«

»

Af tollraunum

Það er merkilega  flókið á Íslandi að panta sér   bók frá útlöndum. Fyrir nokkrum vikum pantaði ég   bók  á  vefnum  abebooks.com  þar sem  eru upplýsingar frá    13.500 bóksölum   um víða veröld,sem hafa meira en milljón bækur á boðstólum. Bókin var pöntuð hjá   fornbókaverslun í Texas.Þetta var  raunar ekki tiltakanlega  gömul  né merkileg  bók , gefin út fyrir  rúmum áratug og  kostaði heila   tíu  dali  eða sem næst 680 krónur.


Fyrir  helgina  fékk ég tilkynningu um að ég gæti sótt bókina í Tollmiðlun Íslandspósts upp á  Stórhöfða og  ók þangað  í  hádeginu í  dag,  7.5 kílómetra  frá  vinnustað. Skrifaði upp á  að Tollurinn mætti opna  pakkann. Hélt  reyndar að Tollurinn mætti opna  alla pakka.  Afhenti  tilkynninguna og  beið og  beið. Loks   kom  tilkynningin til baka  með   skilaboðum um að það vantaði  reikning  með bókinni.  Ég er  farinn að kunna þetta, búinn að marglenda í þessu. Þessvegna bað ég um að  fá að tala  við tollvörð. Enn beið ég. Tollvörðurinn var  afskaplega elskulegur  eins og    raunar allt   starfsfólkið þarna. Ég benti   honum á miða   utan á pakkanum  “United States Postal Service Customs Declaration” þar sem sagði að þetta væri bók, tvö pund og sex únsur að þyngd og verðmæti hennar 10 dalir. “Já , við tökum nú aldrei mark á þessu“ sagði tollarinn af mestu  kurteisi, og samþykkti  svo ljúflega , þegar hann var  búinn að sjá  bókina að   hún væri  varla  meira en  10  dala  virði. Ég  fór  aftur í afgreiðsluna og  beið. Þá  kom  nóta,  sem  reyndist röng  því gleymst hafði að bæta á hana virðisaukaskatti að upphæð  86 krónur.    Enn beið ég og beið. Nú kom réttur reikningur:  86 krónur í virðisaukaskatt og  450 krónur í  tollmeðferðargjald.Enn og aftur:Ekkert var við starfsfólk að sakast. Það var bara  skikkað  til að vinna eftir  vitlausum reglum.Í heildina  tók þetta meira en klukkutíma og  næstum 15 km akstur. Ríkið  fékk sínar  586 krónur,  en einhvern veginn hef  ég það  á tilfinningunni að það hafi verið tap á þessu öllu.Þarf þetta að vera  svona? Þetta er arfavitlaust fyrirkomulag.Ég bjó  tæp 4 ár í  Kína og  pantaði tíðum  bækur   bæði frá  Amazon og  Abebooks. Þær  voru  sendar  beint  heim eins og hver annar póstur og það hafði ekkert með  sendiráð eða  sendiherratitil að gera.

Kerfið  hjá  Kínverjum var bara einfaldara skilvirkara og  miklu ódýrara!

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Katrín Rut Bessadóttir skrifar:

    Ef til vill er eðlileg skýring á þessari mjög svo undarlegu notkun – eða notkunarleysi og space-takkanum, eitthvað tæknilegt kannski.  En mig langar að benda þér á þetta:

    Rétt er að nota bil eftir kommu, punkti og tvípunkti. Aðeins er eitt bil milli orða og aldrei er bil á undan kommu eða punkti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>