«

»

Mogginn er ekki dagblað

Fyrir  býsna löngu  var ég staddur á mannamóti þar sem  voru allmargir blaðamenn áamt fleira  fólki. Man ég þá , að   doktor Ármann Snævarr,sem þá var háskólarektor,   varpaði fram  þeirri spurningu hvað  væru mörg  dagblöð á Íslandi.

Menn fóru að telja.  Fimm,var svarið.  Fjögur  morgunblöð og  eitt síðdegisblað (Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir  og  Þjóðviljinn)   Nei,  sagði, Ármann Snævarr. Það er  ekkert   dagblað á íslandi. Það er ekkert blað sem kemur út alla  sjö  daga vikunnar. Hárrétt.

Þetta rifjaðist upp  fyrir mér um  fimmleytið í dag , þegar   sunnudagsmogga var  stungið inn um póstlúguna á útidyrahurðinni.   Þótt Moggi kom út  sjö sinnum í  viku er hann enn ekki orðinn dagblað. Það sem gerist síðdegis á laugardögum og  sunnudögum kemur  fyrst fyrir sjónir lesenda á mánudagsmorgni.

Einhverntíma í kringum  1970   vorum  við sjónvarpsmenn   við hafnarmynnið  í Reykjavík eftir  hádegið á  laugardegi  en  von  var á togara  til hafnar, sem hafði fengið á sig  brotsjó og laskast. Þar var líka ljósmyndari  Morgunblaðsins. Sunnudagsblaðið var þá  farið í prentun og næsta blað ekki væntanlegt fyrr en  á þriðjudag.   – Mér varð á að   segja  við  ljósmyndarann. – Þú ert að taka í þriðjudagsblaðið.  Hann tók því  fálega.

Áhorfendur   sjónvarpsins  sáu myndir af  togaranum  fáeinum klukkustundum eftir að hann kom til hafnar, en lesendur Mogga á þriðjudagsmorgni..

 

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Ágúst Ásgeirsson skrifar:

    Þakka þér, nei það vantar eiginlega ekki orð í lokin. Orðið áður er strax á undan síðustu kommunni. Það hefði kannski farið betur á því að hafa þetta orð aftast, þ.e. á eftir „nokkrum dögum“. 

  2. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

     Þakka þér athugasemdina  og málfarsábendinguna. Það er  alveg rétt hjá þér ,að ég hefði átt að gefa mér  betri  tíma  til  að lesa þetta yfir. Ísland  með  litlum staf , vöntun á orðabili og kommuvillur  eru  auðvitað  hlutir sem ég tek  grafalvarlega.

     En er ekki lokasetningin í athugasemd þinni eitthvað endaslepp? Vantar ekki orð á  eftir „..nokkrum dögum“ ? 

  3. Ágúst Ásgeirsson skrifar:

    Mér finnst það ekki til fyrirmyndar – og jafnvel fremur ódiplómatískt – að setja út á málfar og texta annarra þegar menn sýna sjálfir óvönduð vinnubrögð við textasmíð.

    Út af fyrir sig er hægt að taka undir málfarslegar athugasemdir í klausum þínum, en í klausunni einni um að Mogginn sé ekki dagblað eru a.m.k. átta atriði sem finna má að. Það alvarlegasta er líklega að Ísland er skrifað með litlum staf! 

    Staf vantar í orðið ásamt, kommur eru ranglega staðsettar (þá , að og dag , þegar)eða óþarfar (sagði, Ármann) og orð renna saman í eitt oftar en einu sinni (Snævarr,sem og Fimm,var) .

    Þetta flokkar þú vonandi ekki undir væl! 

    Skiptir svo nokkru máli hvort Mogginn er dagblað eða ekki? Er ekki aðalatriði að þar er á ferðinni fyrsta flokks fréttamiðill? Þú færð alla vega sjö blöð í viku? Og það var (og er kannski enn?) oft þannig að þá fyrst fengu menn raunverulegu fréttirnar þegar þær komu í Mogganum þótt þær hefðu birst að einhverju leyti í útvarpi eða sjónvarpi áður, jafnvel nokkrum dögum!

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>