Molar um málfar og miðla 1808

  ÞREKIN KVÍGA! T.H. benti á þessa frétt á visir.is (01.10.2015): http://www.visir.is/veiddu-kvigu-ur-haughusi–thakka-fyrir-ad-norska-kynid-er-ekki-komid-hingad-/article/2015151009789 „Kvígan var nokkuð þrekin er hún kom upp úr mykjunni enda hafði hún þurft að troða marvaðann til að koma í veg fyrir að hún færi á kaf.“ T.H. segir: ,,Líklega eru norsku kvígurnar enn þreknari, en kannski á greinarhöfundur við að kvígan …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1807

NÝJUNG TIL BÓTA Fréttaborði Vísis, sem nú rennur yfir skjáinn í fréttatímum Stöðvar tvö er ágæt nýjung og bætir fréttatímana. Veðurfréttir á Stöð tvö eru skýrar og góðar svo langt sem þær ná, sem er reyndar ekki mjög langt, eða tvo daga fram í tímann. Molaskrifari er áhugamaður um veðurfréttir og furðar sig enn á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1806

  VERÐA AÐ KRÖFUM Af mbl.is (28.09.20159: ,,Verði ríkið að launakröf­um lög­reglu­manna fá þeir tölu­vert meiri hækk­un en samn­inga­nefnd rík­is­ins hef­ur boðið hingað til í kjara­deil­unni, eða ell­efu pró­sent­um meira.” Þarna ætti að standa, – til dæmis – Gangi ríkið að launakröfum lögreglumanna, samþykki ríkið launakröfur lögreglumanna, verði ríkið við launakröfum lögreglumanna.   ÞRÁTT FYRIR …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1805

UPPNEFNI Fremur er sjaldgæft að sjá eða heyra fólk uppnefnt í fjölmiðlum. Í viðtali á visir.is (25.09.2015) talaði útvarpsstjóri Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir um Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kastljóss, og sagði: ,,Ekki mátti minnast á það hjá Þóru litlu Arnórs þegar hún var að fjalla um upphaf lögreglukvenna…”. Þetta segir heilmikið um útvarpsstjóra Útvarps Sögu, en …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1804

FLJÓTANDI VATN Rafn skrifaði (28.092015) vegna fyrirsagnar á mbl.is:,, Þessi frétt er nú á net-Mogga. Ég á því að venjast, að talað sé um rennandi vatn en ekki fljótandi: Vís­bend­ing­ar um fljót­andi vatn Vís­inda­menn NASA hafa fundið vís­bend­ing­ar um að vatn fljóti niður hlíðar gljúfra og gíga á yf­ir­borði Mars yfir sum­ar­mánuðina þar. Þeir segja …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1803

  RAUÐI KROSSINN SLETTIR Rauði krossinn á Íslandi slettir á okkur ensku í sjónvarpsauglýsingu og segir VERTU NÆS. Hversvegna talar Rauði kross Íslands ekki íslensku við Íslendinga?   Þetta er ekki til eftirbreytni. Ráðamenn hjá Rauða krossinum ættu að sjá til þess að þessu verði breytt. Þetta er Rauða krossinum ekki til sóma. Meira um slettur: …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1802

  Í KRÖGGUM Fyrirsögn af visir.is (23.09.2015): Hjón í fjárhagslegum erfiðleikum unnu 15 milljónir. Þarna kom vinningur greinilega á réttan stað. En skyldi sá sem fréttina skrifaði aldrei hafa heyrt orðtakið að vera í í kröggum, – skorta fé, vera lítt fjáður, eiga við fjárhagsvanda að etja? Hjónin voru í kröggum. Kröggur eru (fjárhags)vandræði, segir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1801

  FÉKK Á SIG LEKA! Ýmislegt undarlegt ber fyrir augu á vefmiðlum, sem miðla fréttum á netinu. Þannig er (21.09.2015) á visir.is sagt frá togara sem leki kom að, að hann hafi fengið á sig leka! Enginn les yfir. Enginn metnaður til að gera vel. Í fréttinni segir: ,, Togarinn Ásbjörn RE, sem fékk á sig …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1800

  VERSLA – KAUPA Í Bónusversluninni í Árbænum rak Molaskrifari augun í auglýsingaskilti frá Blindravinnustofunni, sem á stóð: Verslaðu hágæðavörur. Betra hefði verið: Kauptu hágæðavörur.   VÍÐA LEYNIST OLLA Í sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins (20.09.2015) er lóðrétt orð, sem finna skal fyrir orsökuðum. Það reyndist vera ullum, sem væntanlega er dregið af sögninni að olla sem er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1799

  FLJÓTFÆRNI Sigurður Sigurðarson skrifaði (19.09.2015): Sæll, Hér eru örfá dæmi um fljótfærnislegar villur í fjölmiðlum. Þarfnast varla skýringa:   Ferðalangur fær sér kaffibolla og nýtur útsýnisins yfir Havana. Airbnb hefur slegið í gegn þar í borg og skapar heimamönnum verðmætar aukatekjur. Myndatexti í Morgunblaðinu 30. ágúst 2015, bls. 21. Eru til verðlitlar aukatekjur? Betra að tala um …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts