«

»

Misheppnaðasta tónsmíð ársins 2007

 Það þarf ekki að velkjast í vafa um hver  sé misheppnaðasta tónsmíð þessa árs. Þótt  aðeins séu liðnir tveir mánuðir af árinu verður metið vart slegið. Þetta er   nýtt fréttastef  Ríkisútvarpsins hljóðvarps.  Það  byrjar  dauflega og  rennur einhvern veginn út í ekki neitt. Endar  í einhverskonar áherslu lausu tómarúmi. Gamla  stefið var gott og ekkert  að því. Ef  þetta er leið nýs fréttastjóra til að setja mark sitt á  fréttirnar þá  hefur illa til tekist. Mennilegra  væri ef hann  beitti sér fyrir því að fréttir  væru á klukkustundarfresti allan sólarhringinn eins og hjá alvöru útvarpsstöðvum.

Gamla  stefnið var ljómandi gott og  eins og  ameríkanar segja:“ If it aint  broken don´t fix it“

Má ég biðja um að gamla stefið  verði endurvakið til lífs?

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Ásvaldur Kristjánsson skrifar:

    Allveg sammála, stefið í mínum huga hljómar ómarkvisst og kallar fram hugblæ um loftbólur sem springa út í loftið.  Fréttastef þarf að vera ákveðið og undirstrika áreiðanleika, stefnufestu og traust.  Nýja stefið vantar þetta allt. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>