«

»

Götubardagar í Kaupmannahöfn

Óhugnanlegt hefur verið að horfa á myndirnar frá Kaupmannahöfn  undanfarna daga. Bál, bardagar, brunnir bílar og  óeirðabrynjuð lögregla.Allt á tjá og tundri í  þessu annars friðsamlega umhverfi.

Ástæðan? Hópur  fólks (ekki allt  svo ýkja ungt) vill ekki hlýða lögum landsins og  grípur til ofbeldis. Hundsar sáttatillögur yfirvalda og  lætur hnefa skipta. Alllir flokkar  á danska þinginu (utan einn)hafa fordæmt þessar óeirðir. Til að  styðja  við   aðgerðir óeirðaseggjanna í Kaupmannahöfn hefur einnig  verið efnt til óláta (aðgerðir  heita það  víst í fréttum) í  Osló og Stokkhólmi.  Verður  Reykjavík næst ?

Það hefur  vakið  athygli  að í Kaupmannahöfn  hafa , að  sögn  fjölmiðla, heimamenn ekki verið einir  að verki. Þeir hafa notið  aðstoðar fólks  frá öðrum  löndum, sem  virðist því hafa lagt leið sína  til Kaupmannahafnar  til þess eins að gera óskunda og vinna skemmdarverk. Þetta þekkjum við  frá skemdarverkum  við  Kárahnjúka sl.    sumar.Þangað  kom  frá    fólk  frá öðrum löndum  til að  eyðileggja og kallaði það mótmæli. Þeir   sem  voru að  verki  við Kárahnjúka  eru andlega skyldir óeirðaseggjunum í Kaupmannahöfn.

Það er staðreynd að  til  eru  hópar  fólks í veröldinni sem  eru  eru tilbúnir  til að fara land úr landi  og heimsálfa á milli   til að efna til óspekta. Þetta sést  til  dæmis  í hvert einasta skipti  sem Alþjóðabankinn og  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn halda fundi.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>