«

»

Framíköllin á Alþingi

 Framíköll  hafa  lengi tíðkast á  Alþingi. Fram undir þetta hafa þau  takmarkast  við hnyttin innskot, sem kannski  hafa slegið ræðumann svolítið út  af laginu en vakið kátínu í þingsalnum. Nú eru   hinsvegar  svo komið  að  stjórnarliðar   fá ekki  lengur  hljóð í  ræðustóli  fyrir  taugaveiklunarframíköllum þingmanna  Framsóknarflokks  og  Sjálfstæðisflokks. Þetta er  auðvitað  virðingarleysi   fyrir  skoðunum annarra,  virðingarleysi  fyrir  Alþingi og  virðingarleysi  fyrir þeim sem  heima  sitja og  fylgjast  með umræðum í sjónvarpi.

Þingmenn  Framsóknarflokks  og  Sjálfstæðisflokks hegða sér  eins og  óþekkir krakkar. Forðast málefnalegar umræður og  vilja   helst ekkert  ræða  nema   fundarstjórn  forseta og  störf þingsins. Undir þeim dagskrárliðum   fara þeir  út og  suður  ræða allt milli himins og jarðar og  brjóta  lög um þingsköp. Þarna eru þingmenn Framsóknar sýnu verstir.  Það er eins og þeir haldi að þeir séu   staddir á málundi í unglingaskóla en ekki á löggjafarsamkomu  þjóðarinnar. Það vekur athygli margra , að  þingreyndasti  þingmaður  Framsóknar Siv Friðleifsdóttir  tekur ekki   þátt í þessum fíflagangi  flokksbræðra og systra sinna.

5 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Bæti því við, að ég hef heldur ekki sé nýjan þingmann, Guðmund Steingrímsson, taka þátt í fíflaganginum. Það er honum til hróss.

  2. Oddur Ólafsson skrifar:

    Simmi Doomsday yrði góður í samningunum.

    Hann myndi kýla Gordon Brown kaldan.

    En hvað hefur SDG annars gert um ævina?  Samið um kaupið í Kastljósi?

    Hvaða störf hefur hann unnið?

  3. Ína skrifar:

    Ég hef tekið eftir þessu líka. Það er eins og einhver skríll sé mættur þarna í þingsal. Framsóknarmenn eru eins og krakkakjánar og ég tók eftir því í gær að ný framsóknarþingkona talaði með sérlega leiðinlegum tón úr ræðustól sem mér fannst beinlínis dónalegur. Ég myndi aldrei kjósa þetta fólk til forustu því þau virðast ekki átta sig á í hverju starf þeirra er fólgið á alþingi. Gagnrýna en koma ekki með nein málefnaleg rök fyrir neinu. Svo vogar Sigmundur Davíð sér að segja að ef Icesave verði samþykkt þá þurfi að koma þessari stjórn frá !!! Bíddu, hvað eru þau mörg? Hvað heldur hann eiginlega að hann sé? Kjáni !

  4. Jón Óskarsson skrifar:

    Þetta er fólkið sem vill gera betri samning við Breta og Hollendinga. 

    Alkunnir mannasiðir Eyglóar Harðardóttur og Sigmundar Davíðs kæmu okkur langt.

    Eða hitt þó heldur!

  5. Mr. Jón Scout Commander skrifar:

    Vil taka undir þetta og oft er eins og lamið sé í borðin í salnum með einhverjum hætti.

    Þetta er mjög hvimleitt og þreytandi til lengdar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>