«

»

Molar um málfar LXXIII

Árna Þór setur niður með því að setja þetta herbergismál í pólitískt samhengi. Þetta  skrifar  skrifstofustjóri  Framsóknarflokksins í vefritið Pressuna (22.05.09.). Hann er  er að  skrifa  um  húsnæðismál innan veggja   Alþingishússins, sem  eru  Framsóknarmönnum hugleiknari en húsnæðismál almennt þessa dagana.  Talað er um að  einhver  setji niður , ef hann  lækkar í áliti . Það á ekki  að  segja  að  Árna Þór  setji niður. Heldur  ætti þarna  að  standa  Árni  Þór  setur niður.  Svo geta  menn  deilt um  hvort svo sé  eður ei. Þessi  villa  er orðin býsna algeng.

Hér  hefur  að minnsta kosti  tvisvar sinnum verið  vikið   að  merkingarmun  orðanna   eftirmál og  eftirmáli.  Þessu  er sífellt  ruglað  saman.   Á  Vefvísi  stendur (22.05.09.) Kaupin áttu sér stað skömmu fyrir fall Kaupþings s.l. haust og hafa töluverðir eftirmálar orðið síðan. Hér á  að  sjálfsögðu að  standa: .. og hafa   töluverð  eftirmál   orðið  síðan. Þetta er  reyndar   ekki mjög   þjált  orðalag. Skárra hefði verið að  segja:… og hafa orðið  af þeim  töluverð eftirmál.  Eftirmáli   er  hinsvegar stuttur kafli,  skýring  eða  þakkir  í bókarlok.

Fréttamaður Stöðvar tvö sagði  (22.05.09.)um  nýopnað  stólpípuhótel á Miðnesheiði, að herbergin  gætu rúmað  tvo einstaklinga.  Það var greinilega  pláss fyrir   fleira  fólk í  því herbergi sem  sýnt  var. En herbergið var það sem  á venjulega máli er  kallað  tveggja manna herbergi. Stöð tvö  féll í þann pytt  að  auglýsa  skottulækningar   í  fréttatímanum  þetta kvöld.    Það var annars óborganlegt  að heyra  ameríska sérfræðinginn segja   frá því að ef maður  hefði  étið Barbídúkku eða  einhvern líkamspart  slíkrar dúkku sem  barn gæti hann látið þetta  ganga niður með  stólpípunni!  Hvar ætli menn    læri  til sérfræðingsgráðu í stólpípufræðum ?  Enn stendur  sú  staðreynd að  enginn íslenskur læknir  hefur  viljað leggja  nafn  sitt  eða  starfsheiður við þetta  plokk. Sem er  skiljanlegt.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Gústaf Hannibal skrifar:

    Það er líka algjörlega ástæðulaust að fara í þessa meðferð. Til eru vefsíður sem hjálpa manni að gera þetta sjálfur eins og má sjá hér: http://www.geocities.com/valerie_cct/enemas.html

  2. Eygló skrifar:

    Vildi gjarna geta reynt þetta á eigin skinni (og öðrum líkamspörtum) …  EN…… í herbergi „sem rúmar eina mannveru“ kostar 2 vikna meðferð  kr:  280.000Sæki þetta einhver, getur maður allavega glaðst yfir því að ekki séu allir á kúpunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>