Molar um málfar og miðla 1994

Í MORGUNSÁRIÐ ,, … komið fram í morgunsárið, – morgunárið”, var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (31.07.2016). Fréttamaður/þulur leiðrétti það sem rétt var fyrir. Bjó til villu.  Hefur greinilega ekki þekkt orðið morgunsár, árla, snemma morguns. Hann kom í morgunsárið. Hann kom snemma morguns. Bjó því til oorðið morgunár, sem er út í hött. Hefur sennilega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1993

TRÖPPUR EÐA STIGI? skrifaði (30.07.2016): ,,Mér finnst undarlegt þegar fréttamenn eru farnir að tala um, að núverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi komið niður tröppurnar í Alþingishúsinu og tilkynnt um stjórnarmyndun. Í mínum huga eru tröppur alltaf utandyra. Útidyratröppur og kjallaratröppur, svo dæmi séu tekin; hann kom út á tröppur stjórnarráðsins. Innandyra er alltaf talað um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1992

AÐ SKEMMTA SÉR Vonandi hafa margir skemmt sér vel um verslunarmannahelgina. Slys, slagsmál, ölvun og eiturlyfjaneysla varpa þó skugga á hátíðahöldin. Eins og oftast nær , – því miður. Munur var á fréttum frá Flúðum og Borgarnesi. Á Flúðum virtist fyllerí í algleymingi en í Borgarnesi skemmti ungt fólk sér án vímuefna á unglingalandsmóti UMFÍ. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1991

DÆMALAUS HROÐVIRKNI Eftirfarandi er úr frétt á visir.is (27.07.2016): ,, Bilun kom upp í fluggagnakerfi í flugstöðinni í Reykjavík í dag. ….Búið er að gera við kerfið og nú er unnið að því að koma umferð í eðlilegar horfur á ný. Þær vélar sem voru á flugi og á leið inn í flugstjórnarsvæðið var beint …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1990

UM FRÓÐÁRSEL Molavin skrifaði ( 27.07.2016): ,,Gísli heitinn Jónsson menntaskólakennari skrifaði árum saman reglulega pistla um málfar í Morgunblaðið. Eftir þeim var tekið og blaðamenn fóru almennt að ráði Gísla þegar hann benti á það sem betur mætti fara. Eitt af því sem honum fannst til lýta í máli margra var það sem kann kallaði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1989

SKYNDIBITASALERNI Veturliði Þór Stefánsson sendi Molum eftirfarandi (23.07.2016): Sæll Eiður: Ég bara varð að benda þér á þessa sérkennilegu fyrirsögn í frétt hjá Ríkisútvarpinu: „Líkfundur á skyndibitasalerni í Ástralíu“. http://ruv.is/frett/likfundur-a-skyndibitasalerni-i-astraliu Ég kannast ekki við þetta nýyrði „skyndibitasalerni“, nema það sé ástralskur siður að neyta skyndibita samhliða salernisheimsókn.” Molaskrifari þakkar ábendinguna. Hann kannast heldur ekki við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1988

ÞARFAR ÁBENDINGAR OG HUGLEIÐING JT skrifaði Molum (21.07.20016): ,,Af hverju getur Vegagerðin, af öllum fyrirtækjum, ekki haft skilgreiningar á vegum og götum á hreinu. Í frétt af framkvæmdum á Hellisheiði 21. júlí (í fyrirsögn sagt frá vinnu á Hellisheiði og Suðurlandsvegi yfir kvöldið og nóttina – hefði frekar átt að vera: … í kvöld og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1987

MAÐUR, MAÐUR Sigurður Sigurðarson skrifaði (21.07.2016): ,,Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau.   Þetta er fyrirsögn á vefritinu visir.is. Fréttin skiptir í sjálfu sér ekki máli heldur hvernig blaðamaðurinn klúðrar fyrirsögn. Í þokkabót notar blaðamaðurinn fyrirsögnina sem fyrstu málsgrein fréttarinnar og eyðileggur hana næstum því. Ekki vel að verki staðið. http://www.visir.is/-nuna-thegar-madur-er-buinn-ad-sja-gognin-veit-madur-af-hverju-madur-matti-ekki-sja-thau-/article/2016160729934   Betur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1986

ATHVARF Á EIGIN STAÐ T.H. skrifaði (20.07.2016): „Húsbílafólk fær athvarf á eigin stað í Gufunesi“ Hér virðist ,sem að hugsað sé á erlendu tungumáli, þó reynt sé að skrifa á íslensku, því vart getur hér verið um að ræða þýðingu af erlendum fjölmiðli. http://www.visir.is/husbilafolk-faer-athvarf-a-eigin-stad-i-gufunesi/article/2016160719057 Þakka ábendinguna, T.H.   FÆREYJAR Á VEÐURKORTIÐ Molaskrifari hrósaði á dögunum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1985

  EFTIRLITSLEYSI T.H. skrifaði Molum (20.07.2016) og benti á þessa frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/07/20/engin_sprengja_i_brussel/ „Maður­inn sem grunaður var um að hafa sprengju innan­k­læða í miðborg Brus­sel var ekki hafa neitt slíkt á sér.“ Hann spyr: ,,Æ, æ, eru börnin alveg eftirlitslaus á fréttastofu mbl.is?” Í þetta skiptið hefur sennilega enginn fullorðinn verið nærstaddur. Þakka ábendinguna, …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts