«

»

Molar um málfar og miðla 1329

 

Undirfyrirsögn í DV (16.10.2013): Fyrsta sprengjan vegna Norðfjarðarganganna sprengd. Bull. Sprengja er eitt, sprenging annað. Í fréttinni segir hinsvegar: … og fyrsta sprengingin var framkvæmd á laugardag. Þarna sprakk engin sprengja. Það orðalag er út í hött.

 

Fyrirsögn í bílablaði Morgunblaðsins (15.10.2013): Rúmgóður akstursbíll er góð blanda. Akstursbíll? Eru ekki allir bílar ætlaðir til aksturs?

 

Ekki fær mbl.is sérstakt hrós fyrir þessa setningu úr frétt, sem birt var á miðvikudag (16.10.2013):  McConnell segist sannfærður um að bandarískum stofnunum, sem var lokað í upphafi deilunnar, muni nú opna á ný og að með frumvarpinu, sem hann vann að ásamt Reid, verði komið í veg fyrir greiðslufall ríkissjóðs Bandaríkjanna.

 

Úr DV (16.10.2013): ,,Sjóðsstýringarfyrirtækið Gam Management (Gamma) keypti 56 íbúðir í Kópavogi á einu bretti í byrjun september síðastliðinn”. Eðlilegra hefði verið að ljúka setningunni …. í byrjun september síðastliðins. Í sama blaði segir DV í fyrir sögn: Var bara góður díll fyrir okkur. Ekkert verið að vanda sig.

Í þessu sama tölublaði DV segir í Sandkorni:  Margir bíða þess í ofvæni að ástarsaga þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og Jónínu Benediktsdóttur, rithöfundar komi út.  Halló DV! Slæmur dagur á ritstjórninni?

 

Nú tíðkast það að þingmenn mæli fyrst fyrir málum í fréttum sjónvarps, sbr. viðtal við Björk Vilhelmsdóttur, varaþingmann Samfylkingar, í fréttum Stöðvar tvö (16.102013) þar sem hún sagði frá máli sem hún ætlaði að flytja daginn eftir eða þar næsta dag. Þetta er breyting  frá því sem áður var.

 

Ummæli mín um góðan árangur íþróttamanna hefur vakið athygli. Skrifar alþingismaður á fésbók (17.10.2013). Það var og.

 

Þegar íþróttafréttamenn boða stórfréttir þá eru þær oftast um að íþróttafélag, Fram eða FH, svo nefnd séu félög af handahófi,  hafi ráðið eða rekið þjálfara. Molaskrifari hallast að því að þorri þjóðarinnar flokki slíkar mannabreytingar ekki sem stórfréttir.

 

Í fréttum Stöðvar tvö (17.10.2013) var talað um mann sem ekki hnýtti bagga sína sömu hnútum og … Málvenja er að tala um að binda ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir. Ekki hnýta bagga sína

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>