«

»

Þeir eiga að biðja þjóðina afsökunar

 Þingmenn  Sjálfstæðisflokksins  koma nú í ræðustól á Alþingi í hverri  viku og  heimta afsökunarbeiðnir frá þingmönnum úr  stjórnarflokkunum vegna einhvers sem  skiptir  afa rlitlu máli í því ógnarásatandi sem nú ríkir. 

  Hvernig  væri nú að Sjálfstæðisflokkurinn bæði íslensku þjóðina afsökunar  á því  hvernig  staðið var að einkavæðingu  ríkisbankanna á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn mætti  gjarnan  standa að þeirri  afsökunarbeiðni líka.

Spillingin í kringum  einkavæðingu  bankanna á  ríkan þátt í því  hvernig  komið er í samfélaginu og  hve margir eiga nú  um sárt að  binda.

Ég minnist þess ekki að  þessir  tveir  flokkar sem   einkavæddu  bankana með hneykslanlegum hætti hafi  beðið nokkurn mann afsökunar á siðspilltum vinnubrögðum..

mbl.is Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar

6 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Þórunn S. Ólafsdottir skrifar:

    Góðan dag. Innilega sammála öllu sem þú skrifar um  íslenskt mál. Ekki líður sá dagur, að ekki heyrist eða sjáist „ruglu-bullu-sull“ hjá annars þaulreyndum fréttamönnum, liggur mér (gamalli kerlingunni) við að segja. Allir hafa verið að „fara erlendis“ – eins vitlaust og það nú hljómar  þegar þeir sömu kynnu ef til vill einhvern tíma  í framtíðinni að “ koma hérlendis“ Þar fór ég alveg með það.  “ Reimaðu skónna – skokkaðu yfir brúnna og kysstu frúnna „- og ekki má gleyma “ Öggsar við ánna“ sennilega bara stutt í  „sgjóttum upp fánna…og hvers vegna í ósköpunum þarf fólk að segja bæ-bæ ??

  2. Sverrir Einarsson skrifar:

    Gestur: Geir bað flokkinn sinn afsökunar, ekki þjóðina. Hafi Valgerður Lómatjarnardrottning beðið Framsóknarflokkinn afsökunar  (ég hef hvergi séð né heyrt þetta) þá sérðu hverjir koma fyrst í forgangsröðinni þjóðin er sennilega einhverstaðar langt fyrir neðan Flokkana og flokksgæðingana. Þannig að mitt álit á þessum stjórnmálamönnum er það sama hvorum flokknum sem það fylgir = siðlaust pakk og . Þessir flokkar skulda þjóðinni enn afsökunarbeiðni

  3. Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar:

    Stendur ekki til að einkavæða bannkana aftur hverjir verða þá á vakt kannski þeir sem nú eru við völd. Miða við hvernig þau vinna í dag eru þau engu betri enn þau sem deilt hafa verið á. Hvernig er staðann í baunnkunum,  það er talað um nýju og gömlu bannkana ég sé engan mun. Það eina sem er verið að gera er að bjarga þeim sem stálu úr þeim.

  4. Gestur Guðjónsson skrifar:

    Valgerður Sverrisdóttir baðst afsökunar á þeim hluta sem gerðist á vakt Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á Flokksþinginu í janúar.

  5. Eygló skrifar:

    Ansi margir stjórnmálamenn (margir, ekki allir) eru með einhvers konar einstefnuloka í heilabúinu; bæði hvað varðar minnið og aðferðir.

    Einar Þór, er nú ekki allt í lagi að leyfa þeim að tóra, bara fá sér önnur viðfangsefni kannski?!

  6. Einar Þór Strand skrifar:

    Ég vona bara að íslenskir stjórnmálamenn í landspólitík fari nú að skilja að nærveru þeirra er ekki lengur óskað hér á þessari jörð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>