«

»

Molar um málfar og miðla 431

Gaman var að hlusta  Árna Þórarinsson í Kiljunni (13.10.2010).  Hann er einstaklega vel máli farinn.  Fáðu fleiri slíka til þín, Egill.

 Fékk  hún og dóttir hennar… sagði fréttamaður Stöðvar tvö (13.10.2010).  Molaskrifari hefði hér  talið eðlilegra að segja: Fengu hún og  dóttir hennar…  Í sama   fréttatíma var sagt: Í hverju lífeyrissjóðir  mega fjárfesta í..  Þarna  var einu í  ofaukið. Nægt hefði að   tala um hverju lífeyrissjóðir mættu fjárfesta.   Bjórdrykkja fréttamanns  Stöðvar í fréttatímanum orkaði tvímælis, að ekki sé meira sagt.

 Í skjáauglýsingu í Ríkissjónvarpinu (13.10.2010) var talað um góð verð, en  þulur   sagði hinsvegar réttilega gott verð. Óalgengt er að leikmenn gefi ekki kost á sér í viðtöl , sagði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarps. Ekki  er hægt að segja að þetta sé lipurlega orðað.

Hallærisleg samtöl fréttamanna í fréttatímum  eru gervileg,  enda eru  þau  sviðsett. Til hvers?

 Visir.is (13.10.2010): Skrifstofa umboðsmanns skuldara opnar aftur í fyrramálið.  Hvað  skyldi skrifstofan opna í fyrramálið. Enn ein ambagan.

Úr mbl.is (13.10.2010): „Það þarf varla að taka fram fólkið var ölvað og viðkomandi kúreki utanbæjarmaður,“ segir á heimasíðu lögreglunnar á Sauðárkróki.   Allsstaðar eru þessir utanbæjarmenn til ama og óþurftar ! 

…mun áfram sitja í gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði héraðsdóms frá í dag til 22. októbers.  (Fréttavefur Ríkisútvarpsins  13.10.2010)Á vefnum Beygingarlýsing íslensks nútímamáls, segir að  eignarfallsmyndin októbers komi   fyrir í 19. aldar textum,  en í nútíamáli sé  hefð fyrir því að  hafa eignarfallið endingarlaust, þ.e. október.

Seint sættir Molaskrifari sig  við að heyra íþróttafréttamenn  tala um að annað liðið steli sigrinum frá hinu eins og gert var í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (13.10.2010).

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>