«

»

Molar um málfar og miðla 941

Eftir hálftíma framlengingu og vítaspyrnukeppni (24.06.20129 hefði Ríkissjónvarpið átt að stytta eða helst af öllu sleppa innantómu fótboltafimbulfambi ,,sérfræðinganna” á sunnudagskvöld. Það var ekki gert. Fótbolti hefur algjöran forgang hjá þeim sem stýra dagskrá nauðungarsjónvarpsins í Efstaleiti .

Áskell sendi eftirfarandi (24.06.2012): ,, Pressan sagði: „Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur, en hann er með fjöláverka að sögn lögreglunnar.“
Ég hef ekki áður heyrt talað um fjöláverka og ég vil síður sjá þetta ,,orð“ á nýjan leik. Trúlega er þetta ættað úr skýrslu lögreglunnar og fjölmiðlamaðurinn hefur kokgleypt það án athugasemda.” Molaskrifari þakkar sendinguna. Hann hefur heldur aldrei séð svona tekið til orða. Það væri ekki gott ef fjölmiðlamaður fengi fjöláverka.

Undanfarið hefur íslenska Lottóið auglýst eftir vinningshafa sem nýlega vann 72 milljónir króna í Lottóinu. Þetta gæti ekki gerst í Noregi, en þetta getur gerst á Ísland .Hver eignast ósöttu vinningana í lsenska lottóínu?
Molaskrifari bjó í Noregi í fimm ár. Hann keypti stöku sinnum lottómiða. Í fyrsta skipti sem hann ,,keypti miða fékk hann lottókort sem hann síðan sýndi í hvert skipti sem hann keypti lottómiða. Hefði hann hlotið vinning vissi stjórn norska Lottósins um leið hver átti miðann. Þar eru þessvegna ekki neinir ósóttir vinningar.

Enn kalla sumir fréttamenn ríkið Connecticut í Bandaríkjunum /konnekktikött/. ( íþróttafréttir Stöðvar tvö 23.06.2012). Nafn ríkisins er borið fram /konnetikött/. Villan heyrist aftur og aftur.

Bjðrn Bjarnason skrifaði nýlegan langan pistil á heimasíðu sínu um bændur og ESB: Hann segir: ,,Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa á skipulegan og málefnalegan hátt fylgst með framvindu ESB-aðildarumsóknar Íslands frá því að hún kom til sögunnar 16. júlí 2009” Björn gleymir alveg að nefna málefnalegasta framlagið frá forystumönnum bændastéttarinnar á Íslandi, – nefnilega að ungt fólk, ungir bændur íslenskir yrðu skyldaðir til að gegna herþjónustu í ímynduðum her Evrópusambandsions., Mér finnast að Björn hefði átt fjalla ítarlega um þetta mikilvæga mál. Kannski gerði hann þasðp ekki vegna .þess að þetta er ekker mál, – heldur hugarburður manna sem einskis svífast í áróðri auknu alþjóðlegu samstarfi. .

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. – . ESG

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Jói skrifar:

    Ætli starfsmenn Visir.is séu farnir í sumarfríið?
    Þetta er hræðilegt!

    http://www.visir.is/mordrannsokn-eftir-gassprengju-i-oldham/article/2012120629041

  2. Guðmundur Steingrímsson skrifar:

    Hef oft heyrt talað um fjöláverka en það er væntanlega tilraun til að þýða það sem enskumælandi kalla „Multiple trauma“ sem skv. orðabók er „a number of injuries sustained during the same accident or assault“

  3. Eiður skrifar:

    Já, það er víða pottur brotinn.

  4. Sigurður skrifar:

    Datt inn á þetta nú í hádeginu á visir.is: „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á“.

    http://www.visir.is/anders-limpar-likir-george-graham-vid-saddam-hussein/article/2012120629171

    Ég verð að viðurkenna að jafnvel þó málfar sé á köflum ákaflega dapurt á vefmiðlum, þá sérstaklega er varðar íþróttir, er þetta með því allra slappasta. Ekki bjóðandi.

    Svo er myndin (af tveimur mönnum) sem fylgir fréttinni og textinn fyrir neðan myndina, klúðursleg. Þó ég viti hvernig umræddur maður lítur út og einnig sá sem er með honum á myndinni, er ekki þar með sagt að allir geri það. Vantar að segja hver hann er af þessum tveimur. Því miður allt of algengt að fólk viti fyrirfram við hvað/hvern er átt.

    Fyrst ég er að nefna skrif um íþróttir, þá vil ég benda á fremur hvimleiðan ávana, sem virðist vera orðin allsráðandi. Sérstaklega á heimasíðum íþróttafélaga. En það er að tala um „flokk“ (í þgf) í stað „flokki“. Þ.e. „strákarnir í 5. flokk höfnuðu í efsta sæti“ í stað „strákarnir í 5. flokki……

    Annars, takk fyrir góða mola.

  5. Arnbjörn skrifar:

    Ensku heitin Bicester, Leicester, Worcester, Arkansas, Plymouth, Newcastle eru líkt og Connecticut erfið í framburði fyrir þá sem hafa ekki mikið vald á enskri tungu en þar er stafsetningin, eins og kunnugt er, mjög frábrugðin hljóðrituninni. Eg man hve hissa eg var þegar eg sá fyrst ‘martial law’ fyrst á prenti enda hafði eg hugsað mér lög sem marskálkar höfðu sett. Stafsetningarþrautin ‘Chzechoslovakia’ er svo annað dæmi um orð sem hefir reynst mörgum þung í skauti.

  6. Sigurður Karlsson skrifar:

    Ætli andheiti fjöl-áverka sé þá fá-áverki?

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>