«

»

Pólitískt hugrekki

John F. Kennedy , seinna  forseti  Bandaríkjanna,   skrifaði fræga bók, Profiles in Courage.Hún fjallaði um pólitískt  hugrekki og heiðarleika. Mesta  pólitíska hugleysi sem hugast getur  er að  sitja hjá, – þora ekki að taka afstöðu í  erfiðum málum. Þetta sáum við á  Alþingi í dag.  Þráinn Bertelsson og  Ragnheiður Rikharðsdóttir eiga mikinn heiður skilinn. Ég tek ofan  fyrir þeim.

 

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Þetta er rétt, Húsari,  orðinu mikinn  er ofaukið. Sennilega er hitt rétt athugað hjá þér líka. Viðurkenni að ég er ekki  viss í þessu.Ég er fjarri  handbókum  við  þessi skrif. Ben.Ax. Alþingismenn  eru kosnir  til að   hafa afstöðu og  skoðun á þeim málum sem koma  fram á þingi. Mér finnst það alltaf  hálf aumingjalegt , þegar þingmenn segja: Greiði ekki atkvæði.

  2. Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:

    Loksins tókst þér að gera mig ósammála þér (er þetta ekki nútíma gullaldaríslenska?). Ég er nefnilega viss um að það er meira pólitískt hugleysi að þora ekki að kjósa til alþingis en að sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Ég er einn af þeim sem er haldinn þeirri fóbíu að þora ekki að kjósa. Af þeim sökum finnst mér ég vera aumastur allra aumra.

  3. Eiður skrifar:

    Sjálfsagt er allt þetta rétt sem sagt hefur verið um bókin og víst var Joseph gamli örlátur við afkvæmi sín.Ég held reyndar að stór hluti  bóka  um stjórnmálamenn  sé   skrifaður af öðrum hvað sem höfundarnafni á kápu og kili líður.

  4. Húsari. skrifar:

    Sæll Eiður.

    Hef grun um að orðasamandið sé rétt þannig: að eiga e-ð skilið.

    Að tala um „mikinn heiður“ er nokkuð sérstakt.
    Nefnist þetta ekki ofhlæði í málfræðinni?

  5. Hildur Helga Sigurðardóttir skrifar:

    Sammála þér Eiður með Þráin og Ragnheiði. Þau virðast hafa fylgt sinni samvisku

    -og skynsemi.

    Hvað varðar bókina hans JFK, þá mun það á allra vitorði að

    1)Hann skrifaði minnst af henni sjálfur

    2) Faðir hans Joe K. keypti handa honum Pullitzer verðlaunin fyrir hana.

    Leiðist þó að skemma góða tilvitnum, enda stendur efnið eftir.

    Bestu kveðjur,

  6. Steingrímur Kristinsson skrifar:

    Eiður ! —

    Er það ekki fulllangt gengið að segja að einhver eigi mikinn heiður skilið, að fara eftir samvisku sinni ?

    Ekki mundi ég líta á það sem hrós, heldur niðurlægingu ef einhver hrósaði mér fyrir sérstakan heiðarleika, ég tel mig vera það og þarfnast ekki utanaðkomandi hróss fyrir slíkt, þaðan af síður heiðursnafnbót. (mikinn heiður skilinn)

    Og hvað hjásetu varðar:  Það geta verið margar raunhæfar ástæður fyrir hjásetu. Til dæmis að viðkomandi treysti sér ekki vegna ónógrar vitneskju og eða vafa um málefnið, til að greiða með eða móti því.
    Þú sem fv. stjórnmálamaður hlýtur að haf rekið þig á slík tilfelli á þínum pólitíska ferli, þó svo að flokksræðið hafi verið talsvert ríkara á þeim tímum sem þú varst á þingi.

    Svo má spyrja í framhaldi af tilvitnun þinni „þora ekki að taka afstöðu í  erfiðum málum  Flokkast það til hugleysis eða undirgefni, að greiða atkvæði á móti samvisku sinni eins og viðkomandi þingmenn Vinstri grænna hafa sjálfir gefið í skyn, bæði undir rós og beint í berum orðum á þingi og í fjölmiðlum.

    Ef til vill hafa þingmenn fleiri flokka greitt atkvæði á móti samvisku sinni á þinginu í dag, þó svo að ekki hafi þeir haft hátt um það, ef til vill vegna hræðslu um fall í „goggunar röðinni“

    Með vinsemd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>