Molar um málfar og miðla 1817

SÓKN ÞÁGUFALLSINS – MÉRANIR Í Molum (1813) var nýlega fjallað um sókn , eða ásókn þágufallsins í töluðu og rituðu máli. Nú hefur Helgi Haraldsson , prófessor emerítus í Osló sent Molaskrifara línu um þetta. Helgi segir: ,, Halldór heitinn Halldórsson kallaði þágufallsfylliríið méranir. Sjá: http://www.europeana.eu/portal/record/92012/BibliographicResource_2000081741163.html Molaskrifari þakkar þessa ágætu ábendingu.   ENN UM SÖGNINA AÐ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1816

  HELMINGUR SAGT UPP ,,Helmingur hjá Elko í Leifsstöð sagt upp vegna meints hroka verslunarstjóra”. Þetta er óskiljanleg fyrirsögn af dv.is (16.10.2015). Þegar fréttin er lesin, kemur í ljós að helmingur starfsfólks Elkó hefur sagt upp störfum. Það kemur ekki fram í fyrirsögninni. Fyrirsagnir eiga að vera skiljalegar. Þær eiga að vera um kjarna fréttar. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1815

  RÚMA – RÝMA Glöggur lesandi benti Molaskrifara á eftirfarandi á mbl.is (14.10.2015): ,, Tjöld sem Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa reist rýma aðeins lít­ill hluta af flótta­fólk­inu og gista því marg­ir und­ir ber­um himni. Blaðamaður mbl.is náði tali af Ástu í morg­un þegar þær Dí­ana voru á ferð um Les­bos.” Blaðamaðurinn sem fréttina skrifaði ruglar saman …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1814

VARLA BOÐLEGT Varla boðlegt, skrifaði Sigurður Sigurðarson (14.10.2015). Hann segir:,, Mér finnst þessi fyrirsögn í íþróttakálfi Morgunblaðsins í dag varla boðleg: „Gátum labbað stoltir af vellinum“. Í blaðamennskunni í gamla daga var manni kennt að lagfæra orðalag viðmælenda sinna, leiðrétta málvillur, lagfæra setningaskipan og annað smálegt. Þó Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hafi sagt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1813

HUGSUNARLEYSI ? Rafn skrifaði (13.10.2015): ,,Á vefsíðu Vísis má í tilefni af stjórnarskiptum í trúfélagi lesa: „Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.“ Þótt litið sé fram hjá misritun í báðum nöfnum Salmans Tamini, sem ekki náðist í, þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1812

DÝRBÍTAR N.N. sendi molum eftirfarandi vegna fréttar á dv.is (9.10.2015): Fréttin: http://www.dv.is/frettir/2015/10/9/fjarhundaflokkur-drap-hatt-i-hundrad-lomb Hann segir:,,Seint munu bændur kalla þessi dýr „fjárhunda“! Dýrbítar er íslenzka orðið yfir svona skemmd grey. Fjárhundur getur glefsað til að smala, eins og hann er þjálfaður til. Bítur ekki að öllu jöfnu.”. Molaskrifari þakkar bréfið. Dýrbítar eru refir eða hundar, sem leggjast …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1811

KISTUBERI? Í frétt á mbl.is (10.10.2015) er sagt frá útför leikkonunnar Catrhriona White. Sagt var í fyrirsögn, að kærasti hennar, Jim Carrey, hefði verið kistuberi. Jim Carrey var kistuberi. Molaskrifari kannast ekki við orðið kistuberi. Aldrei heyrt það. Sá sem samdi fyrirsögnin hefur sennilega ekki þekkt orðið líkmaður, – maður sem ber kistu við jarðarför. …

Lesa meira »

ÓRG Á SPRENGISANDI

Næstum hálfs annars klukkutíma viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við ÓRG í Sprengisandi  á Bylgjunni á sunnudag (11.10. 2015) var um margt athyglisvert. Frammistaða spyrils var ágæt. Viðtalið var líka athyglisvert,  vegna þess sem ekki var sagt, sem ekki var spurt um. Dæmi: – Hver/hverjir fjármagna Arctic Circle ráðstefnuna? Hvað kostar hún? Eru reikningsskil fyrri funda …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1810

  ÁBENDINGAR HUNDSAÐAR Arnar Kári skrifaði (07.10.2015): Sæll Eiður, fyrst vil ég þakka þína þrotlausu vinnu. Ég rak annars augun í frétt Vísis, http://www.visir.is/marple-malid–krofu-hreidars-um-ad-domarinn-viki-hafnad/article/2015151009032, og hef í sjálfu sér ekkert slæmt um hana að segja. Það er samt tvennt í fréttinni sem ég ákvað að gera athugasemdir við, sendi bæði á blaðamanninn og einnig á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1809

HÁTT VATN OG FLEIRA T.H. skrifaði (02.10.2015) og benti á þessa frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/02/gridarlegt_tjon_a_landi/ Þar segir: „Vatns­hæðin er rúm­ir átta metr­ar.“ T.H. spyr:,,Það er svakalegt, en hver er dýptin?” – Meira frá T.H.: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/02/vard_kjaftstopp_og_hissa/ „máls­hraði hefði verið óhóf­lega lang­ur“ – Er þetta nú hægt, Eiður? Eiður svarar: Nei, eiginlega ekki. T.H. bendir einnig á …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts