Molavin skrifaði: ,,Fréttamennskan á RUV rís ekki hátt þessa dagana. Á netsíðu þess stendur nú (21.7.14): „Töluverð fækkun hefur verið meðal bandaríkjamanna sem greinast með HIV-veiruna. Hlutfall þeirra sem greindust féll úr rúmlega 24 prósentum í rúm 16%.“ Ef leitað er í heimild á bak við fréttina er átt við 16 af hverjum 100.000. Er …
Molar um málfar og miðla 1523
Glöggur lesandi vakti athygli Molaskrifara á grein sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skrifaði í Fréttablaðið (14.07.2014) Greinin heitir Aukið samráð og fleiri valkostir og er hið mesta torf. Í tveimur málsgreinum, þeirri þriðju og fjórðu, sem eru samtals tólf línur í útprentun er orðið samráð notaðsjö sinnum, – átta sinnum ef talið er líka orðið …
Molar um málfar og miðla 1522
Í Molum fimmtudagsins (17.07.2014) var hér vikið að orðaklaginu ,,að draga að sér fé”. Molavin nefnir þetta einnig í bréfi til Molanna. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Molavin segir: „…aðstandendur þess hafa verið ákærðir fyrir að draga að sér fé…“ – svona las fréttakona RUV þetta í kvöldfréttum fimmtudagskvöld (17.7.14) og svona var …
Molar um málfar og miðla 1521
Úr frétt á mbl.is (16.07.2014): Konan var vistuð í fangageymslu vegna málsins sem og vegna ölvunarástands. Vegna ölvunarástands? Var það ekki vegna ölvunar? Í hádegisfréttum Bylgjunnar (16.07.2014) var sagt að fullorðið fólk hefði verið bjargað. Fullorðnu fólki var bjargað. Lagt er til að Ríkisútvarpið freisti þess að ná samningum við norska sjónvarpið NRK …
Molar um málfar og miðla 1520
Síðastliðinn nóvember sluppu nærri tvö hundruð fullvaxta laxar úr sláturkví … segir í DV bls. 4 (15.-17.07 2014). Klúðurslegt orðalag. Betra hefði verið; í nóvember síðastliðnum eða í nóvember í fyrra. Ekkert væri hinsvegar athugavert við að segja, – Síðastliðinn nóvember var kaldari en í meðal ári … Og hvað eru fullvaxta laxar? Fleira var …
Molar um málfar og miðla 1519
KÞ bendir á þessa frétt á dv.is (13.07.2014): https://www.dv.is/lifsstill/2014/7/13/kuldi-veldur-ekki-kvefi/ Hann spyr; ,,Það er vissulega jákvætt að leitast við að fræða fólk. Hvort skyldi það nú vera baktería eða veira sem veldur kvefi?”. Molaskrifari þakkar ábendinguna. Nú, þegar fótboltanum linnir, fáum við danska þætti um kökubakstur og eftirréttagerð (15.07.2014). Það gerir ekki endasleppt við …
Molar um málfar og miðla 1518
Í hádegisfréttum Ríkisútvarps á laugardag (12.07.2014) sagði fréttamaður:,,Forsætisráðherra segir að ekki veitir af að ….” Hefði átt að vera: Forsætisráðherra segir að ekki veiti af að ….” Sérkennileg og illskiljanleg mistök ritara Reykjavíkurbréfs í sunnudags mogga (13.07.2014) verða sjálfsagt lengi í minnum höfð.. Bréfritari eignaði umboðsmanni Alþingis undarlega ritsmíð, sem dreift hafði verið í …
Molar um málfar og miðla 1517
Gamalreyndur blaðamaður og kollega skrifaði (12.07.2014): ,,Sæll og blessaður, félagi. Enn og aftur vaða meðlimir uppi í fréttum. Sýnist þeim hafa fjölgað ískyggilega upp á síðkastið. Hvar eru nú orðin félagi, skipverji, flugliði og öll þessi fallegu orð sem hægt er að nota. Get ekki að því gert að þetta orðskrípi veldur mér hrolli …
Molar um málfar og miðla 1516
Molaskrifari heyrði í Sumarglugganum á Rás eitt í Ríkisútvarpinu (þar sem oft er áhugavert efni) eldsnemma á föstudagsmorgni (11.07.2014) að Íslensku safnaverðlaunin yrðu afhent á sunnudaginn kemur, 13. júlí. Hélt að sér væri farið að förlast. Vissi ekki betur en þessi virðulegu verðlaunin hefðu verið afhent við hátíðlega athöfn á sunnudaginn var (06.07.2014) og …
Molar um málfar og miðla 1515
Málglöggur Molalesandi sendi eftirfarandi: Á textavarpi Ríkisútvarpsins hefur eftirfarandi staðið, það sem af er degi (10.07.2014) Hér er talað um á í fleirtölu eignarfalli sem ánar. Þetta er tvítekið í þessari stuttu frétt, svo varla er þetta innsláttarvilla. ,,Fólk haldi sig frá Múlakvísl. Óvissustig er enn í gildi fyrir Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Lögregla og almannavarnir ráðleggja ferðafólki …