«

»

„Ábending til ökumanna“ .Þörf hugvekja.

Magnús Geir Eyjólfsson skrifar áhugaverð  grein um umferðarmál í vefritið.Pressuna. Greinina má lesa hér.Það er auðvelt að taka undir hvert orð sem Magnús  skrifar.

Á hverjum einasta  degi verður maður vitni að  háskaakstri í umferðinni. Dæmi: Um þrjúleytið í  dag ók  ökumaður VW Touareg  jeppa (VO205, skráður  eigandi Lýsing hf)   inn á Borgartúnið  , sinnti  engu um  biðskyldu  og ók þvert í veg fyrir   bíl  á leið austur  Borgartún. Hann  var  blindur á   allt í kringum  sig og   talaði   stanslaust í símann.  Ég átti  samleið með honum   alla Sæbrautina, Kleppsveginn  að mótum  Bústaðavegar  og  Reykjanesbrautar.    Hann margskipti um akrein og   gaf aldrei  stefnuljós. Rétt eins og hann væri einn í heiminum. Hann var hættulegur  öllum í kringum sig, –  og sjálfum sér.   Það er engu líkara en  sumir ökumenn dýru  bílanna telji  siog hafna yfir allar reglur í umferðinni. Þannig var að minnsta kosti um ökumann VO205.

Ekki viss um að mér hafi  tekist að  tengja  við  grein Magnúsar. Hún kemur  því hér. Viðeigandi mynd  fylgir. Myndin er  tekin á  bílastæðinu við IKEA í Garðabæ um kl. 1130  04.06.09.

Ábending til ökumanna

Að gefnu tilefni eftir rúnt helgarinnar:

1. Stefnuljósin á bílnum eru ekki af hinu illa. Sál ykkar eyðist ekki í hvert sinn sem þið notið þau.

2. Karlmennskan eða egóið minnkar ekkert ef þið hleypið bíl sem er að skipta um akrein fram fyrir ykkur. Þessu er sérstaklega beint til karlmanna 30+ á bílum í dýrari kantinum.

3. Ef ég keyri á akrein á hámarkshraða, jafnvel 10 – 20 km umfram, ekki keyra alveg upp að bílnum mínum og horfa svo á mig eins og ég hafi átt við konuna ykkar þegar þið rífið fram úr. Þetta á sérstaklega við um þá sem aka um á sportbílum og jeppum (það verður líka enn kjánalegra þegar ég stoppa við hliðina á ykkur á næstu ljósum.)

4. Gulur þríhyrningur á hvolfi með rauðum útlínum er biðskylda. Þessu er einkum beint til þeirra sem voru að beygja inn á Vesturlandsveg úr Hvalfirði um helgina. Það var frekar gefið í og svínað en að bíða í 10 sekúndur eftir að bílarnir tveir höfðu farið framhjá.

5. Það er löngu búið að banna að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar.

6. Ef það er 30 bíla röð á Kjalarnesinu á leið til höfuðborgarinnar og þið eruð aftast, þá þýðir ekkert að byrja að taka fram úr eins og enginn sé morgundagurinn. Þið verðið komin heim á sama tíma og aftasti bíllinn. Aftur, að vera aftastur í bílaröð hefur ekkert með karlmennsku að gera (hef aldrei séð konu gera þetta.)

7. Á stórum opnum svæðum er oft búið að mála reiti, ýmist með hvítri eða gulri málningu. Þetta eru bílastæði. Stæðin eru nægilega stór til að einn bíll rúmist þar fyrir. Því á það ekki að þurfa að koma fyrir að einum bíl sé lagt í tvö stæði. Annars ertu ömurlegur bílstjóri eða þér er skítsama um náungann.

lagtcimg3707.jpg

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Þetta eru réttmætar athugasemdir, Steingrímur. Þær stafa sjálfsagt að hluta af því að ég hef aldrei lært fingrasetningu og skrifa með „tveggja putta aðferðinni“. Líka á þetta ef til vill rætur að rekja til þess að árum saman skrifaði ég texta (fréttir) sem ekki komu á prenti heldur voru lesnar í sjónvarpi. Ég þarf líklega að taka mér tak !

  2. Steingrímur Kristinsson skrifar:

    Molar þínir Eiður um málfar: LXXXIII  var eins og öll önnur skrif þín, lærdómsrík lesning um meinbögur fréttamanna svo og bloggarana í öðrum pistlum, sem skrifa án þess að hugsa, og eða lesa ekki yfir skrifin sín áður en þeir birta á netinu.

     

    Ég sjálfur hefi skrifað mikið um ævina á netið svona í um það bil áratug, og hefi alltof of verið bent góðlátalega á eftir á, sem ég hefi að sjálfsögðu leiðrétt í snarheitum.
    Ég hefi engar háskóla gráður til að státa mig af (eins og fréttammennirnir), er “aðeins” verkamaður og er mér því vonandi fyrirgefið villur sem og ásláttarvillur þegar ég skrif, og þar sem ég er í þokkabót lesblindur.

     

    Þess vegna hefi ég lært mikið á því að lesa Málfarsgreinar þínar og reynt að læra af þeim sem allra mesr.

     

    En eitt er ég ekki sáttur við með ritstíl þinn, það er (,) kommu og punkta staðsetning þín á milli orða

    „togarans  ,sem“  – og stundum ekkert bil eftir kommu sem sett er milli orða. Ég lærði það í barnaskóla, og raunar séð það gert ætíð síðan.
    Ásláttarvillur eru “fyrirgefanlegar” samber til dæmis þessi í (LXXXIII): „Þdessi ruglingur endurtók“ (mér finnst slíkar ásláttarvillur hafa aukist hjá þér ?)

     

    Ofanritað er alls ekki að sett fram af yllum hug, heldur von um lagfæringu, svo efnið verði betra til aflestrar

    Steingrímur Kristinsson

    Gott að avita: http://www,.sksiglo.is

  3. Eiður Svanberg Guðnason skrifar:

    Upphafssetningin átti auðvitað vera svona: Magnús Geir Eyjólfsson skrifar áhugaverða  grein um umferðarmál í vefritið Pressuna.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>