Undanfarið hefur ekki linnt gagnrýni á íslensku utanríkisþjónustuna. Margir hafa sagt að nýta bera nútímasamskiptatækni betur og megi að skaðlausu leggja niður mörg, ef ekki öll, sendiráð lýðveldisins. Svo bregður svo við þegar forsætisráðherra okkar sendir forsætisráðherra Noregs tölvupóst, þar sem sá síðarnefndi er í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum, til að spyrja einfaldra spurninga um ómerkilegt áróðursupphlaup íslenskra Framsóknarmanna og norskra kollega þeirra að allt ætlar af göflum að ganga hjá Framsókn og íhaldi. Yfir því að notuð er nútímasamskiptatækni. Fjölmiðlamenn fara silkihönskum um formann Framsóknarflokksins ,sem uppvís er að því að fara með ósannindi. Enginn spyr um eða kannar þá miklu umfjöllun sem hann segir ferð þeirra félaga með vinnumönnum útrásarvíkinga hafa fengið í Noregi. Enda yrði fátt um svör ef grannt væri skoðað. Eitt af fáu sem sést hefur er röng tilvísun ABC nyheter í fréttavef Norska ríkisútvarpsins.
Morgunblaðið skrifar heilan leiðara um tölvupóst,sem útgefandi blaðsins er ekki alveg ókunnur. Framsóknarmenn ryðjast ærðir fram á fjölmiðlavöllinn yfir því að forsætisráðherra skuli nota nútíma tækni í samskiptum við norskan kollega sinn. Hvað í ósköpunum er það því ? Það er ekki samtímis hægt að gagnrýna fólk fyrir að nýta sér ekki tæknina og úthúða því svo þegar tæknin er nýtt. Hvað átti forsætisráðherra okkar að gera? Senda flöskuskeyti? Það væri líklega í takti við forneskjulegan þankaganginn á ritstjórn Mogga og í Framsókn. Kannski vantar eitthvað upp á tölvulæsið í yfirstjórn blaðsins? Líkast til er þetta þó gert til að beina athyglinni frá óhróðri og ósannindum í frásögnum Framsóknarmanna af Noregsferðinni? En eitt er víst. Nú hefur myndast vanheilagt bandalag milli Moggans og forystu Framsóknar. Ekki reyndar í fyrsta skipti.
20 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
15/10/2009 at 00:57 (UTC 1)
Þetta hefur verið skemmtileg umræða og Steini Briem er búinn að setja fram rökssemdir sem Framsókn og íhald geta ekki svarað. Flott.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
14/10/2009 at 18:06 (UTC 1)
Steini, – það má eiginlega segja að nú standi ekki steinn yfir steini hjá sumum ! Gaman að þessu.
Steini Briem skrifar:
14/10/2009 at 16:44 (UTC 1)
Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD.
Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009
Steini Briem skrifar:
14/10/2009 at 16:18 (UTC 1)
13.3.2009:
Norska fjármálaráðuneytið:
Islands avtale om stabiliseringsprogram med IMF
St.prp. nr. 47 (2008-2009) Om fullmakt til å stille statsgaranti for lån fra Norges Bank til Seðlabanki Islands
Tilråding fra Finansdepartementet av 13. mars 2009, godkjent i statsråd samme dag. (Regjeringen Stoltenberg II)
Dokumentet i pdf-format (135 kb)
1.7.2009:
Loan agreements have today been signed between Iceland and Denmark, Finland and Sweden respectively, and between Seðlabanki Íslands, guaranteed by Iceland and Norges Bank, guaranteed by Norway. Under the agreements the Nordic lenders stand ready to provide Iceland with total credits of 1.775 billion euro.
The loans will be provided in relation to and as a support of Icelands economic stabilisation and reform programme with the International Monetary Fund (IMF). The loans are intended to strengthen Icelands foreign exchange reserves. The Nordic creditors Denmark, Finland, Norway and Sweden are with these loans making an important contribution to international crisis management.
Sameiginleg fréttatilkynning Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands 1. júlí 2009
Fréttatilkynning Seðlabanka Noregs sama dag, 1. júlí 2009:
Norges andel av lånet utgjør 480 millioner euro, motsvarende om lag 4,3 milliarder kroner. Den norske låneavtalen er organisert som et lån fra Norges Bank til Seðlabanki Islands med garanti fra den islandske og den norske stat. Lånet har en løpetid på 12 år med fem års avdragsfrihet. Lånebeløpet vil bli gjort tilgjengelig for Island i fire omganger, knyttet til IMFs kvartalsvise gjennomganger av landets økonomiske program.
Norges Bank har undertegnet låneavtale med Seðlabanki Islands
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
14/10/2009 at 15:20 (UTC 1)
Þú ert metfé, Steini Briem.
Steini Briem skrifar:
14/10/2009 at 15:13 (UTC 1)
Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008:
11. október: Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda: „Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.
Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst. Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008
Eygló skrifar:
14/10/2009 at 14:09 (UTC 1)
G. Valdimar, það kemur bara eitthvað svo skringilega út að amast út í slökkviliðið, eins og stundum hefur verið notað í líkingar.
Anna Einarsdóttir skrifar:
14/10/2009 at 09:43 (UTC 1)
Horfðir þú ekki á þáttinn „Hrunið“ í gær, Valdimar ?
Hann var ágætis upprifjun á leynimakki Sjálfstæðisflokksins.
G. Valdimar Valdemarsson skrifar:
14/10/2009 at 09:22 (UTC 1)
Var Samfylkingin ekki með í ríkisstjórn fyrir ári síðan? Það er merkilegt hvernig endalaust á að endurskrifa söguna til að fyrra Samfylkinguna ábyrgð á hruninu. En það er gott að þú sérð að ríkisstjórnin klúðraði málinu strax þegar samninganefndin var skipuð.
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
14/10/2009 at 08:49 (UTC 1)
Valdimar, mér sýnist þú ekki hafa fylgst vel ,með því upphaf Icesave klúðursins felst í því hvernig bankarnir voru einkavinavæddir og aðkomu þáverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra fyrir ári. Lestu hvað fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir sl. haust. Heppilegast hefði verið að formaður samninganefndar okkar hefði verið erlendur , þrautreyndur bankamaður með langa alþjóðlega reynslu.
G. Valdimar Valdemarsson skrifar:
14/10/2009 at 08:38 (UTC 1)
Eiður hafir þú ekki fylgst með á Íslandi undanfarna mánuði má benda þér á að það var Ríkisstjórn S og VG sem gerði IceSave samningin. Þar liggur klúðrið sem við eru að fást við þessa daganna í vonlausum samningi gerðum af fáránlegri samninganefnd á ábyrgð Steingríms J og Jóhönnu.
Eygló skrifar:
14/10/2009 at 01:15 (UTC 1)
Hefði ekki verið ódýrara fyrir litlu smalana að senda tölvupóst, eða fax.
Kristinn Pétursson skrifar:
14/10/2009 at 00:19 (UTC 1)
EF við fengjum 1000 milljarða lánalínu í Noregi – mætti semja í leiðinni um „Norræn“ sendiráð – þar sem Norðurlöndin rækju sameiginlega sendiráðsþjónustu – sami sími og ymis rekstur…. en sér skrifstofur… ódýrara – er það ekki??
Anna Einarsdóttir skrifar:
13/10/2009 at 23:46 (UTC 1)
Flöskuskeyti !
Góð hugmynd ef svo illa fer að Icesave gjaldfellur. Þá höfum við kannski ekki aðrar leiðir til samskipta við útlönd.
Nú finnst mér…… þegar Icesave er orðið jafnstórt og gjaldþrot Seðlabanka Íslands, að við ættum að fá kannski einhverjar skýringar á hvernig það bar að ? Eru fordæmi fyrir því að Seðlabankar hafi farið lóðbeint á höfuðið…. og þá hvar ?
Já…… því meira sem maður veit…… því betur veit maður hversu lítið maður veit.
Haukur Kristinsson skrifar:
13/10/2009 at 22:49 (UTC 1)
Margir höfðu gert sér vissa von um Nýju Framsókn. En sú von brást.
Framsókn CAPITAL heitir afstyrmið.
Brattur skrifar:
13/10/2009 at 20:26 (UTC 1)
Af hverju réru Framsóknarmennirnir tveir ekki á árabáti til Noregs í stað þess að fara í flugvél ?
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
13/10/2009 at 12:18 (UTC 1)
Það er líklega rétt að þið beinið spurningum um ábyrgð á Icesave klúðrinu til: Geirs H.Haarde fv. forsætisráðherra og Árna Mathiesen fv. fjármálaráðherra. Í leiðinni mætti spyrja Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson um það hvernig þeir báru sig að þegar þeir skiptu ríkisbönkunum milli einkavina sinna?
En þegar ykkur skortir rök þá er farið í útúrsnúninga. Það er einföld leið, þegar málstaðurinn er ekki alveg upp á það besta !
Jón Steinar Ragnarsson skrifar:
13/10/2009 at 11:55 (UTC 1)
Eiður, hann segir það í niðurlaginu. Lestu maður. Lestu svo líka grein Sigurðar Líndal, sem hann bendir á í upphafi. Hann er að tala um undirferli og óheiðarleika ykkar. Er það of erfitt að skilja?
Eiður Svanberg Guðnason skrifar:
13/10/2009 at 11:47 (UTC 1)
Af hverju að drepa þessu máli á dreif með því að tala um félagslegar íbúðir frá því fyrir margt löngu ?
Bjarni Kjartansson skrifar:
13/10/2009 at 11:39 (UTC 1)
Bendi á grein eftir Sigurð Líndal. Trúi honum frekar.
Færi til nokkur rök mínu máli til stuðnings.
Jóhanna hefur ekkert breyst síðan hún neytti allra bragða til að koma ,,Félagslegum íbúðum“ í öll sveitafélög og brúkaði útsendara sína óspart, menn á borð við Sigfús síðar Nýsisforstjóra.
Allt kom fyrir ekki, þó henni væri send hver skýrslan og útreikningur á fætur öðrum um,a ð þetta bara gengi ekki upp, harkan var enn meiri og virtist sem tvö höfuð kæmu fyrir hvert sem höggið væri af, líkt og í gömlum sögum af ófreskjum.
Flest sveitafélög sem létu undan fóru nánast á hausinn en hin sem stóðust þrýstinginn og fagurgalann, sluppu. Þau voru sárlega fá en í hítina hefur farið fé sem fékkst fyrir Orkubú Vestfjarða og nú eru á fjárlögum ár hvert, nokkuð stór upphæð til að bjarga sveitasjóðunum frá hreinu gjaldþroti.
Þess vegna trúi ég ekki orði sem kemur frá Jóhönnu ef við liggur sérleg áhugama´l hennar og keppikefli, svo sem að koma okkur undir fyrrum Nýlenduveldi í formi ESB og láta föl náttúruvé okkar í leiðinni. (EES/ESB krefst þess, að útlendir geti keypt lönd og lausa aura hjá hverju aðildarríki sem er í formi ,,fjórfrelsisins, sem er aðalorsök þess, að við erum nú í þeirri stöðu og við erum nú.
ÞEtta er ein aðal ástæðan að ég treysti Jóhönnu ekki fet.
Miðbæjaríhaldið