Ný tegund auglýsingamennsku nokkurra nýkjörinna þingmanna sá dagsins ljós við þingsetninguna í dag.
Þann rúmlega hálfan annan áratug sem ég átti sæti á Alþingi var það ævinlega svo að örfáir þingmenn , kannski 2-3, sóttu ekki guðsþjónustuna í Dómkirkjunni fyrir þingsetningarfund. Það þótti engum tiltökumál. Það var þeirra val. Um það var ekkert rætt. Þessir þingmenn létu ekki kvikmynda sig sötrandi kafffi á Hótel Borg eða blaðrandi við blaðamenn á Austurvelli. Þeir báru meiri virðingu fyrir trú og skoðunum þeirra sem gengu til kirkju en þeir sem böðuðu trúleysi sitt í ljósi fjölmiðla í kvöld. Þeirra er skömmin. Mér fannst þetta ómerkileg auglýsingamennska þar sem gert var lítið úr trú annarra þingmanna.
17 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
HÞB skrifar:
20/05/2009 at 13:40 (UTC 0)
Ég hef áhyggjur af því fólki sem hafnar góðum ráðum og ráðleggingum sem biskupssynirnir buðu uppá í Dómkirkjunni við setningu Alþingis.
Það breytir engu hvort maður sé trúaður eða ekki. Hvort maður sé trúlaus, kristinn, múslimi eða hindúi. Það er alltaf gott að fá gott veganesti í upphafi verks.
Trúabrögðin hafa öll eitthvað gott fram að færa og maður á að hlusta á það. segja já takk við góðum ráðum og hugvekjum
Þetta fólk sem ekki gat séð af stund í Dómkirkjunni er sennilega ekki bara ofstækisfullt heldur líka hrokafullt gagnvart öllum trúarbrögðum heims. Hverju nafni sem þau nefnast.
Ég hef skömm á jafn óþolinmóðu fólki gagnvart skoðunum annarra eins og í þessu tilvik, kirkjunnar.
Hvað er þetta fólk að segja okkur?
Þau eru að segja að þau vilja ekki hlusta á þá sem þeim eru ekki þóknanlegir.
Uss bara.
Ef það er eitthvað sem okkur skortir þá eru það hefðir og góðir siðir, Tillitssemi og umburðarlyndi sem þetta fólk sem var að baða sig í lýðskrumi á Austurvelli skortir.
Matthías Ásgeirsson skrifar:
18/05/2009 at 09:51 (UTC 0)
Hver gaf þér umboð, Benedikt Jóhannes Axelson, til að segja örðum fyrir verkum?
Það eitt get ég sagt að álit mitt á þeim er þetta blogg ritar féll langt við þessa færslu. Þetta óþolandu umburðarleysi gagnvart þeim er ekki aðhyllast kristna trú er fornaldarhugsunarháttur. Síðustu viðurkenndu fordómarnir.
Það þarf ekki mikla vinnu til að lýsa yfir trúleysi sínu, en það þarf óskaplega pælingar til að trúarjátningar hljómi ekki eins og hvert annað geðveiksraus.
Árni Gunnarsson skrifar:
16/05/2009 at 23:44 (UTC 0)
Það ergir mig oft þegar fólk „nuddar sér utan í Krist“ eins og Jón Helgason orðaði það í kvæði. Það sem ergir mig er nefnilega það að trúrækninni lýkur full oft þegar núningnum lýkur enda virðist hann til þess eins ætlaður að vekja athygli.
Hitt ergir mig þó meira þegar trúlaust fólk leggur mikla vinnu í yfirlýsingar um sitt metnaðarfulla og gáfuþrungna trúleysi. Og um boðskap þessa pistils er það að segja að ég er höfundinum sammála með að ég vil sjá fulltrúa þessa framboðs beina vandlætingu sinni að brýnni siðbótarefnum en þeim sem snerta klæðaburð og helgihald fulltrúa þjóðarinnar á löggjafarþinginu.
Ég vona að ekki sannist á því fólki máltækið: „Þeir gusa mest sem grynnst vaða.“
Rebekka skrifar:
16/05/2009 at 22:17 (UTC 0)
Ég held það fari meira eftir því við hvað fólk vinnur, heldur en trú þeirra, hvort það fari í frí á hátíðisdögum eða ekki. Ekki veit ég til að t.d. sjúkrahús loki á jóladag eða hvítasunnu, skyldu þá vera einungis trúleysingjar að vinna því kristnir þurfa að skella sér í messur?
Stjórnmál og trú eiga einfaldlega ekki saman. Stjórnvöld eiga ekki að hygla einni trú, því ekki eru allir þegnar landsins sömu trúar. Það er löngu tímabært að tala um hversu fáránlegt það er að hefja Alþingi á kristinni messu. Trúaðir þingmenn geta bara farið í messu í sínum eigin frítíma.
Yngvi Högnason skrifar:
16/05/2009 at 18:44 (UTC 0)
Það stendur ekki á ávirðingum frá hinum trúlausu. En skyldu þeir velja úr þegar kemur að kristilegum athöfnum,frí á öðrum degi hvítasunnu,aukafrí á föstudegi af því að uppstigningardagur er á fimmtudegi eða eru þeir heilir í sínu trúleysi og mæta til vinnu er hinir kristnu fara í jólafrí?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir skrifar:
16/05/2009 at 15:54 (UTC 0)
Eftir því sem ég best sá stóðu nýkjörnir þingmenn sem fóru ekki til kirkju á Austurvelli og sóluðu sig þegar fréttamenn umkringdu þá og vildu fá viðtöl. Síðan gengu þeir að Hótle Borg þar sem þeir hlýddu á hugvekju um siðverði stjórnmálamanna….og aftur eltu fjölmiðlar. Eflaust verið fréttnæmt að í fyrsta skipti var í boði eitthvað annað en hefðin sagði til um. Þetta kallast hvorki auglýsingamennska né skrumskæling á hefðum. Trúmál og sstjórnmál eiga að mínu mati að vera aðskilin og fólk á að hafa fullt frelsi til að velja hvernig það iðkar sína trú hver sem hún er. Annað er hreinlega tímaskekkja. Gott að það er komið inn fólk sem setur spurningamerki við ýmislegt….ekki veitir af!!!
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:
16/05/2009 at 15:45 (UTC 0)
Hver gaf þér umboð, Matthías Ásgeirsson, til að segj mér fyrir verkum.
Matthías Ásgeirsson skrifar:
16/05/2009 at 13:51 (UTC 0)
Það eru ekkert annað en útúrsnúningar að tala um auglýsingamennsku varðandi þetta mál Benedikt. Beindu orðum þínum að þeim er hér bloggar.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:
16/05/2009 at 11:18 (UTC 0)
Útúrsnúningar þjóna engum tilgangi. Tala þú fyrir sjálfan þig, Sigurður Hrellir, en gerðu mér hvorki upp skoðanir né hugsanir.
Sigurður Hrellir skrifar:
16/05/2009 at 10:58 (UTC 0)
Já einmitt. Berum virðingu fyrir hefðum og siðum. Rík hefð er fyrir pólitískum ráðningum í stjórnsýslunni, ekki síst í utanríkisþjónustunni. Breytum engu. Ruggum ekki bátnum meðan hann marrar í hálfu kafi. Okkur gæti skotið upp aftur – eða ekki.
Eiður skrifar:
16/05/2009 at 08:34 (UTC 0)
Vel að orði komist,Ben. Ax. Svo sem þín var von og vísa.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:
16/05/2009 at 08:30 (UTC 0)
Ég get hæglega farið trúlaus í kirkju og haldið jól og margt fleira kristilegt get ég gert í trúleysi mínu. Eitt af því er að bera virðingu fyrir hefðum og siðum.
Valsól skrifar:
16/05/2009 at 07:54 (UTC 0)
Þeir áttu sem sagt að vera einhvers staðar í felum svo þið kristlingarnir væruð eki truflaðir í hátíðleikanum. Djöfull getur aður orðið reiður yfir yfirgangi trúaðra, fjandans frekjan og yfirgangurinn. út af hverju máttu þeir ekki vera í kaffi á Hóitel Borg?
Sigurður Hrellir skrifar:
16/05/2009 at 01:35 (UTC 0)
Dapurlegur pistill. Finnst þér sem fyrrverandi fréttamanni og alþingismanni réttast að engin umræða fari fram um þann háskalega kokteil sem stjórnmál og trúmál eru? Er það ómerkileg auglýsingamennska að gefa fjölmiðlum kost á viðtali þegar eftir því er leitað? Sástu ekki fólkið sem stóð og gerði hróp að þessari fáránlegu skrúðgöngu milli ríkis og kirkju? Hefði nýkjörnum alþingismönnum ekki verið nær að gefa sig á tal við þetta fólk til að heyra hvað því lá á hjarta frekar en að láta kirkjunnar menn þylja biblíutilvitnanir yfir sér?
Matthías Ásgeirsson skrifar:
16/05/2009 at 00:25 (UTC 0)
Eru þeir þingmenn sem ganga til kirkju þá að gera lítið úr trúleysi mínu og annarra?
Ertu líka á því að það sé allt í lagi að menn séu hommar svo lengi sem þeir haldi sig í skápnum?
Katrín skrifar:
15/05/2009 at 23:28 (UTC 0)
Mælti manna heilastur……athyglissýki virðist hrjá þá ansi marga og pressan hleypur við minnsta prump.
Sæmundur Bjarnason skrifar:
15/05/2009 at 23:17 (UTC 0)
Þú segir að þeir hafi gert lítið úr trú annarra þingmanna með þessu. Af hverju áttu þeir að gera lítið úr eigin trú? (ef einhver var) Áttu fjölmiðlamenn engan hlut að auglýsingamennskunni? Hefði auglýsingamennnskan verið minni ef þeir hefðu verið fleiri?