonar verndari  eða markaðstjóri stólpípu- og  afeitrunarmeðferðar Jónínu.  Forsetaskrifstofan sendi  RÚV  leiðréttingu  þess efnis  að þetta væri allt  misskilningur  hjá Jónínu Benediktsdóttur og fréttastofan varð að birta leiðréttingu. .

Í kvöld var enn ítarlega fjallað  um  meðferðina  við Mývatn í fréttatíma  Sjónvarpsins. Þetta var ekki frétt. Þetta var hrein auglýsing, ókeypis  auglýsing, nokkurra  milljón króna virði. Hvar eru nú hin faglegu  vinnubrögð sem  hamrað er á  í auglýsingum um ágæti  fréttastofunnar? Þau  eru  víðsfjarri. Þetta var   ófagmannlegt.   Svo er auðvitað óþarf að  kalla þetta  „detox“. Það er  enskusletta.  Stytting á  orðinu   „detoxification“ sem á íslensku heitir  afeitrun. Hversvegna ekki kalla  hlutina  réttum nöfnum ?

Það er  auðvitað  óviðeigandi  að spyrja  hvort  Jónína hefur  boðið  starfsmönnum RÚV upp á  stólpípu  við Mývatn. Þessi mikla umfjöllun hlýtur að eiga sér  einhverjar  skýringar. Kannski á   Jónína bara svona  góða vini á  fréttastofunni.

Þessi umfjöllun er í hæsta máta óeðlileg. Vinnubrögð af þessu  tagi auka ekki traust á fréttastofu RÚV.

PS Í fréttum   Sjónvarps RÚV í kvöld  var líka  sagt  frá  „óvæntum tónleikum“ Bubba Morthens  við  Seðlabankann. Þeir  voru  nú ekki óvæntari en  svo, að  sagt var frá þeim í  fjölmiðlum í gær, – kannski var fréttastofan  þá  bara  ekki    á  vaktinni.

5 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

 1. Tora Victoria skrifar:

  Þetta sem þú ert að benda á hefur viðgengist lengi hjá RÚV. Við getum talað um listsýningar sem dæmi, sumir listamenn, en ekki aðrir, fá umfjöllun í lok frétta: „Við endum svo fréttatímann á því að líta við á myndlistasýningu …“ Sum leikhús, en ekki önnur, fá umfjöllun um nýjar uppfærslur bæði í kastljósi sem og í fréttum. Ákveðnir tónlistarmenn geta bara mætt í myndver og „plöggað“ sína tónleika eða plötu, o.s.frv.

  Það eru sum fyrirtæki með starfsmenn, svokallaða „almannatengla“ einmitt til að „búa til“ fréttir sem eru ekkert annað en dulbúnar auglýsingar.

  Þetta má alls ekki viðgangast á ríkisfjölmiðli sem á að gæta hlutleysis og jafnræðis.

 2. Marilyn skrifar:

  Er þetta ekki bara eitt dæmi um það hvernig hægt er að styrkja „sprotafyrirtæki“ 😉

 3. Ómar Valdimarsson skrifar:

  Verra er þó að þessar afeitranir eru í besta falli skaðlausar. Nýlegar rannsóknir sem ég var að lesa mér til um (m.a. í Economist) sýna fram á að 'afeitranirnar' gera ekkert gagn – nema fyrir þá sem lokka til sín trúgjarnt fólk. Hitt er svo annað, að ef maður trúir því nógu heitt að það sé gott fyrir mann að fá stólpípu, þá virkar það ábyggilega…

 4. DoctorE skrifar:

  Ég var frekar hissa á að rúv væri að plögga Jónínu Ben… með sinni skítasugu sem hún segir faktískt að leysi allan vanda… hún eiginlega talar eins og Jesúína.
  Rassskolun getur haft ýmsa kosti.. en að þetta sé eins og Jesúína segir er fjarstæða,  hún sagði líka á bloggi sínu um daginn að loka ætti lyfjafyrirtækjum… og að hún yrði viðurkennd af TR..
  Rassa Gudda Jesúdóttir. 😉

 5. Kvarði skrifar:

  Þetta er alveg rétt hjá þér og fréttamenn verða að taka sig á.  Þessi vinnubrögð þeirra eru ekki til þess að auka traust og torséð að þau gagnist almenningi.  Það verður seint sagt að frásögnin af stólpípu- og afeitrunarmeðferð teljist „human-interest“ frétt, en ef því er haldið fram verður að segjast eins og er að margt annað í samfélagi manna væri vert að fjalla um þessa dagana.

  Bubbi var búinn að boða óspart tónleikana og mótmælin í þættinum sínum á mánudagskvöldið.  Sá þáttur er algjörlega að missa marks að mínu viti og Bubbi hefur gleymt sér í þessari krossferð þannig að þáttastjórnunin líður fyrir.  Það var nefnilega áhugaverðara þegar hann hélt betri einbeitingu gagnvart gestinum sem kom í þáttinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>