«

»

Orð í belg

Í  þessum stopulu skrifum eru stundum gerðar athugasemdir við málfar fjölmiðla , – ekki  síst  Morgunblaðsins , Ríkisútvarpsins og netmiðilsins  visir.is. Það er ekki af því    höfundi þessara lína    eitthvað í nöp  við þessa miðla , – öðru nær. Þetta er eingöngu  gert til að   benda á það, sem  hefur farið úrskeiðis, í þeirri  veiku von að  húsbændur á þessum höfubólum  geri bragarbót. Þessvegna legg ég orð í belg. Lesendum er auðvitað frjálst að líta á þetta sem nöldur eða smámunasemi, en í raun eru þessar ábendingar  aðeins óskir um vönduð  vinnubrögð.

Áskrifendur Morgunblaðsins  eiga kröfu  á því að fá  vel skrifað  blað.  Fyrir nokkrum dögum var sagt frá  manni á forsíðu Morgunblaðsins   sem, fengið hefði  “frostbit”. Frostbit er aulaþýðing á  enska orðinu “frostbite” sem á íslensku  heitir kal. Aular eiga ekki að fá inni á  forsíðu Morgunblaðsins.

Í miðopnugrein  í Morgunblaðinu í dag segir  lögreglustjórinn á  höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson: “Hlutfall ofbeldisbrota í miðborginni,sem framin eru frá miðnætti til klukkan sex að morgni hefur hækkað á síðustu árum”.

Á  forsíðu blaðsins  segir hinsvegar, að lögreglustjóri segi í grein í blaðinu , “ að hlutfall ofbeldisbrota  sem framin eru í miðborginni frá miðnætti til kl.  sex að morgni hafi  fjölgað”. Þetta er rangt. Lögreglustjóri   sagði að hlutfallið hefði hækkað, – ekki fjölgað

Hlutfall vex eða hækkar. Því  fjölgar ekki  hvað þá að það  fjölgi !  Lögreglustjórinn er betur að sér  í íslensku en blaðamaður  Morgunblaðsins.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins vitnaði þessa grein í morgunfréttum í dag og   hafði þetta rétt.

Ennfremur  er greinarstúfur   á  forsíðu Morgunblaðsins  í dag þar sem þetta  er að finna: “… stunda  mjög alvarlega áfengisneysluhegðun”. Þetta er nú eiginlega ekki mannamál. Það sem átt er við, er þeir sem  um er rætt, drekki allt of mikið,  neyti alltof mikils áfengis.
En  svo  Fréttastofa Ríkisútvarpsins  fái líka svolítið olnbogaskot, þá   var  talað um að senda   friðargæsluliða  frá  Asíu til Darfúrhéraðs, en  Afríkuríki settu sig á móti  þeim  “ráðahag”. Ráðahagur þýðir kvonfang. Líklega ætlaði fréttamaður  að segja,     Afríkiríkin væru andsnúin þeirri  ráðagerð.

Annars er það  umhugsunarefni að sá  maður, sem   við heyrum í fréttum  RÚV  og einna best er máli  farinn, er Kristinn R. Ólafsson sem í áratugi hefur  átt heima á  Spáni.

Auðvitað  starfa margir  prýðilega skrifandi og talandi á þessum miðlum.

Þeir eru bara ekki nógu margir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>