«

»

Molar um málfar og miðla CXX

 Í hádegisfréttum Rúv (08.08.2009) var sagt frá  ólátum við lögreglustöðina í Reykjavík. Þá sagði fréttamaður:   Að sögn lögreglu á  mótmælandi að hafa sparkað í höfuð lögregluþjóns.  Hversvegna  þetta orðalag ? Sagði lögreglan ekki að mótmælandi hefði sparkað í höfuð lögreglumanns' ?Hér er fréttastofa RÚV  að  draga taum mótmælenda og  draga  frásögn lögreglunnar  í efa .Mótmælendur hafna frásögn lögreglunnar.Það sjónarmið kom fram.  Þetta voru ekki fagleg vinnubrögð.

Fyrsti vinningur kvöldsins er er svo  mikið sem..  sagði Lottókynnir (08.08.2009) í sjónvarpi.  Eðlilegra  hefði verið að segja: Fyrsti vinningur kvöldsins er hvorki meira né minna en…

Er ekki  alveg  viss um að ég hafi heyrt rétt í sjónvarpsauglýsingu (08.08.200) um ágæti  tómata. En mér  heyrðist  sagt:  .. meira en  60 milljón tonn eru  versluð árlega.   Ljótt  er ef ég heyrði  rétt..

Beygingafælnin er söm við sig. Sagt var  sjónvarpsfréttum RÚV (08.08.2009). Gift átti innan við 1% í Kaupþing.   Sama villan er á  vef RÚV,Fréttin var annars góð úttekt á Giftarhneykslinnu  þar sem nokkrum sérvöldum stjórnmálamönnum og  athafnamönnum tókst að breyta 60 milljarða ( er það ekki rétt tala?) eign  í 45 milljarða  skuld og snuða 60 þúsund viðskiptavini. Það hefur verið ótrúlega  lítið um þetta  mál fjallað, en  vonandi er það að breytast. Þetta er eitt ógeðfelldasta dæmið um samtvinnun pólitískrar spillingar og viðskipta  sem lengi hefur  litið dagsins ljós. Og eru þó líklega ekki öll kurl mkomin  til grafar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>