Morgunblaðið birti um daginn myndir af veggjakroturum, sem voru staðnir að verki. Mér finnst í góðu lagi að birta myndir af bílum ökumanna,sem misnota stæði fatlaðra. Það skiptir engu hvort ökumaðurinn situr í bílnum, eður ei. Söm er gjörðin. Siðað fólk leggur ekki í stæði sem ætluð eru fötluðum. Eftir að hafa kallað mig dóna hundskaðist ökumaðurinn burt. Myndin tekin við Hagkaup í Garðabæ í hádeginu á annan í Hvítasunnu.
2 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
01/06/2009 at 20:18 (UTC 0)
Auðvitað á að birta slíkar myndir, Sem stærstar og sem oftast. Skemmdarvörgum á ekki að auðsýna neina linkind.
jonas skrifar:
01/06/2009 at 20:04 (UTC 0)
Af hverju má ekki birta myndir af skemmdarvörgum þegar þeir eru gripnir glóðvolgir við að skemma á minn og þinn kostnað?