«

»

Ríkisútvarpið og Dalai Lama

   Andlegur leiðtogi  Búddista í Tíbet  Dalai  Lama  er í einkaheimsókn á  Íslandi. Það var  svolítið ánalegt þegar einn aðstandenda  þessarar  heimsóknar  sagði í viðtali við Ríkisútvarpið: Við  erum bara að  flytja  Dalai Lama inn.  Annars þykir  mér  hlutur    Fréttastofu  Ríkisútvarpsins í þessari   einkaheimsókn  Dalai  Lama  býsna sérkennilegur.

   Þessari  einkaheimsókn eru  gerð  betri  skil  hjá  Fréttastofu RÚV  en mörgum opinberum  heimsóknum erelndra þjóðhöfðingja. Ríkisútvarpið  sendi   tvo  starfsmenn  til Indlands   til að  ræða  við  Dalai Lama áður en  hann  heimsótti Ísland með  fjölmennu  föruneyti.   Eitthvað hefur það  ferðalag kostað, – greiddi kannski einhver annar aðili  ferðakostnaðinn. Ef  svo er,  ber RÚV  skylda  til að upplýsa  áhorfendur um það. Sá sem  þetta skrifar hefur oftlega gagnrýnt   forseta lýðveldisins , en það  er fáránlegt  að gagnrýna  forseta Íslands  fyrir  að vera ekki á landinu, þegar  þessi andlegi  leiðtogi  Tíbeta  kemur í   einkaheimsókn.  Ekki  ber    forsætisráðherra  né   öðrum ráðherrum  sérstök  skylda til að  funda  með  þessum ágæta manni þegar  hann kemur  hingað í einkaerindum.  Samt hefur næstum því  hver einasti fréttatími RÚV verið notaðaur  til að hnýta í ráðherra  fyrir að hitta ekki Dalai Lama.

   Einn af fréttamönnum RÚV  hefur  skrifað   sérstaka    grein í Morgunblaðið  til að skamma forsætis- og  fjármálaráðherra  vegna   þeirrar stefnu  sem  Ísland  hefur   fylgt  gagnvart Kína um langt árabil og   segist skammast  sín fyrir að vera Íslendingur. Slík greinaskrif  eru  óvenjuleg og    með þeim dæmir  þessi fréttamaður sig úr leik úr leik  í allri umfjöllun  í fréttum RÚV um  Tíbet og  Kína.

 Ekki efast ég um  að  Dalai  Lama er hinn mætasti og merkasti maður. Ég geri hreint ekki lítið úr því.  Bækur Pico Iyers  um  Dalai  Lama , t.d. The Open Road, eru áhugaverður lestur.  Á engan  hátt  skal  lítið gert úr  Dalai Lama, en  það er   rangt að misnota opinbera  fréttastofu í hans  þágu. Eru einhver sérstök  tengsl    milli  Fréttastofu RÚV og þeirra sem  standa að þessari  einkaheimsókn ?   Það er áleitin spurning.

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Eftir minni máltilfinningu er þetta hvoru tveggja  í lagi.  En  ef til vill er eðlilegra  að hafa  viðtengingarháttinn.

  2. Silja skrifar:

    ,,Ekki efast ég um  að  Dalai  Lama er hinn mætasti og merkasti maður.“
    Er ekki betra að segja ,,Ekki efast ég um að Dalai Lama sé hinn mætasti og merkasti maður“?
    Spyr því ég er ekki viss um þetta sjálf 🙂

  3. Jón Óskarsson skrifar:

    Þetta var þarft innlegg og ber að þakka það. 

    Umfjöllun RÚV um Dalai Lama og hvernig fréttastofan reyndi ítrekað að gera ráðherra að sakamönnum fyrir að vilja ekki staðfesta fundi með honum og reyna að telja þjóðinni trú um að  þetta væri eitthvað sem þeim bæri að gera var stofnuninni til skammar. 

    Það er ekki bara á málfarssviðinu sem sumir fréttamenn eru ekki starfi sínu vaxnir  heldur gera þeir sér ekki grein fyrir hvar mörk frétta og auglýsinga liggur. 

    Svo hitt eins og þú bendir á þá hafa þeir sumir fréttamanna ekki hlutleysishugtakið alveg á valdi sínu og fara offari í að koma sjónarmiðum sínum fram í fréttum. 

    Eins og sagt er: Það þarf að hreinsa víðar til en í bakakerfinu.

  4. DoctorE skrifar:

    Dalai Lama er bara gamall karl í teppi.. alger óþarfi að ræða við karlinn.. .sérstaklega þegar horft er til þess að munkar voru síst skárri en kínverjar.

  5. Eiður skrifar:

     Takk fyrir þetta Lana Kolbrún. Þetta er með því allra  versta sem ég hef  séð. Hreint út sagt ótrúlegt!

  6. Lana Kolbrún Eddudóttir skrifar:

    Þetta er með kveðju frá þýðingadeild vísis.is – birt kl. 21:36 – hvernig líst þér á ?

    „Mynd af risa marglyttu hefur birst á breskum akri í Kingstone Coombes, Oxfordskíri en ekki er vitað hvernig hann komst þangað, það er að segja, hver bjó hann til. Um er að ræða svokallað hringamynstur en á frummálinu heitir það Crop Circle. Margir telja að þeir séu búnir til af risavöxnum geimskipum eða framandi verum. Það var svo nú nýlega sem risastór marglytta birtist á akrinum en hún er um 600 fet. Ekki er vitað hvernig eða hver bjó þessa risa marglyttu til. Það hefur verið sýnt fram á að fólk geti búið til slíka hringi hafi þeir metnað til. Þó vilja hinir trúuðu meina að einhverjir þessara hringja og mynstra sé ekki hægt að útskýra með jarðneskum hætti. Þeir sem hafa áhuga má lesa frásögn The Sun af málinu.”

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>