Það er liðin tíð að læknar og lyfsalar séu hæstu skattgreiðendur svo sem áður var. Nú eru það sægreifar og kvótakóngar. Hvað segir það okkur um kerfið?
![]() |
Friðrik skattakóngur Suðurlands |
Það er liðin tíð að læknar og lyfsalar séu hæstu skattgreiðendur svo sem áður var. Nú eru það sægreifar og kvótakóngar. Hvað segir það okkur um kerfið?
![]() |
Friðrik skattakóngur Suðurlands |
3 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Haukur Kristinsson skrifar:
30/07/2009 at 09:41 (UTC 1)
Ekki græt ég það að lyfsalar séu ekki lengur með himinháar tekjur. En þeir voru búnir að koma sér heldur betur vel fyrir í kerfinu. Samt var þeirra starf, og er, ekki ósvipað starfi afgreiðslufólks í sjoppum. Takka innpakkaða vöru úr hillu og stimpla í kassann. Þeir eru að vísu í hvítum, harðstífuðum sloppum og hafa tekið pungapróf í efnafræði og líffærafræði.
Hlynur skrifar:
30/07/2009 at 09:21 (UTC 1)
Þetta segir mér að lyfsalar eiga ekki lengur apótekin heldur samsteypur. Þetta segir mér líka að sjávarútvegurinn gefur ríkulega af sér til samfélagsins þótt ýmsar útgerðir hafi skuldsett sig vegna kaupa á skipum og öðrum tækjum til útgerðar.
Reynum nú að ala ekki á öfund í garð þeirra sem þéna vel.
Hjalti Sigurðarson skrifar:
30/07/2009 at 09:19 (UTC 1)
Að lyfja kerfið hafi verið einokað og að sumir séu duglegir að reka fyrirtæki, illa rekin fyrirtæki greiða lága skatta.