«

»

Vel að orði komist

Það er vel að orði komist hjá  fréttastofu Ríkisútvarpsins,  þegar sagt er að  fellibylurinn Dean  sæki  í  sig  veðrið  á Karíbahafi. Prik fyrir það.

Elsta bókaverslun landsins  Eymundsson  fær  hinsvegar ekki prik fyrir  auglýsinguna  þar sem  námsmenn eru hvattir  til „að versla skólabækurnar“ hjá  Eymundsson.

Eymundsson verslar með  bækur og margir kaupa bækur hjá Eymundsson.

Að „versla eitthvað“  er rassbaga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>