«

»

Ég tek ofan fyrir …

 … Steingrími J. Sigfússyni. Hef  sjaldnast verið sammála honum í pólitík, en eftir hrunið í haust hefur  Steingrímur komið fram sem traustur og kjarkmikill stjórnmálamaður. Ég minnist  heimsóknar hans  til Færeyja rétt í kjölfar hrunsins. Þá   flutti hann ræðu    yfir  færeyskum þingmönnum. Þar  talaði Íslendingur en ekki VG pólitíkus. Það var góð ræða.  Einn  eða  tveir  þingmenn  reyndu þá að etja honum  í pólitískan hanaslag. Hann lét ekki undan þeirri freistingu. Nýlega heyrði ég stjórnmálamann segja, að bestu meðmælin með  Icesave -samkomulaginu væru þau  að Steingrímur  hefði  skipt um  skoðun og lagt  sitt  pólitíska líf  að veði  fyrir því að samkomulagið  fái meirihluta  á  Alþingi.  Það þarf kjark  til að gera  slíkt.

Ég hef  ríka sannfæringu  fyrir því, að  rétt sé að samþykkja  Icesave samkomulagið.  Allir  aðrir kostir eru verri. Allt   tal um að   rífa  þetta samkomulag  í tætlur og fá  betri  samning  finnst mér  fjas eitt. Líklegra er að  við  fengjum lakari samning. Það er að minnsta kosti jafn líklegt. Fái Icesave  ekki meirihluta á  Alþingi er stjórnin fallin og  við blasir  glundroði. Það er einmitt það sem  formenn Sjálfstæðisflokks og  Framsóknarflokks  róa nú öllum árum að  í sínu  fullkomna ábyrgðarleysi.  Það bætir ekki stöðuna að nánast   í hverjum  fréttatíma ríkisfjölmiðlanna eru kveikt  ný  villuljós, eins og  þegar nýlega var haft eftir  íslenskum hagfræðingi í London, að  nú hefði  ástandið  batnað  svo mikið í Evrópu  að hægt væri að ná  betri samningum.  Fréttamanninum láðist hinsvegar alveg að   spyrja í hverju sá mikli bati  væri  fólginn.  Þegar viðskiptaráðherra segir á  Alþingi að  við getum   ágætlega staðið undir  þeim skuldbindingum sem Icesave hefur í för með sér , hlustar  Spegill   RÚV bara á  sérfræðing í háskólanum, sem  hefur  þóknanlegar  skoðanir á  Icesave.

Gamall þingflokksformaður  skilur ekki að Guðfríður Lilja  þingflokksformaður  VG  skuli ekki geta gert upp  hug sinn  til málsins og  enn verr gengur  honum að skilja  að  ráðherra  VG, Ögmundur  Jónasson  skuli heldur ekki hafa skoðun á málinu.  Það er ekki kjarkað lið sem  stendur  Steingrími næst.  Það er ekki nóg að vera  í stjórn  bara til að  styðja auðveldu málin. Það þarf kjark  til að  taka  á þeim vondu málum sem  nú eru  næst okkur og krefjast þess að  við öxlum ábyrgð og  stöndum við  gefin  fyrirheit.Stöndum við það sem hefur verið sagt af hálfu þjóðarinnar.  Þann kjark hafa  þau  Jóhanna og  Steingrímur.

mbl.is Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar

14 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. ElleE skrifar:

    Við ættum ekkert að skrifa undir Icesafe skuldir óreiðumanna eða glæpamanna ein og mál standa nú.  Og það þýðir ekki að sparifjáreigendurnir ættu ekki að fá peningana sína aftur. Náum óreiðu- og/eða glæpa-mönnunum og öllu sem þeir hafa.  Og með góðu eða illu.   

  2. Baldur Kristjánsson skrifar:

    Takk fyrir pistilinn Eiður! Kv. B

  3. Gunnar Th. Gunnarsson skrifar:

    Þú segir Eiður: „Ég hef  ríka sannfæringu  fyrir því, að  rétt sé að samþykkja  Icesave samkomulagið“.

    Ég segi að það þurfi einfaldlega að gera annað Icesave samkomulag, svo hægt sé að samþykkja það. Að láta afdankaðan komma sem kominn er á pólitískt elliheimili (sendiherra) leiða samningagerðina, var slakur leikur af hálfu stjórnvalda. Það þarf harðan kapitalista í slíkt verk. Ég vildi frekar sjá t.d. Björn Bjarnason í því hlutverki.

  4. Jón Þór Helgason skrifar:

    Sæll Eiður,

    ég staldraði við þetta hjá þér;

    Ég hef  ríka sannfæringu  fyrir því, að  rétt sé að samþykkja  Icesave samkomulagið.  Allir  aðrir kostir eru verri. Allt   tal um að   rífa  þetta samkomulag  í tætlur og fá  betri  samning  finnst mér  fjas eitt. Líklegra er að  við  fengjum lakari samning. Það er að minnsta kosti jafn líklegt.

    Eins og ég les þetta þá hefur þú ekki vit á því sem þú ert að segja.  Skoðum það sem við fáum.

    1. Breska og Hollenska ríkið fara ekki í mál við okkur útaf icesave?  Hvers vegna ættu þeir að gera það? Þá þurfa skattgreiðenur í þessum löndum að greiða meira vegna þess að þeir fá líka greitt út úr eignum Landsbankans í UK.  Þeir væru bara að skjóta sig í fótinn!

    2 Bretar sleppa frá hriðjuverkalögum. ég minni á að draumastofnun gamalla krata eins og þín, Evrópudómstólinn er búinn að dæma Breta fyrir brot á lögum vegna þess að Bretar notuðu hryðjuverkalög á mann sem var tendur Al-Kaíta.  Ok, hann var líklegri til standa fyrir hryðjuverkum en Íslenska þjóðinn.  eða hvað finnst þér?

    3. Vextirnir eru skelfilegir.  50%-60% greiðast upp á þessu (ef vel gengur ) á næstu 5 árum.  Liborálag miðað við grunnvexti í UK eru um 3-4%  Sem er gríðarlega hátt!  Taktu eftir því að Steingrímur Jóð er að semja við Norðulandaþjóðirnar í breytilegum vöxtum!  Enda skynsamlegra.  1% lækkun á vöxtum er 6,5 milljarðar!

    4. Evrópusambandið þarf ekki að bera á byrgð á eigin heimsku, nú frekar en fyrri daginn. Hvers vegna er það ekki gert. Ekki í mál við Breta eða Hollendinga, heldur ESB vegna galla í eigin lögum!  Samfylkinginn vill það að sjálfsögðu ekki, því að þá minnkar líkurnar á því að hægt sé að pína Ísland inní ESB.

    5. Að senda 2 jafnaldra þína(reynar aðeins yngri) og láta þá semja við þaulreynda lögfræðinga og sérfræinga frá UK.  þessir tveir sérfærðingar eru stúdent og hagfræðingur (. Menn á þessum aldri er hætt við að halda að þeir séu mestir og bestir, svona eins og embættismenn og stjórnmálamenn hafa látið í gegnum tíðina. Hvaða samninga hafa þessir menn komið að, Svavar að barnaláninu fræga, Indriði að því að semja við BSRB!  Þessi reynsla skiptir engu máli þegar er verið að semja við Icesave. Þessir menn eru bara kjánar að halda að þeir geti átt roð í reynda samningamenn.

    Síðan heldur þú áfram.

    Það bætir ekki stöðuna að nánast   í hverjum  fréttatíma ríkisfjölmiðlanna eru kveikt  ný  villuljós, eins og  þegar nýlega var haft eftir  íslenskum hagfræðingi í London, að  nú hefði  ástandið  batnað  svo mikið í Evrópu  að hægt væri að ná  betri samningum.  Fréttamanninum láðist hinsvegar alveg að   spyrja í hverju sá mikli bati  væri  fólginn.  Þegar viðskiptaráðherra segir á  Alþingi að  við getum   ágætlega staðið undir  þeim skuldbindingum sem Icesave hefur í för með sér , hlustar  Spegill   RÚV bara á  sérfræðing í háskólanum, sem  hefur  þóknanlegar  skoðanir á  Icesave.

    'Eg er sammála þessu, en það gleymdist líka að minnast að yfirleitt er bara talað við þá sem hafa jákvæðar skoðanir á ESB. (finnst mér)þú skoðar bara það sem ég er búinn að skrifa hér uppi.  Þetta eru allt góð rök fyrir að hafna Icesave ruginu hans Indriða og Svavars 

    Gamall þingflokksformaður  skilur ekki að Guðfríður Lilja  þingflokksformaður  VG  skuli ekki geta gert upp  hug sinn  til málsins og  enn verr gengur  honum að skilja  að  ráðherra  VG, Ögmundur  Jónasson  skuli heldur ekki hafa skoðun á málinu.  Það er ekki kjarkað lið sem  stendur  Steingrími næst

    Eru hissa á að Liljurnar og Ögmundur vilji ekki samþykkja ríkisábyrgð uppá 300 til 700 milljarða?  Ok. þú færð þín eftirlaun sem ráðherra og sendiherra en Ögmundur sér framá fækkun ríkisstarfsmanna og minnkun á velferðarkerfinu.  Lilja Mósesdóttir er hagfræðingur og veit meira um þetta mál en þú!  Guðfríður Lilju þekki ég ekki, en hún kemur vel fyrir.

    Talandi um kjark.  Segðu mér hversu margar óvinsælar ákvarðanir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók sem borgarstjóri og ráðherra.  Engar, hún borgaði sig frekar frá málunum.  Síðan var það áhennar vakt, að icesave stækkaði um 400%!  Það talar enginn um það!  'Onýtjungurinn Björgvin Sigurðsson skyldi ekki útá hvað starfið gekk! Skoðaðu hvað blessaður drengurinn er búinn að gera á Þingmannatali Alþingis.  Hann er að verða 40 ára og hefur aldrei unnið neitt sem skiptir máli! 

    Kjarkur þessa fólks er líka kjarkur þess sem veit að er á síðasta snúnig. Steingrímur Joð mun ekki fá að sita aðra ríkisstjórn en þessa Eins er að hann er upptekinn að breyta samfélaginu í Jafnaðarmannaríki.

    Að mörgu leiti er sjórnmálabaráttan í dag að snúast um gömlu pólitíkina (sem eru núna vinstri menn, íþróttakennarar, jaðrfræðingar, mannfræðingar og flugfreyjur) og nýju pólitíkina sem eru hagfræðingar, sérfræðingar og menn með reynslu úr atvinnulífinu.  Reynar eru of margir fjölmiðlamenn á þingi, sem spyrja hvað get ég gert fyrir ykkur, þjóð?  ég hef ekki áhyggur af því. Kröfur kjósenda munu aukast hér eftir á hvaða þekkingu menn hafa. 

    Þú er angi að gamla kerfinu, þín þekking er lögnu úrelt, þú skilur ekki hvað þetta fólk sem er á móti icesave er að hugsa. við skiljum ekki hvað þú varst að gera á alþingi öll þessi ár.  Þú og þín kynslóð bjó til klíkuskapinn í stjórnkerfinu sem við erum að berjast við í dag. 

    ég les útur þessari grein þinni að þér er alveg sama um okkur fólkið sem er í vandræðum í dag. Þú verður 70 ára á árinu búinn að hafa þægilega vinnu og fyrirhafnarlaust líf meira og minna alla ævi, verndaður af flokknum.  Þínar áhyggur snúa ekki að landinu, heldur frekar að pólitíku félögum þínum sem eru huganlega að tapa stríði sem þeir voru svo firrtir vaða útí.  Og ef þeir vinna tapar þjóðinn. Þann sigur vill þú fá. Þetta fólk mun þá gleðjast yfir þeim sigri.

    Fólki eins og þú sem er alveg sama um fólkið í landinu, það er bara að hugsa um eigin frama.

    kv.

    Jón Þór Helgason

  5. Oddur Ólafsson skrifar:

    Góður pistill!

  6. Eggert Guðmundsson skrifar:

    Ég er sammála þér Halldór.  Ef allir Alþingismenn fylgja sinni eigin sannfæringu, þá þarf ekkert að óttast. Ég get ekki ímyndað mér að þeir færu að setja íslendka þjóð  í þennan skuldaklaf í viðbót við lán IMF og lán norðurlanda. Ég tala ekki um að fara að undirskrifa nokkurn samning, fyrr en samþykki annnara kröfuhafa í  EINKAFYRIRTÆKIÐ Landsbanki Íslands, samþykki þessa ráðstöfum eigna þeirra.

  7. Jón Óskarsson skrifar:

    Góður pistill.   Ég held að Liljurnar í VG og Ögmundur skynji ekki hvað formaður VG leggur undir í þessu máli.

    Ef þau verða til þess að málið verður fellt þá mun Steingrímur samstundis segja af sér ráðherraembætti og jafnvel biðjast lausnar frá þingstörfum. 

    Þau kveikja ekki á þessu og þeirri ábyrgð sem þau kalla yfir sig að verða að mynda starfhæfan meirihluta á þingi með íhaldinu, framókn og borgaraflokknu. 

    Sjálfsagt nær sá meirihluti betri niðurstöðu í málinu.

    Tala nú ekki um ef Sigmundur Davíð leiddi viðræðurnar af sinni alkunnu kurteisi. 

  8. Halldór Grétar Einarsson skrifar:

    Ég tek ofan fyrir Steingrími J og ég tek ofan fyrir Guðfríði Lilju og Ögmundi. Allt fólk sem kynnir sér málið vel og kemst að sjálfstæðri niðurstöðu. Þannig þingmenn vill þjóðin hafa og þannig þingmenn þurfum við nauðsynlega þegar svona stór og erfið mál koma upp. Ef allir þingmennirnir myndu taka sjálfstæða afstöðu þá trúi ég því að við fáum bestu niðurstöðuna.

    Ég tek líka ofan fyrir Eiði að hafa kynnt sér málin og komist að sjálfstæðri niðurstöðu. En ég er ekki jafn hrifinn af málflutningi hans þar sem hann telur þá sem komast að annarri niðurstöðu en hann séu kjarklausir og ennþá síður hugmyndir hans um flokksaga.

    Þetta er alltof stórt mál til þess að blanda smámálum eins og hvort ríkisstjórn haldi velli eða falli inn í það.

  9. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir skrifar:

    Þakka þér fyrir þennan frábæra pistil Eiður, ég er svo sannarlega sammála þér.

  10. Haukur Kristinsson skrifar:

    Bravo, Eiður. Vel mælt. Ég held að þú hafir lög að mæla, eins og það er stundum orðað. Málið er erfitt, mjög, mjög flókið. Nú þurfum við leiðtoga. Kannski er Steingrímur rétti maðurinn. Hann er allavega kjarkmikill og intelligent. Em það er einmitt það sem marga pólitíkusa vantar; intelligence, gáfur.

  11. Eggert Guðmundsson skrifar:

    Ben.Ax.

    Rangt. Ég tel að flestir vilji borga þær skuldir sem þeir hafi stofnað til.  Hin staðhæfingin er óskhyggja.

    Að samþykkja IceSave samninginn er ekki spurning hvort menn séu hugaðir eða ekki. Ég tek hattinn fyrir öllum þeim sem ekki samþykkja þennan samning. Mér er sama í hvaða flokki þeir tilheyra.  Þetta er einungis spurning um framtíð Íslands næstu ár. VIÐ GETUM EKKI GREITT SKV. ÞESSUM SAMNINGI.

    Þeir einu sem eru með sömu samvisku á Alþingi íslendinga er flokkurinn ,SAMFYLKINGIN.  Flokkur sem samanstendur af fólki sem svífst einskis til að ná sínum markmiðum fram. Eini flokkurinn sem hefur sameiginlega samvisku.  Þetta fólk er rannsóknarefni fyrir sálfræðinga nútímans.  Einning má huga að Gylfa Magnússyni.

  12. Brattur skrifar:

    Mikið rosalega er ég sammála þessu… var einmitt að hugsa um það hvað við Íslendingar erum heppnir að eiga menn eins og Steingrím J. á þessum tímum… hann virðist vera að vinna fyrir þjóðina en ekki flokkinn, meira en hægt er að segja um marga aðra þingmenn… nefnum engin nöfn, þeir sjá um það sjálfir að sýna hvort þjóðarhagsmunir eru ofar flokkshagsmunum…

  13. Björn Birgisson skrifar:

    Eiður, takk fyrir þennan snilldarpistil. Ég get ekki verið þér meira sammála. VG, sérstaklega Steingrímur, er að axla þá ábyrgð sem aðrir flokkar stofnuðu til. Þeir flokkar eru á nöturlegu undanhaldi og í algjörri afneitun. Þar fara mestu aumingjar allrar samanlagðar Íslandssögunnar saman í einni lest. Takk fyrir þetta innlegg. Takk líka fyrir vangaveltur þínar um málfarið. Íslandi allt.

  14. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Enginn vill borga skuldir sínar. Ég vil að aðrir borgi skuldir mínar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>