«

»

Molar um málfar og miðla 1359

 

Það harðnar á dalnum hjá Ríkisútvarpinu. Uppsagnir og niðurskurður. Það vekur undrun og mikla furðu að sjá öfluga starfsmenn sem hafa staðið sig vel í hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréf í gær (27.11.2013). Hvaða reglum var fylgt? Voru þetta bara geðþóttaákvarðanir yfirstjórnarinnar? Víða mætti í Efstaleitinu. Tíu milljóna laugardagsþátturinn mætti missa sín Hann er  misheppnaður og greinilega rándýr í framleiðslu , en Ríkisútvarpið greinir aldrei því hvað einstakir þættir kosta. Svokallaðar  Hraðfréttir mættu hverfa. Fleira mætti telja. En þetta eru auðvitað persónulegar skoðanir Molaskrifara. sem finnst afar slæmt að dregið verði úr fréttaþjónustu Ríkisútvarpsins Vönduðum þætti eins og  Speglinum verður vonandi hlíft. Sjónvarpsstöðvaranar ÍNN og N4 hafa sýnt  að hægt er að gera prýðilegt sjónvarpsefni með litlum tilkostnaði. Ríkisútvarpið gæti ýmislegt lært af þeim.

 

Þátturinn Orðbragð þeirra Brynju Þorgeirsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar í Ríkissjónvarpinu fór prýðilega af stað. Þau og aðrir sem að þættinum standa   eiga hrós skilið. Vonandi verður framhaldið jafngott.

 

Bergur benti á eftirfarandi af dv.is (26.11.2013): ,,Charles Saatchi sakaði fyrrverandi eiginkonu sína, sjónvarpskokkinn Nigellu Lawson, um fíkniefnaneyslu í tölvupósti.“ –   Það eru greinilega ýmsar leiðir til neyslu fíkniefna.

 

Gamall starfsfélagi benti á þetta  , visir.is (26.11.2013): ,,Bendtner var handtekin fyrir að skemma nokkra bíla í sama mánuði og fyrir tveimur árum ógnaði hann hótelgesti í Elsinore.” Það er margt undarlegt sem  sleppur á skjáinn þegar eftirlit er ekkert.

 

Á mbl.is stendur (127.11.2013): ,,Ölduhæð er enn of há svo hægt sé að sigla.”

Ölduhæð er enn of mikil til þess að hægt sé að sigla, hefði verið betra.

 

Á visir.is var skrifað (27.11.2013) sagt í fyrirsögn að miðborgarbúar krefðust aðgerða vegna spennustöðvar. Í fréttinni var réttilega talað um aðgerðir vegna spennistöðvar.

 

Mennirnir mistókst verk sitt var sagt í fréttum Stöðvar tvö (27.11.2013). Mönnunum mistókst verk sitt.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>