«

»

Molar um málfar og miðla 1358

Áskell sendi eftirfarandi (20.11.2013): ,,Sæll
Þessi texti er úr mbl.is. Mér er lífsins ómögulegt að átta mig á hvernig svona rugl kemst út fyrir veggi ritstjórnar Morgunblaðsins:
44 ára kona á Nýja-Sjálandi keyrði tvisvar yfir kærasta sinn og ók bílnum þar næst út út í ár. Sjónarvottar segja að parið hafi rifist og maðurinn hafi sagt konunni að hann ætlaði að fara frá henni. Því næst keyrði hún tvisvar yfir manninn.
15 ára drengur kom manninum til bjargar ásamt öðrum á vettvangi. Sagðist hann fyrst hafa haldið að þetta væri slys, en snerist síðan hugar þegar konan keyrði aftur yfir manninn. Drengurinn, sem var að synda í á ásamt yngri bróður sínum, sá bílinn þar næst lenda í ánni.
Konan komst sjálf úr bílnum sem sökk ofan í ánna. Maðurinn dvelur nú á spítala.” Þetta er hreint með ólíkindum. Ekkert gæðaeftirlit með því sem birt er.

 

Molavin skrifaði (24.11:2013): ,,Yfirvöld sekta JP Morgan um metfé“ segir Karl Blöndal í Morgunblaðsfyrirsögn um háa fjársekt sem þessi ameríski banki þarf að greiða. Jafn reyndur blaðamaður og Karl hlýtur að vita að með ,,metfé“ er átt við verðmætan gripur, kostagrip, mikils metinn, en ekki upphæð. Hitt er svo annað mál að metfé getur selzt fyrir metupphæð.”  Molaskrifari þakkar bréfið.

 

Gunnar skrifaði (25.11.2013) og segir: ,,Orri Páll Ormarsson skrifar grein í Morgunblaðið 24. nóvember og þar stendur: „Sérstaklega ullu undarlegir kippir hjá þeirri stuttu þeim áhyggjum.“ Sögnin að valda beygist í framsöguhætti í þátíð í fleirtölu: Ollum, olluð, ollu.

Þá er frétt á mbl.is sem Andri Karl Ásgeirsson er skrifaður fyrir. Þar eru margar ambögur og innsláttarvillur, s.s.: „Maðurinn … var spurður að því hvort hann hefði verið í Fáfni, Vítisengla [Vítisenglum] eða …“. Fleira þarf að laga í þessari frétt: „… en þlá [þá] hafi hann verið í fylgt [fylgd] bróður síns …“, „… alvarlega væri vegið að ærðu [æru] mannsins“, „… hittir þá vers [verst] fyrir …“, „… og virðingaleysi [virðingarleysi] þeirra …“, „… að send hefði [hafi] verið krafa …“, „… fara fram með flennifyrirsagnir og fréttir sem enginn fótur er [sé] fyrir …“, „ … og sagði [að] þau fjalli ýmist ekki um manninn eða séu sönn …“

Þetta er með ólíkindum – ekki verður annað sagt.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>