Föstudaginn 31. október mun Dr. Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur flytja fyrirlestur á vegum Bókmenntafélags jafnaðarmanna. Fyrirlesturinn kallar hún:
,,Litli bróðir á Íslandi.
Um Alþýðuflokkinn á mótunarárum íslenska flokkakerfisins, 1916-1944”
– Fyrirlesturinn verður á Kornhlöðuloftinu við Lækjarbrekku við Bankastræti og hefst kl. 12:00. Að loknum fyrirlestri er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Allir eru velkomnir.
Þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916 stóðu vonir til þess að hann yrði jafn stór og öflugur og systurflokkarnir í Skandinavíu. Raunin varð önnur. Í fyrirlestrinum verður spurt hvernig skýra megi sérstöðu íslenskra sósíaldemókrata og verður sjónum einkum beint að mótunarárum íslenska flokkakerfisins, þ.e.a.s. tímanum fyrir stofnun íslenska lýðveldisins árið 1944.
Þetta verður örugglega fróðlegur fyrirlestur fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslenskri stjórnmálasögu. – Kornhlöðuloftið í hádeginu á föstudag.
Frá Bókmenntafélagi jafnaðarmanna
Skildu eftir svar