«

»

Molar um málfar og miðla 198

    Snilldin blómstrar á Morgunvaktinni á Rás tvö hjá RÚV, enda hrapar hlustun, samkvæmt könnunum. Í morgun (13.11.2009) var þar rætt um að díla við meðvirkni og gera aðra ævisögu. Svo voru hlustendum fluttar fréttir sem umsjónarmenn réttilega kalla slúðurfréttir um fræga fólkið í henni Ameríku. Skorinorður og vel fluttur pistill Láru Hönnu meðal annars um vonda fjölmiðlun  í kjölfar  slúðursins var eins og löðrungur á kinnar umsjónarmanna. Hafi þeir hlustað og skilið, sem Molaskrifari  er hreint ekki viss um. Vel að orði komist, er Lára Hanna sagði að þættinum Íslandi í dag á Stöð tvö hefði verið breytt í ábyrgðarlaust þunnildi. Einkar nákvæm lýsing. Það var eftir öðru að slúðurfréttaritarinn vestra skyldi kveðja hlustendur með orðunum : Góða helgi, bæ.

   Kosið verður um embættið, sagði íþróttafréttamaður RÚV sjónvarps (11.11.2009) ,en tilefni fréttarinnar var framboð Íslendings sem sækist eftir formennsku í Körfuknattleikssambandi Evrópu. Máltilfinning Molaskrifara er sú að þarna hefði átt að segja: Kosið verður í embættið. Það er ekki kosið um embætti.

    Í íþróttafréttum Stöðvar tvö (11.11.2009.) var sagt frá þýska markverðinum, sem batt enda á líf sitt með því að kasta sér fyrir járnbrautarlest. Sagt var að hann hefði tekið eigið líf. Molaskrifari getur aldrei fellt sig við þetta orðalag. Í íþróttafréttum RÚV sjónvarps var sagt að maðurinn hefði fyrirfarið sér. Það er eðlilegra orðalag um þennan sorglega atburð. 

 Í fréttum Stöðvar tvö (11.11.2009)um fellibylinn Phyan sem kom inn á land á Indlandi var sagt : Hundruð veiðimanna voru undan strönd Indlands… Heldur er óvenjulegt að tala um fiskimenn eða sjómenn með þessum hætti. Orðið veiðimaður er yfirleitt einungis notað um þá sem stunda veiðar á landi. 

 Athyglisvert er að heyra í fréttum að nú skuli eiga að banna þeim sem eru yngri en 18 ára aðgang að ljósabekkjum. Árið 1985 fluttum við Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra svohljóðandi tillögu til þingsályktunar á Alþingi: Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að skipa þegar í stað nefnd sérfræðinga til að kanna hvort tengsl séu milli sóllampanotkunar og húðkrabbameins. Nefndin skal hraða störfum svo sem unnt er. Málið dagaði uppi. Ekki  reyndist áhugi fyrir hendi  hjá þeim sem þá réðu ferðinni á Alþingi.

 Molaskrifari er kominn að þeirri niðurstöðu að Útvarp Saga sé vondur fjölmiðill. Þar heyrði hann nýlega endurtekið viðtal við Eirík Bergmann Einarsson um ESB. Þar kom margt fróðlegt fram. Það voru útvarpsstjórinn og meðhjálpari að nafni Pétur sem spurðu. Furðulegt var að heyra Pétur deila við Eirík um staðreyndir. Það var eins og rífast um það hvort Esjan væri 914 eða 714 metra há! Enn furðulegra var að heyra Pétur afflytja og rangtúlka skoðanir Eiríks í einhverskonar samantekt , þegar Eiríkur var farinn af vettvangi. Pétur opinberaði svo vísku sína með því að tala um að viðskiptasamningi Íslands og Kína yrði sagt upp. Það er enginn viðskiptasamningur í gildi milli Íslands og Kína, – í nokkur ár hefur hinsvegar verið rætt um að gera fríverslunarsaming milli landanna.   

 Nokkru síðar heyrði ég sama Pétur vitna til ummæla Eiríks um íslenskan landbúnað og ESB úr þessu viðtali. Hann kvað Eirík hafa sagt að ESB aðild mundi leggja íslenskan landbúnað í rúst. Þetta er rangt. Ósatt. Eiríkur sagði að framleiðendur svínakjöts og kjúklinga gætu líklega „pakkað saman”, held ég hann hafi sagt , ef Ísland gengi í ESB , en venjulegur búskapur, íslensk fjölskyldubú, ættu ekki að hafa neitt að óttast. Þannig að íslenskum landbúnaði stæði ekki sú ógn af aðild, sem oft væri um rætt.

Um þetta geta menn auðvitað deilt, – en það er óheiðarlegt að gera mönnum upp orð og skoðanir eins og Pétur gerði. Slíkir fjölmiðlar eyðileggja umræðuna og segja hlustendum ósatt. Þess utan má auðvitað lengi ræða hvort svínabú og kjúklingabú séu kjötverksmiðjur eða landbúnaður. Ég hallast að því fyrra.

Þegar Molaskrifari heyrði þennan sama mann ræða við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varaformann Sjálfstæðisflokksins var framkoma hans beinlínis dónaleg. Það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn og þess vegna setti Molaskrifari þessi orð á skjáinn.  

   

32 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Guðrún María Óskarsdóttir. skrifar:

    Sæll vertu.

    Það er nokkuð sérkennilegt að koma sinum pólitísku skoðunum á framfæri undir formerkjum molaskrifta um íslenskt mál, sem ég sé nú oft engra athugasemda þörf sérstaklega. Þú virðist hins vegar iðka slikt í tíma og ótíma og í þessum pistli finnur þú að virðist sérstaka þörf hjá þér að flokka fjölmiðla sem góða og vonda eins og þú hafir til þess sérstakt leyfi.

    Gagnrýni þáttstjórnenda í íslenskum fjölmiðlum á skoðanir viðmælenda sinna eru alla jafna lélegar en þar er Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu undantekning og þar er sá hinn sami í fremstu röð.

    kv.Guðrún María.

  2. Sigurður Þórðarson skrifar:

    Mínu heimili er gert að greiða yfir 150.000 fyrir RÚV og með þessum háa nefskatti er okkur skákað frá annarri fjölmiðlaneyslu en Fréttablaðinu og  Útvarpi sögu, eina frjálsu og óháðu alhliða útvarpsstöðinni á Íslandi.  Omega  og  ÍNN hafa það fram yfir RÚV að þar fara menn ekki dult með skoðanir sínar.  Áróður RÚV fyrir Evrópusambandsaðild er settur fram undir yfirskini hlutlausra fræðsluþátta þar sem margtuggið er að  málin sú skoðuð frá báðum hliðum og því til staðfestingar eru kallaðir til „hlutlausir sérfræðingar“ á borð við Aðalstein Leifsson.

  3. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar:

    Kratar eiga einn kvilla sameiginlegan með nasistum. Kratar þola heldur ekki lýðræði. Þeir vilja ráða yfir lýðnum og alfarið stjórna hugsunum hans og hvað er honum er fyrir bestu. Kratar vita alltaf best. Málfar þeirra er einstakt. Bjálkinn í auganu er líka stór.

    Útvarp Saga er greinilega miðill sem höfðar til margra i þjóðfélaginu vegna fjölbreytileikans. Stöðin er ef til vill ekki eins miðstýrð og RÚV-ið, þar sem t.d. eru stundaður skipulagður, pólitískur áróður. Á RÚV er of mikil slagsíða á fréttaflutningi og túlkun manna er mjög einsleit. RÚV-liðið er t.d. þegar gengið í ESB.

    Á RÚV er einnig lið fólks sem heillast af hryðjuverkaríkjum og baráttu þeirra við BNA. Þar er t.d. sænskmenntaður gyðingahatari, sem á milli áróðurstúra fyrir Hamas liggur í sorglegu þunglyndi uppi í sveit og huggar sér með bokku. Allt þetta fólk á RÚV eru góðir „kratar“ með „frábæra“ eins til tveggja ára undirbúningsmenntun (án prófa). Sem sagt allt snillingar í eigin augum og aðhlæjenda þeirra. Því miður hefur verið of margt slíkt fólk á Alþingi.

    Best að hætta þessu meðan ég er enn í vafa, ég gæti orðið að krata í kvöld og farið að trúa því sem ég segi og hugsa. Vafinn er réttur lýðsins gegn lýðskrumi gamalla stjórnmálamanna, sem þykjast tala betra mál og hafa betri málstað en allir aðrir þegar þeir reita af sér mola til að upphefja sjálfa sig. Þetta er ekkert annað en Penis enlargement gamals gauks í stjórnmálum sem heldur að málfasíska sé enn sniðugt vopn til að niðra andstæðinginn.

  4. Jón Valur Jensson skrifar:

    … í margfalt meiri mæli en í þessum stuttu …

  5. Jón Valur Jensson skrifar:

    Hugtakið „ESB-stuðningsfuglahræður“, á það kannski vel við þig, Ómar Bjarki?

    En Útvarp Saga hefur það fram yfir allar aðrar útvarpsstöðvar, að þar fær almenningur að tala frjálst á hverjum degi, í margfalt meiri en í þessu stuttu og skömmtuðu hlustendatímum á Rás 2 og Bylgjunni. Eðlilegt að þeir, sem óttast þjóðina og ætla sér að leiða Ísland inn í nýja ánauð meginlandsveldis, kunni ekki að meta það. En auk þeirra þátta og ýmissa góðra dagskrárgerðarþátta hafa svo þar fyrir utan fjölmargir málsmetandi menn talað í Útvarpi Sögu. M.a.s. samherjar Ómars Bjarka hafa fengið þar málið: Jón Baldvin Hannibalsson nýlega, bróðir hans Ólafur var þar með reglulega þætti, afar hlutdræga, einnig Jóhann Hauksson, sem nú er á DV, ennfremur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Sigurður G. Tómasson (sem nú er á ÚS með 10 klst. í viku í frumflutningi, fyrir utan allan endurflutninginn!), Stefán EB-nefndaformaður, Eiríkur Stefánsson Fáskrúðsfirðingur, kvótahatari og EB-unnandi, Höskuldur Höskuldsson EB-áhugamaður (með 1 klst. þátt í viku hverri ásamt Jóni G. Haukssyni, ritstj. Frjálsrar verzlunar, sem er reyndar afar skynsamur maður eins og núverandi þáttarfélagi þeirra, Egill Jóhannsson í Brimborg), og m.a.s. Eiríkur Bergmann Einarsson, Brussel-bergbúinn, var þarna í drjúgum viðræðuþætti nú í vikunni, eins og Eiður minntist hér með ánægju.

    Hvað viltu hafa það betra, Ómar Bjarki Seyðisfjarðar-útibússtjóri? Viltu að allir sex helztu fjölmiðlar landsins (Ríkisútvarpið, Sjónvarpið, Stöð 2, Bylgjan, Mbl. og Fréttablaðið) verði aftur einhæft fylgjandi þínu yfirríkja-sambandsríki (nú eru fimm þeirra það, auk DV). Viltu bæta Útvarpi Sögu í hóp Evrópubandalagshandgenginna fjölmiðla auk Mbl. og hafa þannig alla ÁTTA helztu fjölmiðla landsins á þínu bandi og Brusselmanna?

  6. Jóhann Kristjánsson skrifar:

    Af hverju finnst þér Útvarp Saga verri fjölmiðill frekar en einhver annar fjölmiðill?  Er það ekki bara efnið sem þér er ekki að skapi?  

    Það er fullt af fjölmiðlum sem ég hvorki horfi né hlusta á. Ekki vegna þess endilega að þeir eru verri, efni þeirra bara einfaldlega höfðar ekki til mín.

     Til er mikil flóra fjölmiðla á Íslandi með mismunandi efni. Sumt efni hentar einum en ekki öðrum og svo framvegis. Það þarf ekki að þýða að þeir fjölmiðlar sem eru með efnistök sem henta ekki fáeinum ESB stuðningsfuglahræðum séu verri en aðrir.

  7. Ómar Bjarki Kristjánsson skrifar:

    það er rét sem bent er á í upphafspistli að útarp saga er vondur fjölmiðill – eða var það allavega þegar eg gafst upp á ósköpunum sett eru í loftið þarna.  Tóm tjara að megninu til.  Þó etv séu ágætisþættir inná milli var heildaryfirbragð með þeim hætti að eigi var boðlegt skynsömu fólki.  Til þess að eg  fáist til að opna fyrir þessa lengd aftur þarf eg óyggjandi vísbendingar um að betrumbætur hafi átt sér stað.

    Það sama á við ÍNN stöðin – Þetta er alveg sko -eigi boðlegt.

    Þessvegna skil eg ekki afhverju fólk lætur hafa sig í að fara í viðtöl á þessum ruglstöðvum.  Á bara að hunsa þetta.

  8. Steini Briem skrifar:

    Jón Valur hinn síkáti krossfestur af Evrópusambandinu (Jón Valur, 666.)

  9. Jón Valur Jensson skrifar:

    … unglingur sem er búinn að missa bæði hárið og vitið … ?!

    Er ekki allt í lagi heima hjá þér, Steini Briem?

    Eða hefur „þitt mikla bókvit gjört þig óðan“ (Post. 26.24)?

  10. Steini Briem skrifar:

    Þú ert eins og uppreisnargjarn unglingur sem er búinn að missa bæði hárið og vitið, Jón Valur.

  11. Jón Valur Jensson skrifar:

    Og hvað með það, hvað þú hefur lesið mikið?! So what?

  12. Steini Briem skrifar:

    JÓN VALUR! EINU SINNI ENN!

    Ég á og hef lesið spjaldanna á milli mörg hundruð lögfræðibækur, þar á meðal fjöldann allan af bókum um Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið, eins og ég nefndi. Hér eru mörg þúsund bækur við alla veggi í þremur herbergjum og ég fer nú ekki að telja upp mörg hundruð bækur hér.

    Var einungis að svara aðdróttunum þínum hér að ofan í athugasemd nr. 12.

    OG EKKI ORÐ UM ÞAÐ MEIR!

  13. Jón Valur Jensson skrifar:

    Steini úttalari, nokkrir hillumetrar af bókum eru tugþúsundir blaðsíðna, ekki rúmlega 3.000 blaðsíður. – PS. Ég veit ekki til þess að neinn guðfræðingur sé sendiherra, hvað þá snarruglaður guðfræðingur!

  14. Steini Briem skrifar:

    Allir hlusta hér á Rás1 eða Rás2 eða horfa eitthvað á Sjónvarpið.

    Þar af leiðandi verða allir (skattgreiðendur) að greiða afnotagjald Ríkisútvarpsins, sama hversu mikið þeir nota það.

    Hins vegar hlusta ekki allir á Útvarp Sögu eða lesa Moggann.

    Þeir sem vilja lesa Moggann heima hjá sér daglega verða að greiða fyrir áskriftina.

    En hlustendur Útvarps Sögu greiða jafnvel allir (ómeðvitað) fyrir hlustunina með því að kaupa vörur sem þar eru auglýstar.

    Annars væri ekki hægt að reka stöðina.

  15. Jóhann Kristjánsson skrifar:

    Steini Briem: hvað ertu þá að væla yfir því?

  16. Steini Briem skrifar:

    Jóhann Kristjánsson.

    Allir sem kaupa tiltekna vöru greiða kostnaðinn af auglýsingunum, þar sem allur kostnaður við framleiðslu og sölu vörunnar verður að vera innifalinn í verðinu.

    Og þeir sem sjá vöru auglýsta eru líklegri til að kaupa hana en aðrir.

    Annars væri enginn tilgangur með auglýsingunni.

    Allir hlusta hér á Rás1 eða Rás2 eða horfa eitthvað á Sjónvarpið.

  17. Steini Briem skrifar:

    Ég sagðist eiga nokkra hillumetra af bókum um Evrópusambandið OG öðrum lögbókum.

    Taldi svo upp nokkrar bækur sem ég á um Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið.

    Það getur alltaf komið sér vel að lesa athugasemdirnar áður en skrifuð er löng athugasemd um ekki neitt og gefið í skyn að menn séu að skálda eitthvað upp.

    Það ætti líka að vera óþarfi að endurtaka það hér að enginn Íslendingur var með betri menntun og starfsreynslu til að verða sendiherra en einmitt Eiður Guðnason, enda var hann með BA-próf í ensku frá Háskóla Íslands, hafði stundað nám í stjórnmálafræði í bandarískum háskóla, var með langa starfsreynslu sem blaðamaður, fréttamaður, þingmaður og ráðherra og reynslu af erlendum samskiptum, meðal annars sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Enda var Eiður í mörg ár sendiherra Íslands í Noregi.

    Sjálfur hef ég unnið sem blaðamaður og stundað háskólanám í lögfræði, hagfræði og tölvunarfræði við íslenska og erlenda háskóla og búið í Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi.

    En þú heldur náttúrlega að snarruglaðir guðfræðingar séu best til þess fallnir að verða sendiherrar.

    Það ætti að gera þig að sendiherra í Norður-Kóreu og gera um það bíómynd.

    Hún myndi seljast vel um allan heim.

    OG LÁTUM ÞETTA GOTT HEITA.

  18. Jóhann Kristjánsson skrifar:

    Steini Briem: Hlustendum er í sjálfsvald sett hvort þeir kaupi umræddar vörur sem auglýstar eru.

    Almenningur er hinsvegar nauðbeygður til þess að borga ríkisfjölmiðlana hvort sem fólkið hlustar/horfir á þá.

  19. Jón Valur Jensson skrifar:

    Skrýtnir sýnast mér þeir „nokkrir hillumetrar“ að vera ekki nema „rúmlega þrjú þúsund blaðsíður“, en hvað kom þetta efninu við, Steini? – Svo held ég að þú þekkir lítið til sendiherra landsins að kalla engan hafa betri menntun en þann, sem var í eins árs námi í stjórnmálafræði við Delaware-háskóla og tók BA-próf í ensku og enskum bókmenntum – er þetta bezta menntunin í utanríkisráðuneytinu?! – Nei, sem betur fer ekki, þar er t.d. Gunnar Pálsson, með doktorspróf í stjórnmálaheimspeki, og þar var Róbert Trausti Árnason (stjórnmáafræðingur) sendiherra á nefndum árum þínum, með mun eiginlegri undirbúningsmenntun en Eiður. MA-gráða Jóns Egils Egilssonar frá Skotlandi er líka betri menntun, fyrir svo utan alla lögfræðingana í sendiherrastöðum!

  20. Steini Briem skrifar:

    Eiður Guðnason var sendiherra Íslands í Noregi en jafnframt gagnvart Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu, Makedóníu, Kýpur og Suður-Kóreu á árunum 1993-1999 og enginn Íslendingur hafði betri menntun og starfsreynslu til að verða sendiherra en einmitt Eiður Guðnason.

    Eiður stundaði nám í stjórnmálafræði við Delaware-háskóla í Bandaríkjunum 1960-1961 og er með BA-próf í ensku og enskum bókmenntum við Háskóla Íslands frá 1967. Hann var blaðamaður við Alþýðublaðið 1962-1967, yfirþýðandi og fréttamaður Sjónvarpsins 1967-1978, alþingismaður 1978-1993, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1991-1993.

    Og það væri nú harla einkennilegt ef við værum ekki með sendiherra á Norðurlöndunum og þau hér.

    Undirritaður á nokkra hillumetra af bókum um Evrópusambandið og öðrum lögbókum, til dæmis Löggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins eftir Sigurð Líndal og Skúla Magnússon, EC and EEA Law – A Comparative Study of the Effectiveness of European Law eftir M. Elviru Méndez-Pinedo, EES-rétt og landsrétt eftir Davíð Þór Björgvinsson, Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins – Þróun, samanburð og stöðu Íslands eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson, Mannréttindasáttmála Evrópu – Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan rétt og Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eftir prófessor Stefán Má Stefánsson.

    Samtals eru þessar bækur um Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið upp á rúmlega þrjú þúsund blaðsíður.

  21. Jón Valur Jensson skrifar:

    Eiður er fyrrverandi sendiherra í Noregi, Steini, gleymdu því ekki.

    „Evrópusambandið er ekki heldur ríki,“ segirðu – það eru síðustu forvöð að segja það, því að nú er það að verða að sambandsríki og lögpersónu, bara eftir nokkra daga, sjá HÉR! hjá Haraldi, sem skákar ykkur í þekkingu á innviðum þessa fyrirbæris.

  22. Steini Briem skrifar:

    Jóhann Kristjánsson.

    Það er ekkert ókeypis. (Sjá til dæmis Hannes Hólmstein Gissurarson.)

    Útvarp Saga er rekin með auglýsingatekjum og hlustendur stöðvarinnar greiða fyrir auglýsingarnar þegar þeir kaupa vörurnar sem þar eru auglýstar.

  23. Steini Briem skrifar:

    Eiður Guðnason lét á þessu ári af störfum sem aðalræðismaður Íslands á íslensku ræðisskrifstofunni í Þórshöfn í Færeyjum, sem eru ekki sjálfstætt ríki. Þar af leiðandi getum við Íslendingar ekki verið með sendiherra og sendiráð í Færeyjum og Færeyingar ekki sendiherra og sendiráð hérlendis.

    Aftur á móti opnuðu Færeyingar nýlega sendi(skrif)stofu, ræðismannsskrifstofu, hér við Austurvöll, í Austurstræti 12, gegnt Alþingishúsinu. Gunvør Balle hefur verið aðalræðismaður Færeyja á íslandi og Færeyingar hafa reyndar kallað hana sendikvinnu, rétt eins og Eiður Guðnason var oft kallaður sendiherra Íslands í Færeyjum, en hann var sendiherra Íslands í Kína til 14. nóvember 2006.

    Og Færeyingum þætti það nú harla einkennilegt ef við vildum ekki vera með sendiskrifstofu í Færeyjum.

    Evrópusambandið er ekki heldur ríki og getur því ekki verið með sendiráð gagnvart Íslandi, heldur sendiskrifstofu.

    Tugir þúsunda vinna hér hjá ríkinu og sveitarfélögunum, til dæmis læknar, hjúkrunarfræðingar og gangbrautarverðir, og varla eru það nú ómerkileg störf. En Jóhann Kristjánsson heldur að það sé merkilegra að vinna á Mogganum.

    Og það er nú varla verra að hlusta á vont útvarp í ellinni en skrifa vondar bækur, eins og Styrmir Gunnarsson, eða einhverja endurminningasteypu á Netið, eins og Matti kallinn Jó. Hann var í spásséritúr niðri í bæ um daginn, svartklæddur frá hvirfli til ilja, og það getur nú varla talist eðlilegt.

    Gunvør Balle telur að orsök kreppunnar í Færeyjum hafi verið langvarandi ofneysla almennings, pólitísk óstjórn og andvaraleysi eftirlitsaðila.

    En Styrmir, Matti Jó og Davíð Oddsson kannast ekki við þessi atriði hér, því þeir hlusta aldrei á vont útvarp.

  24. Jón Valur Jensson skrifar:

    Pétur Gunnlaugsson er bezti útvarpsmaður landsins, lögfræðingur, ekki nánast fæddur í gær eins og stór hluti fjölmiðlamanna, ólst upp erlendis ekki síður en hér heima, afar fróður og víðlesinn, höfundur frábærrar bókar: Utan marka réttlætis. Fjölskyldur í hlekkjum barnaverndarkerfis (1993, fæst enn), og bezti íslenzki sócíalfílósóf sem ég hef lesið og hlustað á. Umræðurnar í þáttum hans eru oft leiftrandi góðar, einmitt vegna virkrar þátttöku hans sjálfs. Hann er nota bene ekki einhver einber hljóðnemi sem kann að segja halló og bless við innhringjendur. Hitt er mjög skiljanlegt, að EB-elskendum er illa við hann, og Eiður réðst hér ekki á garðinn þar sem hann var lægstur.

  25. Jóhann Kristjánsson skrifar:

    Steini Briem:

     Ætli það sé ekki rétt að benda á að hlustendur Útvarps Sögu geta hlustað á hana endurgjaldslaust.

  26. Eygló skrifar:

    … að taka eigið líf… (og gera hvað við það?) Þetta heyrist/sést æ oftar. Ég veit, mér er fátt heilagt.

    Getur verið að fólk sé svona feimið við að nota góð og gild íslensk orð; -víg, -morð?

    fyrirfara sér /  stytta sér aldur /  eru þessi hugtök ekki íslensk, segja það sem segja þarf og ekki groddaleg?

    sjálfsvíg / sjálfsmorð / drap sig = það er nú notað við önnur tækifæri og „öðruvísi fólk“

    Pétur í Útvarpi Sögu er ansi sjálfhverfur. Þegar fólk hringir inn, talar hann, útskýrir og lætur gamminn geisa. Hinir komast varla að.

  27. Jón Valur Jensson skrifar:

    Er ekki Eiður Guðnason búinn að vera á fullum eftirlaunakjörum sendiherra hjá ríkissjóði í nokkur ár, Steini Briem? Kannski bara enn ein vitleysan í mér?

    Hefur fyrrverandi sendiherra ekkert betra að gera en að hlusta á vont útvarp?

  28. Steini Briem skrifar:

    Almenn áskrift að Morgunblaðinu kostar 3.390 krónur á mánuði en afnotagjöld Ríkisútvarpsins eru 1.433 krónur á mánuði, um 2,4 sinnum lægri en áskriftin kostar að Morgunblaðinu, enda þótt Ríkisútvarpið sé í raun þrír miðlar, Rás 1, Rás 2 og Sjónvarpið.

  29. Steini Briem skrifar:

    Jóhann Kristjánsson.

    Eiður Guðnason er sjötugur og því ekki á meiri ríkisspena en þú verður þegar þú ert kominn á eftirlaun.

    Þar að auki er ekki til neitt sem heitir frjáls fjölmiðill. Aftur á móti eru til ríkisreknir og einkareknir fjölmiðlar.

    Stór hluti af tekjum Ríkisútvarpsins og til dæmis Morgunblaðsins fæst með auglýsingum og hlutfall auglýsinga af tekjum Morgunblaðsins þarf að vera að minnsta kosti 40%.

    Allir hlusta á Rás 1 og Rás 2 Ríkisútvarpsins eða horfa eitthvað á Sjónvarpið og fyrir það greiða þeir nú 47 krónur á dag, sem er engan veginn há upphæð. Og þegar fólk fer í sund greiðir það ekki samkvæmt þeim tíma sem það er í lauginni hverju sinni.

    Og tæplega er hægt að kalla Háskólann í Reykjavík einkarekinn, þar sem beinar fjárveitingar ríkisins til skólans voru um tveir milljarðar króna í fyrra.

  30. Jón Valur Jensson skrifar:

    Heyrirðu ekki bara illa, Eiður? Pétur sagði aldrei, að fríverslunarsamningi við Kína hefði verið sagt upp, heldur benti á, að Kínverjar vildu ekki semja lengur um slík kjör, af því að Íslendingar eru að semja við Evrópubandalagið. Og ætlar þú að draga það í efa í alvöru? Ertu þá ekki búinn að lesa forsíðufrétt í Mogganum í dag eftir Björn Jóhann Björnsson, einn af betri blaðamönnum Mbl., með fyrirsögninni Fríversun við Kína í salt ? Undirfyrirsögnin er: Umsókn um ESB-aðild liðkaði ekki fyrir viðræðum. Er það ekki þetta, sem þið evrókratar eruð svo viðkvæmir fyrir þessa dagana? Þótt þið séuð ekki á fullu að upplýsa þjóðina um þau réttindi, sem hún myndi missa með „aðild“ = innlimun í bandalagið, þá er fullt af fólki sem veit af því, að við myndum einmitt missa þar með, sjálfkrafa og tafarlaust, allan samningsrétt okkar til sjálfstæðra tollasamninga við öll lönd utan Evrópubandalagsins. Sá samningsréttur myndi færast til Brussel, og það er hið alvarlegasta mál.

    Nú er Útvarp Saga búin að vera með viðtöl á fullu við EB-sinnaða menn eins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Stefán samninganefndaforingja (í gær) og Eirík Bergmann, þannig að raddir þeirra fá alveg að heyrast langtímum saman á stöðinni, og ert þú að kvarta yfir því?!

    PS. Ertu alltaf að hlusta á Útvarp Sögu? Af hverju hlustarðu á „vondan fjölmiðil“?

  31. Jóhann Kristjánsson skrifar:

    Ég er svo sem ekkert hissa að þú talar vel um Rúv, enda sjálfur á ríkisspenanum eins og það batterí.

    Auðvitað eru menn sem haldið er uppi af ríkinu tilbúnir að verja ríkisfjölmiðlana og rakka niður þá frjálsu, það er þeim eðlislægt ,enda forritaðir með fé skattgreiðenda til þess.

  32. Hilmar skrifar:

    Fólk sem mætir ítrekað drukkið í útsendingu og lýgur upp á fólk og snýr út úr orðum gesta þegar þeir eru farnir ætti ekki að hafa útvarpsleyfi.

    Það var fyndið þegar Kári Stefánsson mætti og gerði lítið úr Arnþrúði og einhverjum málhöltum lyfsala sem stundum stýrir þáttum á stöðinni. Kári sýndi svo sannarlega að hann er skarpgreindur, sama er ekki hægt að segja um dúettinn á stöðinni. Kári hrakti öll hálfrök þeirra tveggja, sem voru ekki einu sinni hálfrök heldur slúður. Þau höfðu ekki sönnun fyrir einu eða neinu, þau bara hraunuðu yfir Kára samsæriskenningum og sögðust hafa sannanir, þegar Kári bað um sannanir á orðum þeirra þá varð minna um svör. Vörnin var sú að eftir að Kári var farinn sagi Arnþrúður að lyfsalinn hefði getað komið með mun sterkari rök og alvarlegri ásakanir en ekki getað vegna þess að hann versli við erlendan lyfjarisa sem er í samstarfi við Kára, lygaþvættingur rökþrota fjölmiðlamanns (samt varla hægt að kalla svona lið fjölmiðlamenn)

    Framan af hafði þessi stöð skemmtigildi en þetta er orðið sorglegra en táum taki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>