«

»

Hið hyldjúpa spillingarfen

 Með hverjum deginum kemur  betur og betur  í ljós hið hyldjúpa, eða öllu heldur botnlausa, spillingarfen í kring um  einkavæðingu  ríkisbankanna. Tveir stjórnmálaflokkar bera höfuðábyrgðina á þessu  og þar með  hvernig  komið  er fyrir okkur, þegar  búið er að  setja  heilt samfélag á hliðina. Þessir sömu tveir  stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og  Framsóknarflokkur, að  vísu með  nýja  foringja,   ganga  nú berserksgang gegn öllu því  sem  ríkisstjórnin   reynir að  bjarga úr  brunarústunum eftir  brennuvargana úr  flokkum þeirra. Þetta er ótrúlegt upp á  að horfa. Þeir eru ekki að hugsa um þjóðarhag.  Aldeilis ekki.

  Sú var tíðin  að  státað var af því  að  hér  væri engin  spilling  og Ísland með þeim efstu á lista yfir  fyrirmyndarþjóðfélög. En það var aldeilis ekki rétt mynd. Undir  lítt  gáruðu yfirborðinu  kraumaði  stórfelldari spilling  en í  flestum öðrum samfélögum í okkar heimshluta.  Það er eins og samansúrraðar, innmúraðar smáklíkur  íhalds og  Framsóknar hafi hér  ráðið lögum og lofum og   farið sínu  fram fram í einu og öllu.

  Þetta er eiginlega  þannig, þegar allt kemur  til alls að bankarnir voru ekki seldir. Þeir  voru gefnir og  svo var þeim stolið. Það er erfitt  að hugsa þá  hugsun  til enda  að  það  hafi  verið  fámennur, kannski  20 -30 manna  hópur,  sem  rústaði hér  öllu og olli því að  tugir þúsunda  eiga nú um sárt að binda.  Skelfilegt.

 

10 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Birnuson skrifar:

    Sæll Eiður og kærar þakkir fyrir svarið. Rustaleg athugasemd mín kom til af því að mér hefur verið bent á að orðalagið rústa e-u sé villa sama eðlis og „þágufallssýki“.

  2. Eiður skrifar:

      Ágæti prédikari. Frekar  við ég eiga orðastað  við þá sem  skrifa undir  nafni en  þá sem  fela  sig  bak við dulnefni.

    Röksemdafærsla þín er í ætt  við að  kenna umferðarreglunum um umferðarslysin. Þakka  orðin um  Molana.

  3. Predikarinn - Cacoethes scribendi skrifar:

    Sæll kæri Eiður og haf þökk fyrir málfarsmolana þína.

    Hinu gleymir þú í þessum pistli þínum, að þeir sem þú kallar brennuvarga, störfuðu eftir reglum sem formaður þinn „allt fyrir ekkert“ Jón B. H. innleiddi. Þetta sama regluverk og bankaráðherrann í Samfylkingunni og bankarnir störfuðu eftir. Það læðist að mér sá grunur að þetta vitir þú mæta vel, en hafir ekki sett með í pistilinn að ásettu ráði………………………… ?

  4. Eiður skrifar:

    Rétt er það, Birnuson,  að  rústa  tekur oftast með sér þolfall. Dæmi eru líka um  þágufall.Til  dæmis  finnst mér ekkert að því að  segja: Hann rústaði innbúinu í húsi nágranna síns.

  5. Birnuson skrifar:

    Rústa tekur með sér þolfall.

  6. Haraldur Huginn Guðmundsson skrifar:

    Þröstur hvaða flokkur er svona heilagur og saklaus?ég er kannski ekki með heilabörk til að skilja það:

  7. Þröstur skrifar:

    Þið eru öll meira og minna sorgleg og fáfróð.

    Þetta helv…. flokkaröfl ykkar ár eftir ár er akkurat mergur vandamálsins. Þið sjáið ekki sannleikann út fyrir flokkaklíkurnar.

    Það er laungu orðið ljóst að raunveruleikinn að flokkurinn gengur framar landinu er búinn að rústa öllu hér.

    Það er hárrétt að Sjálfstæðismenn og Frammsóknarmenn eiga risaábyrgð. Á þá bara að kjósa söma helv. draslið aftur af því að VG og Samfylking kunna ekki að taka almennilega á vandanum ??

    Það er bera einn flokkur sem sér sannleikann þessu ollu. Flokkur sem stendur á bakvið það að Eva Jolly kom hingað. Flokkur sem Elvira Mendes lektor í Evrópurétti talar vel um og trúir á. Flokkur sem segir okkur satt og vill fá stjórnlagaþing og leggja svo sjálfann sig niður.

    Þið þurfið að fara að átta ykkur á því að aðeins þeir sem ekki hafa hagsmuna að gæta eru þeir einu sem hægt er að treysta fyrir landinu.

    Þegar þið hafið skafið flokkabókstafina af heilaberkinum á ykkur og opnað fyrir þá hugmynd að við þurfum að breyta gríðarlega á þessu landi til að eiga séns á réttlæti þá fyrst skuluð þið tala og tjá ykkur.

    Þangað til eru þið ekkert annað en sauðfé á leið til slátrunar. Ó SORRY ! Það er víst sennilega of seint.

  8. Jón skrifar:

    ómar; þetta er auðvitað öllum öðrum en SjálfstæðisFLokknum og Framsókn að kenna. Skrýtið að fólk skuli vilja klína þessu á SjálfstæðisFLokkinn, hann var jú að mestu leiti undir handleiðslu Meistarans allan þennan tíma. Góður punktur þetta með fjölmiðlalögin, þar liggur rót vandans. Hefði þessi vel unna og gegnumhugsaða lagabreyting farið í gegn, værum við í góðum málum í dag.

  9. Ómar Sigurðsson skrifar:

    Þetta er al rangt, það eiga allir flokkar þátt í þessu, en höfuð ábyrgðin er hjá útrásarvíkingunum, en þeir sem gerðu þeim kleyft að gera þetta voru Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. Með því að koma í veg fyrir að fjölmiðlalögin væru samþykkt og gera útrásarvíkingunum kleyft að eiga nær alla fjölmiðla landsinns, og þar með koma í veg fyrir gagnrýna umræðu um útrásina, sem allt þetta fólk mærði í hástert og ferðaðist með einkaþotum víkingana og skemmtisnekkjum, ber þetta fólk höfuð ábyrgðina á því hvernig komið er fyrir okkur.

  10. Eygló skrifar:

    Sérkennilegt þegar fólk notar upphrópanir, rakalausar athugasemdir ásamt rakinni ókurteisi þegar það hefur (sennilega) hvorki getu né gáfur til annars.

    Það er EKKI NAUÐSYNLEGT að allir séu sammála og þurfi maður að upplýsa það getur fólk notað „diplómatískar“ aðferðir við það. Þeir sem það kunna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>