«

»

Bloggvæl

 Með  reglubundnu millibili væla menn á  blogginu  um seinkanir hjá  Icelandair og Iceland  Express.  Stundum er  seinkunin    ekki mikil,  stundum talsverð. Auðvitað  skapa seinkanir ferðafólki margvísleg óþægindi. Mín reynsla  er  sú ,að  starfsfólk Icelandair  (hef sjaldnar ferðast með Iceland Express)  leggur sig í framkróka    bjarga málum. Á löngum ferðaferli  4  – 500  ferðum milli landa með íslenskum flugfélögum hefur aðeins  einu sinni komið upp tilvik, þar sem  hvorki  félagið né   viðkomandi stöðvarstjóri stóð sig  sem  skyldi.  Það er í rauninni ekki mikið.Eiginlega frábært.Seinkanir verða af óviðráðanlegum ástæðum. svo sem  slæmu veðri , bilunum eða  mikilli umferð. Lélegt heilsufar flugumferðarstjóra hefur stundum valdið  seinkunum, –  ekki bara á Íslandi.Flugfélögin tapa á seinkunum. Þessvegna er  kapp lagt á að halda áætlun. Íslensku flugfélögin veita  góða þjónustu. Það verða  seinkanir  hjá þeim   eins og  öðrum félögum.Ég minnist þess ekki að hafa séð  væl á vef  Moggans um seinkanir hjá SAS, BA,Lufthansa  eða öðrum erlendum félögum. ES:  Meðan ég var að skrifa þetta var tilkynnt   4 klukkustunda seinkun á flugi Atlantic  Airways frá Vágum til  Reykjavíkur. !  Það breytir mínum áætlunum. En hvað með það ?  Bloggvæl breytir  engu þar um.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>