«

»

Dapurlegur málflutningur

Það er heldur dapurlegt, að fyrrverandi þingforseti, Sturla Böðvarsson, skuli (ásamt öfgabloggaranum Jóni Vali Jenssyni) misnota nafn Jóns Sigurðssonar með þeim hætti, sem hann gerði í ræðu sinni á Hrafnseyri. Jón Sigurðsson var víðsýnn maður, sem meðal annars háði „harðar rimmur um verslunarmál landsins“, eins og Páll E. Ólason kemst að orði.

Hvernig í  ósköpunum geta  menn  tekið nítjándu aldar mann  og  gert honum upp  skoðanir  gagnvart  viðfangsefnum  tuttugustu og  fyrstu aldarinnar ? 

Þetta er auðvitað  svo  fráleitur málflutningur  að  engu tali  tekur. Þetta er  misnotkun á nafni Jóns  Sigurðssonar.

mbl.is Öllu skal fórnað fyrir ESB-aðild

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Gunnlaugur Ingvarsson skrifar:

    Ég las líka ræðu Sturlu og hún var virkilega flott og vel við hæfi á sjálfan þjóðhátíðardaginn og það líka á þessum merkis stað.

    Ég tek líka undir með Haraldi Hanssyni hér að ofan þar sem hann hrekur það algerlega að Sturla hafi verið að gera Jóni forseta upp skoðanir.

    Hinns vegar á arfleifð Jóns og hugsjónir hans fullkomið erindi við þjóðina nú á þessum víðsjárverðu tímum, þó svo það rími mjög illa við ESB rétttrúnaðar trúboðið.

  2. Haraldur Hansson skrifar:

    Hvað er að „misnota nafn Jóns Sigurðssonar“? Ég las ræðu Sturlu Böðvarssonar og gat ekki fundið dæmi um að hann hafi „gert honum upp skoðanir“ eins og segir í færslunni. Á einum stað segir:

    „Íslenskir stjórnmálamenn hljóta að horfa til arfleifðar þjóðfrelsishetjunnar, Jóns Sigurðssonar, þegar við metum langtíma hagsmuni lands og lýðs í samskiptum þjóðanna.“

    Og síðar í ræðunni:

    „… varpa fram þeirri spurningu hvort það sé í anda hugsjóna Jóns Sigurðssonar að afsala hluta fullveldis okkar og flytja valdið …“

    „… að ganga fram í þágu frjálsrar og fullvalda þjóðar á Íslandi, í anda þeirrar arfleifðar sem Jón Sigurðsson skildi eftir sig.“

    Jón Sigurðsson gerði sannarlega meira en að há harðar rimmur um verslunarmál. Nafn hans verður alltaf hluti af sögunni; miðpunkturinn í baráttunni fyrir fullveldi þjóðarinnar og sjálfstæði. Það er fullkomlega eðlilegt að nafn hans komi upp í umræðunni þegar sjálft fullveldið er á dagskrá.

    Það er tvennt ólíkt, að gera manni upp skoðanir og horfa til arfleifðar hans og hugsjóna. Að meta málefni líðandi stundar með hliðsjón af sögunni er hollt og stundum nauðsynlegt. Þó liðin séu 158 ár frá Þjóðfundinum og öldin sé nú önnur, eiga sígrænar hugsjónir Jón Sigurðssonar fullt erindi inn í þjóðmálaumræðuna.

  3. DoctorE skrifar:

    Þú veist að JVj talar fyrir páfann.. úps gudda 😉
    JVJ veit allt miklu betur en allir aðrir, að eigin sögn

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>